Has been reviewed?
Has inline images?
Nei
Image
MIME Type
image/jpeg
File Size
2717712bytes
Width
5312px
Height
2988px
Date of photo
Fri, 10/02/2020 - 11:20

Borgarskjalasafn Reykjavíkur verður  með fjölbreytta dagskrá á safnanótt föstudagskvöldið 2. febrúar 2018 og verður safnið opið kl. 18.00 til 23.00. Borgarskjalasafn tekur í fyrsta sinn þátt í sameiginlegri dagskrá með Borgarbókasafni og Ljósmyndasafni kl. 18-21 sem sérstaklega er ætluð huguðum krökkum á öllum aldri.

Dagskrá Borgarskjalasafns á Safnanótt 2018:

  • Kl. 18.00-23.00 – Opið hús á 3ju hæð, sýningar, tónlist, kvikmyndir, myndgreiningar og getraun.
  • Kl. 18.00-23.00 – Sýningar á skemmtilegum skjölum og myndefni frá Vísnavinum og Tónabæ.
  • Kl. 18.00-23.00 – Kvikmyndir Óskars Þórðarsonar læknis frá miðri öldinni og frá Tónabæ á árunum 1990-2001.
  • Kl. 18.00-23.00 – Börn, myndgreiningarsýning – þekkir þú einhvern á myndunum?
  • Kl. 18.00-21.00 – Grímugerð fyrir alla. Kristín Arngrímsdóttir myndlistamaður leiðbeinir og allt efni á staðnum.
  • Kl. 18.00-21.00 – Háskaleikar fyrir hugaða krakka. Quasimodos verður í kirkjuturnum í safninu.
  • Kl. 19.30-21.00 – Vísnavinir – myndgreining á ljósmyndum úr skjalasafni þeirra.
  • Kl. 21.15-21.40 – Sigurður Hafsteinsson og Friðrik Vignir Stefánsson leika ljúfa tónlist á saxafón og píanó.
  • Kl. 22.15-22.50 – Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leikur þjóðlög frá Balkanskaganum. 

Tímasetningar geta færst til.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. 

Sérstakur Safnanæturstrætó gengur milli safnanna og er ókeypis í hann. Hér er leiðakerfi hans og áætlun.

Left