Söfnin verða með sýningar á skjölum sem tengjast þema dagsins "Konur og kvenfélög", boðið verður upp á spennandi fyrirlestra og kynningar á vefum, kaffiveitingar, fræðsla og sitthvað verður gert fyrir börnin. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Á sérstökum vef skjaladagsins 2009 eru sýningar á skjölum tengdum konum og kvenfélögum frá flestum skjalasöfnum landsins.
Dagskrá:
Kl. 11:00 Formleg opnun dagskrár.
Kl. 11:15 Erla Hulda Halldórsdóttir:
Kvenfélögin, kvenfrelsið og virði kvenna.
Kl. 12:00 Þorgerður H. Þorvaldsdóttir:
Snoðkollur og flókatryppi.
Kl. 12:30 Anna Th. Rögnvaldsdóttir:
Vefur um Ólaf Thors.
Kl. 13:00 Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir,
opnar nýjan manntalsvef Þjóðskjalasafns.
Kl. 13:30 Ólöf Garðarsdóttir:
Um kynferði í manntölum á 18. og 19. öld.
Kl. 14:00 Njörður Sigurðsson:
Einstæðar mæður og fósturbörn 1901-1940.
Kl. 14:30 Svanhildur Bogadóttir:
Vefur um Bjarna Benediktsson.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir jafnt börn og fullorðnir.
Skjalasöfnin utan Reykjavíkur verða einnig mörg með fjölbreytta dagskrá og hér má sjá hana: