Aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO) var eitt umdeildasta ágreiningsmálið á pólitískum vettvangi hér á landi á síðustu öld. Þann 30. mars 1949 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um aðild Íslands að varnarbandalaginu. Í kjölfarið brutust út hatrammar óeirðir á Austurvelli sem lyktuðu með því að lögregla skarst í leikinn og dreifði mannfjöldanum með táragasi.
Atlantshafssáttmálinn tók formlega gildi þann 4. apríl 1949 er hann var undirritaður við hátíðlega athöfn í Washington, DC. Bjarni Benediktsson undirritaði sáttmálann fyrir Íslands hönd sem þáverandi utanríkisráðherra. Í einkaskjalasafni Bjarna er að finna afar áhugaverðar heimildir um aðdragandann að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Ber þar hæst minnisblöð og minnispunkta utanríkisráðherra.
Þar má meðal eru eftirfarandi skönnuð skjöl um aðdraganda inngöngu Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið og undirritun sáttmálans í Washington, DC. Smellið á hlekki til að skoða skjöl.
Askja 02-10 (hluti tvö af safninu - Stjórnmálamaðurinn)
Örk 4
Bréfa- og málasafn september - október 1948
NATO og Keflavíkurflugvöllur.
Frásögn af fundi Bjarna Benediktssonar og Mr. Butrick 8. október
Frásögn af fundi Bjarna Benediktssonar og Mr. Butrick 1., 7., 8. og 11. nóvember
Örk 5
Bréfa- og málasafn janúar – mars 1949.
Samningaviðræður Norðurlanda um varnarbandalag.
Minnisblað frá 26. mars, undirritað af Bjarna Benediktssyni, Emil Jónssyni og Eysteini Jónssyni.
Örk 6
Bréfa- og málasafn apríl 1949.
North Atlantic Treaty, 4. apríl 1949.
Inngangan í NATO, skjöl 1949-1964 m.a. bréf, fundir, dagskrár fyrirundirskriftina 4. júlí 1949.
The Signing of the North Atlantic Treaty Washington D. C., Apríl 4, 1949. o.fl.
Declaration of Atlantic Atlantic Unity Project.
Sjá nánar á:
www.bjarnibenediktsson.is undir skjalaskrá.
Texti: Bára Baldursdóttir og Svanhildur Bogadóttir