Has been reviewed?
Has inline images?
Nei
Image
MIME Type
image/jpeg
File Size
96422bytes
Width
475px
Height
640px
Date of photo
Fri, 10/02/2020 - 11:20

Í tilefni af skjaladeginum 2009 og átaki Félags héraðsskjalavarða í söfnun skjala kvenfélaga hefur Borgarskjalasafnið sett upp sýningu í sal sínum á skjölum kvenfélaga. Sýnd eru skjöl frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur, Zonta félaginu, Siwanik félaginu og Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10 til 16 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.

Á Borgarskjalasafni eru varðveitt fjölmörg skjalasöfn kvenfélaga en Félag héraðsskjalavarða á Íslandi hefur staðið fyrir átaki í söfnun skjala kvenfélaga á þessu ári eins og áður sagði.

Hér fyrir neðan er skjalaskrár yfir nokkur safnanna:

Inner Wheel - Reykjavík

Íþróttafélag kvenna

Sinawik

Kvenfélagið Esja

Landssamtök ITC

Zontaklúbbur Reykjavíkur

Kvenfélag Óháða safnaðarins

Til viðbótar má nefna að Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík afhent skjöl félagsins þann 12. nóvember í tilefni af stórafmæli kirkjunnar. Unnið er að skráningu skjalanna.

Left