Has been reviewed?
Has inline images?
Nei
Image
MIME Type
image/jpeg
File Size
31628bytes
Width
314px
Height
177px
Date of photo
Fri, 10/02/2020 - 11:20

Borgarskjalasafn Reykjavíkur,  í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og önnur héraðsskjalasöfn, stendur fyrir söfnun skjala íþróttafélaga í Reykjavík til varðveislu á safninu. Skjöl íþróttafélaga eru sögulegar minjar sem mikilvægt er að glatist ekki , heldur séu varðveitt á tryggilegan hátt á skjalasafni, þar sem áhugamenn um íþróttasögu Reykjavíkur hafa aðgang að henni.

Borgarskjalasafn varðveitir yfir 25 skjalasöfn íþróttafélaga í Reykjavík. Því miður eru mörg félög sem engar heimildir finnast um. Við höfum talað við íþróttafélög, þar sem forsvarsmenn félaganna hafa verið allir af vilja gerðir af afhenda okkur skjöl, en þau hafa einfaldlega ekki fundist og ekki verið vitað um örlög þeirra. Í sumum tilfellum er hægt að kenna um bágri aðstöðu félaganna á árum áður. Oft þurftu stjórnarmenn að varðveita fundargerðarbækur og önnur skjöl heima hjá þér.

Við leitum því eftir liðsinni þínu við að hafa upp á skjölum íþróttafélaga sem hafa dagað uppi í heimahúsum eða annars staðar og skjölum íþróttafélaga í Reykjavík, sem ekki starfa lengur.

Hér á eftir fer listi yfir íþróttafélög sem eru hætt starfsemi. Ef þú þekkir til hvar skjöl frá þessum íþróttafélögum eru niðurkomin, hvort sem þau hafa lent á öðru skjalasafni, á minjasafni, bókasafni, til annars íþróttafélags eða eru varðveitt hjá fyrrverandi stjórnarmönnum, þá biðjum við þig um að láta okkur vita hvar þau eru að finna og auðvitað vildum við gjarnan fá þau til varðveislu. Ef skjöl eru varðveitt á öðru safni, er líka gott að vita af því, svo hægt sé að benda fyrirspyrjendum á það.

Það sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að fá til varðveislu eru til dæmis fundagerðarbækur félaganna, bréfasöfn, málasöfn, ljósmyndir, fréttabréf, plaköt og annað útgefið efni, ársreikningar, félagaskrár og mótaskrár. Starfsmenn safnsins geta komið og metið skjölin, ef óskað er.

Eftirfarandi íþróttafélög eru ekki lengur starfandi:

  • Glímufélag Reykjavíkur – Stofnað 1873, lagt niður 1880. Endurvakið 1928, nafninu breytt í Glímufélagið Gáinn. Hætt starfsemi. 
  • Sundfélag Reykjavíkur – Stofnað 1884. Var á skrá ÍSÍ 1927 en starfsemi engin. 
  • Reykjavík Gymnastic Club – Stofnað 1895, lagt niður 1897. 
  • Leikfimifélag stúdenta – Stofnað 1899. Nafni félagsins síðar breytt í Íþróttafélagið Kári. Á skrá hjá ÍSÍ 1919, óljóst hvenær félagið hætti. 
  • Ungmennafélag Reykjavíkur – Stofnað 1906, lagt niður 1960. 
  • Skíðafélagið Áfram – Stofnað 1907, starfaði stutt.
  • Ungmennafélagið Farfuglar – Stofnað 1923, starfaði stutt.
  • Körfuknattleiksfélagið Esja – Stofnað 1936, hætti starfsemi en endurvakið 1980.
  • Ungmennafélagið Byrjandi – Stofnað í Laugarnesskóla 1937, starfaði stutt.
  • Íþróttafélag Menntaskólans – Aðilds að ÍBR 1946-1949
  • Skandinavisk Boldklub – Aðili að ÍBR 1944-1984, lagt niður nokkru fyrr.
  • Knattspyrnufélagið 1949 (K49) – Stofnað 1949, lagt niður 1950.
  • Skylmingafélagið Gunnlogi – Stofnað 1950. Aðild að ÍBR 1951-1965, lagt niður.
  • Róðrarfélag Reykjavíkur – Stofnað 1950. Aðild að ÍBR 1952-1955, lagt niður um svipað leyti.
  • Körfuknattleiksfélagið Gosi – Stofnað 1950. Aðild að ÍBR 1952-1955, lagt niður. Varð síðar Körfuknattleiksdeild Vals.
  • Hanseat – Stofnað 1963. Aðild að ÍBR 1964-1968, lagt niður.
  • Kastklúbbur Reykjavíkur – Stofnaður 1967.
  • Knattspyrnufélagið Óðinn – Stofnað 1976. Aðili að ÍBR 1977-1984.
  • Körfuknattleiksfélagið Frímann – Stofnað 1976. Hét upphaflega Körfuknattleiksfélag frjálsíþróttamanna. Aðili að ÍBR 1977-1980.
  • Íþróttafélagið Björk – Stofnað 1978.
  • Íþróttadeild Snarfara – Aðild að ÍBR 1984.
  • Nýja badmintonfélagið – Aðild að ÍBR 1986, lagt niður 1988.
  • Íþróttafélagið Víðförli – Stofnað 1988.
  • Karatefélag Vesturbæjar – Stofnað 1990.
  • Kvondofélagið Einherjar – Stofnað 1991
  • Skautafélagið Þór – Stofnað 1992
  • Körfuknattleiksfélagið Grettir – Stofnað 1991.
  • Sömuleiðis leitar Borgarskjalasafn eftir skjölum:
  • Ungmennafélags Reykjavíkur (stofnað 1906),
  • Ungmennafélagsins Iðunnar
  • (stofnað 1907),
  • Ungmennafélagsins Velvakanda,
  • Ungmennafélagsins Víkverja (stofnað 1964).
  • Við myndum gjarnan vilja fá ábendingar um hvar skjöl félaganna er að finna.

Ef þið hafið upplýsingar um ofangreind skjalasöfn, þá er hægt að koma með skjölin til safnsins á virkum dögum milli kl. 10 og 16 eða hafa samband við safnið í síma 411 6060, netfang: borgarskjalasafn@reykjavik.is

Left