Svört minnisbók- stór og þykk.
„RVK- menningarborg
Evrópu árið 2000
Undirbúningsnefnd
Fyrir R. Sem menningarborg
Árið 2000“.
Í þessari bók eru ritaðir minispunktar frá fundum þessarar undirbúningsnefndar. Fyrsta færslan er frá 15/8 1994 sú siðasta frá 3. september 1996 sem er 17 fundur nefndarinnar. Það er Gunnar Kvaran sem heldur þessa „dagbók“ yfir þessa fundi. Hann hættir að rita í bókina eftir þann 3. September 1996. Þó kemur ekki fram að sá fundur hafi verið síðasti fundur nefndarinnar.
Skýrsla;
„Council of Europe
Strasbourg, 3 August 1993
Culture in towns
Cultural policies of European cities today:
assessment and perspectives
Praque, 7- 9 October 1993
European conference
organised by the Council for Cultural Co- operation
in conjunction with
the Standing Conference of Local and Regional Authorities of Europe
and the City of Praque“
13 síður.
*
Bæklingur:
„Háskólabókasafn
Ársskýrsla
1993“
*
Yfirlit yfir útlán Landsbókasafns Íslands árið 1994.
Ein síða.
*
„Lög
Um Landsbóksafns Íslands – Háskólabókasafn“.
*
„Gögn um Landsbókasafn Íslands- Háskólabókasafn“. Þetta er listi yfir gögn sem taka á saman er varða Háskólabóksafn.
*
Bæklingur:
„Landsbókasafn Íslands- Háskólabókasafn“.
Venjulegur kynningarbæklingur um safnið. Samantekt á ensku fylgir. 7 síður.
*
Skýrsla:
„Landsbókasafn
Greinargerð
Reykjavík
1993“.
44 síður.
2/3 1995
Bréf til Tryggva Þórhallsonar- undirbúningsnefnd- Reykjavík menningarborg evrópu árið 2000- frá Einari Sigurðssyni landsbókaverði. Er að senda Tryggva umbeðnar upplýsingar (* merkt gögn) biðst velvirðingar á því hvað það hafi dregist hjá honum að senda þetta. Fjallar síðan almennt um starfsemi safnsins og hlutverk þess.
1/12 1994 *
Umfjöllun um þjóðarbókhlöðuna úr Morgunblaðinu. – „Þjóðarbókhlaðan
Þjóðargjöfin“. Þetta er daginn sem Þjóðarbókhlaðan var tekin í notkun.
*
Lýsing á starfsemi Þjóðarbókhlöðu þar sem fram kemur hvaða starfsemi fer þar fram, hve mikil útlánin eru og fjöldi sæta fyrir notendur safnsins. 6 síður.
17/5 1995
Bréf til Tryggva Þórhallssonar frá Steen A Gold. Segist hlakka til að koma og kynnast menningarlífinu á Íslandi. Hann er að láta vita hvenær hann kemur til Íslands. Mælir sér mót við Tryggva í Norræna húsinu. Á dönsku.
20/12 1994
Skýrsla:
„Reykjavík-Menningarborg árið 2000
-Staða – Sýn- Áróður-
Verkáætlun
Desember 1994“.
12 síður.
x 2
grein:
„Norræn menningarsjálfsmynd
goðsagnir og raunveruleiki“.
Eftir Stig Strömholm. Þetta hefur verið þýtt á íslensku. 14 síður.
Skýrsla:
„Statistical Commission and
Economic Commission for Europe
Conference of European statisticians
Proposals for a set of cultural indicators
Prepared by Leif Gouiedo, Stockholm, Sweden“.
67síður.
*1
Bæklingur:
„Myndlista og handíðaskóli Íslands
Hagnýtar upplýsingar
Skóalárið 1994- 1995“.
*1
Bæklingur:
„CIRRUS
A Network of eleven Scandinavian art and design Schools“.
Þetta er upplýsingabæklingur um hönnunarnám í boði í Skandinavíu.
6/2 1995*1
Bréf til Tryggva Þórhallssonar frá Valgerði Halldórsdóttur skólastjóra Myndlista og handíðaskóla Íslands. Er að senda Tryggva almennar upplýsingar um fjölda nemenda, starfsmannafjölda, hlutfall útskrifaðra nema sem fara í framhaldssnám., fjölda gestakennara og erlend samskipti skólans. 3 síður.
16/1 1995
Bréf til Gunnsteins Gíslasonar- Myndlistar og handíðaskóla Íslands. Segir að verið sé að safna upplýsingum um menningarlífið í Reykjavík, því skyni að undirbyggja ákvörðun um umsókn til ESB um að Reykjavík verði menningarborg Evrópu árið 2000. Hann er að biðja um upplýsingar er varða Myndlistar og handíðaskólann. Hann hefur fengið svar við þessari beiðni sinni- sjá *1merkt gögn.
*1
Bæklingur:
„Myndlistar og handíðaskóli Íslands
Almennar upplýsingar
-1994-„
3 síður.
7/2 1995
Bréf frá Björgu Ellingsen. Þetta er yfirlit yfir fjölda bókasafna, útlán þeirra og framlög til almenningsbóksafna frá ríki og sveitarfélögum.
Skýrsla:
„Ársskýrsla
Almenningsbókasafna 1992
Menntamálaráðuneytið
Bókafulltrúi ríkisins 1994“
7/2 1995
Bréf til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur- Borgarstjóra í Reykjavík- frá Ólafi Einarssyni og Guðríði Sigurðardóttur- Menntamálaráðuneytinu. Segja vilji borgarráðs varðandi umsókn til ESB um að Reykjavík verði menningarborg Evrópu árið 2000 verði að liggja fyrir áður en umsókn verði send til ESB. Þ.e. að formlega ákvörðun verði að taka í Borgarráði áður en umsókn er send út til Ráðherraráðsins. Þegar þessi ákvörðun í Borgarráði liggi fyrirhafi muni menntamálaráðherra setja málið á dagskrá Ríkisstjórnarinnar og þar verða tekin formleg ákvörðun um umsókn.
15/2 1994
„Kulturby ´96- sekretariatet
Notat efter aftale:
K‘ 96 indtægtsbudget, - med særlig henblik på Københavns Amt“.
2 síður.
4/4 1994
Bréf frá Bo Dybkaer- Kaupmannahöfn. Er að senda upplýsingar um þá viðburði sem eru á döfinni í Kaupmannahöfn þegar borgin verður menningarborg Evrópu árið 1996.
28/9 1994
Fréttatilkynning í tengslum við að Kaupmannahöfn var menningarborg Evrópu 1996.
„Press release
Copenhagen, September 28, 1994
Europe rediscovered“.
Það er verið að fjalla um myndlistarsýninguna „Project for Europe“ sem haldin var í Kronborg í Kaupmannahöfn. Það er fjallað um hugsunina að baki sýningunni og hvaða listamenn taki þátt. 3 síður.
13/9 1994
„Pressemeddelelse
Kulturby 96 gør foreløbig status over programmet“
2 síður.
„Status over aktivt involverede danske kunst- og kulturinstitutioner, -foreninger, - organisationer m. fl.
13. september 1994 Kulturby 96“.
Þetta er listi yfir þessar stofnanir og samtök.
Skýrsla:
„Námsstefna í kostun:
„Profits in the 90‘s
Maximizing Your Earning Power“
Haldin á vegum
Evrópudeildar Alþjóðasamtaka Listahátíða
eða
International Festivals Association Europe
19. – 22 janúar 1995 á London Regents Park Hilton“.
Þetta er skýrsla unnin af Signýju Pálsdóttur fyrir Menntamálaráðuneytið. 9 síður.
x 2
19/8 1994
„Minnisblað vegna umsóknar um „Menningarborg“ Evrópu.“.
Þarna kemur fram að Borgarráð er búið að taka ákvörðun og vill sækja um að vera menningarborg Evrópu og að stofnuð verði nefnd til að vinna að umsókninni. Einnig er rætt um hve mikið verkefnið hafi kostað hjá þeim borgum sem þegar hafa verið menningarborgir.
20/2 1995
Bréf til Ólafs G. Einarssonar- Menntamálaráðherra frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Er að ræða að það hafi verið samþykkt í borgarrráði að sækja um að Reykjavík verði menningarborg Evrópu árið 2000. Er að ræða fjármögnum þessa verkefnis og hugsanlega aðkomu ráðuneytins.
„Helsinki for European
A Lining Work of Art
Cultural capital 2000“.
Fjallar um hvernig aðilar í Finnlandi fóru að því að fá Helsinki útnefnda sem menningarborg.
„Helsinki for European
A Lining Work of Art
Cultural capital 2000“.
Þetta er lofgjörð um Helsinki og samtímis umfjöllun um það af hverju Helsinki ætti að vera valin sem menningarborg Evrópu. 14 síður.
18/2 1998
Umslag með myndum- af ráðstefnu/málþingi – I musei D‘Arte Contemporanea alle soglie del 2000- í Bologna á Ítalíu. Þetta eru myndir af fundi Eiríks Þorlákssonar með aðilum frá öðrum söfnum sýnist mér. Þessum myndum fylgir einnig bréf frá Luciano Chicchi– hann er að þakka fyrir góða ráðstefnu og kynni.
Samantekt á helstu verkefnum Listasafns Reykjavíkur fyrir árið 2000. Þarna kemur fram staða verkefna og listi yfir ný verkefni. Einnig er samantekt á verkefnunum/sýningunum „Garðhúsabærinn“, “Ísland öðrum augum litið“ og „Listamaðurinn í þér“.
Litútprentun á fjölda listrænna ljósmynda. Engar upplýsingar um þær fylgja. (þær eru líklega eftir Rax Rinnekangas sem nefndur er hér að neðan.
21/12 1998
Bréf til Eiríks Þorlákssonar. Frá Heiðrúnu Harðardóttur. Er að staðfesta fundarboð- fundar sem haldinn var 14/1 1999.
12/10 1998
Samantekt:
Samráð- Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. Fundarsamantekt- Fundarstjóri- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þetta er fundargerð yfir þennan samráðsfund.
31/8 1998
Bréf til Þórunnar Sigurðardóttur framkvæmdastjórnar Reykjavíkur- menningarborgar Evrópu árið 2000. Frá Eiríkur Þorlákssonar. Er að biðja um lista yfir stórafmæli og merkisatburði.
2/9 1998
Bréf frá Þórunni Sigurðardóttur – svar við ofannefndu bréfi Eiríks. Segir að enginn slíkur listi hafi verið gerður en hún hafði samantekið upplýsingar um ýmsa viðburði og dagsetningar sem þó séu óstaðfestar. Biður Eirík um að senda „óska“ dagsetningar. Hún muni láta hann vita hvort þær eru lausar.
2/5 1997
Bréf gunnars Kvaran til stjórnar “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“- Gunnar er að tilkynna um að Eiríkur Þorláksson muni verða fulltrúi Listasafns Reykjavíkur í samstarfshópi vegna þessa verkefnis.
13/5 1997
Bréf til Eiríks Þorlákssonar frá Þorgeiri Ólafssyni framkvæmdastjóra- “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“. Varðar það að Eiríkur hafi verið skipaður í samráðshóp og fundur verði 20/5 1997 í Höfða.
20/5 2000
Fundardagskrá og samantekt vegna 1. Fundar samráðshóps vegna “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“.
2/6 1998
Bréf/fax til Þorvalds S. Þorvaldssonar hjá Borgarskipulagi. Fá Maríu E. Ingvadóttur- fjármálastjóra - “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“. María er að skipuleggja fund með Þorvaldi o.fl. Þessu bréfi fylgir einnig annað bréf til Þórunnar Sigurðardóttur frá Parju Tyrvainen- í Helsinki- og samantekt yfir KIDO-verkefnið. Bréfið varðar hvar muni henta að setja KIDO verkefnið upp. KIDO var einhverskonar interaktívt nútímalistaverk með tengingu snertingar og hljóðs.
13/3 1998
Fundargerð vegna fundar samráðshóps vegna- “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“.
13/3 1998
Dagskrá fundarins 13/3 1998.
4/3 1998
Fax- Fundarboð til fundar í samráðshópi sem halda á 6/3 1998. Dagskrá fylgir.
4/3 1998
Fax frá Þórunni Sigurðardóttur. Varðar tillögu að tímabili fyrir sýningu- gat ekki lesið hvaða sýning þetta var.
19/2 1998
Fundarboð til fundar samráðshópi vegna- “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“. Fundinn á að halda 6/3 1998.
10/2 1998
Bréf frá Eiríki Þorlákssyni til Þórunnar Sigurðardóttur vegna málþings sem Eiríkur sótti með öðrum safnstjórum í Evrópu og hvernig ýmislegt frá þessu málþingi muni nýtast vegna verkefnisins “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“.
24/2 1998
Bréf frá Eiríki Þorlákssyni til Jóns Björnssonar ráðhúsi Reykjavíkur. Eiríkur er að biðja um leyfi til að sækja samráðsfund í Bergen með öðrum safnstjórum í þeim níu löndum sem verða menningarborgir Evrópu árið 2000.
18/ 2 1998
Bréf til Eiríks Þorlákssonar frá Þórunni Sigurðardóttur. Staðfesting á að Eiríkur hafi fengið styrk til að fara á samráðsfund í Bergen, þ.e. fundinn sem getið er um að ofan.
18/2 1998
Bréf Eiríks til Þórunnar Sigurðardóttur- hann er að sækja um styrk til að fara á samráðsfundinn í Bergen sem getið er um að ofan.
27//5 1999
Bréf til Margrétar Hallgrímsdóttur borgarminjavarðar, Ábæjarsafni. Frá Eiríki Þorlákssyni. Varðar sýninguna „Lífið við sjóinn“ um að hluti hennar verði settur upp í Hafnarhúsinu. Hann segist þó ekki geta orðið við óskum um stærra sýningarrými en þegar hafi verið talað um.
10/5 1999
Bréf frá Margréti Hallgímsdóttur. Borgarminjaverði. Til Eiríks Þorlákssonar. Varðar sýninguna „Lífið við sjóinn“ sem er hluti af “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“. Varðar það að sýningin muni fara til Bergen og síðan til Santiago de Compostela og Tatihou (Normandí- Frakklandi). Sýningin fjallar um fiskveiðar á 20. Öld í þessum fjórum borgum. Bréfið fjallar einnig um kostnað og fjármögnun við sýninguna.
Sýningarskrá fyrir sýninguna „Lífið við sjóinn“
21/10 1998
Bréf frá Margréti Hallgrímsdóttur. Borgarminjaverði. Til Eiríks Þorlákssonar. Varðar sýninguna „Lífið við sjóinn“. Margrét er að biðja Listasafn Íslands um að gerast aðili að sýningunni.
18/10 1998
Bréf til Þórunnar Sigurðardóttur stjórnanda- “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“- frá Margréti Hallgrímsdóttur- borgarminjaverði. Þetta er fundargerð vegna samráðs fundar í Bergen 8-9 október 1998 varðandi sýninguna „Lífið við sjóinn“. Með þessu fylgja ýmis vinnuplögg varðandi sýninguna.
11/12 1998
Handskrifað minnisblað líklega frá Eiríki Þorlákssyni. Þetta eru punktar vegna fundar i samráðshópi vegna - “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“.
17/12 1998
Bréf til Þórunnar Sigurðardóttur stjórnanda “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“. Varðar þátt Listasafns Reykjavíkur í þessu verkefni.
11/12 1998
Bréf frá Þórunni Sigurðardóttur stjórnanda “Reykjavík– menningarborg Evrópu árið 2000“. Til Eiríks Þorlákssonar. Segir dagsskrárgerðina vegna verkefninsins “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“ langt komna.
1/10 1998
Bréf frá Þórunni Sigurðardóttur stjórnanda “Reykjavík– menningarborg Evrópu árið 2000“. Til Eiríks Þorlákssonar. Varðar það hvað verði á dagskrá menningarborgarinnar árið 2000, þ.e. þau verkefni ákveðin hafa verið.
4/8 1998
Bréf frá Þórunni Sigurðardóttur stjórnanda- “Reykjavík– menningarborg Evrópu árið 2000“. Varðar hugmynd sem listasafnið sendi inn að dagskrárlið fyrir menningarborgina 2000.
30/6 1998
Bréf til Þórunnar Sigurðardóttur stjórnanda “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“. Varðar samstarf Listasafns Reykjavíkur og undirbúningsnefndar fyrir “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“. Með fylgir yfirlit yfir verkefni safnsins árið 2000. Verkefnin eru safnanet (ARCEUNet). Stafrænt listasafn, „Garðhúsabærinn“, Byggt til framtíðar í fortíðinni (Annáll íslenskrar bygginggarlistar á 20 öld), „Ísland öðrum augum litið“, listamaðurinn í þér, tíminn, NonEuropean, Himinninn, og Púttismi.
4/12 1998
Bréf frá Heiðrúnu Harðardóttur til Listasafns Íslands. Er að boða fund með Þórunni Sigurðardóttur stjórnanda- “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“, þann 11 desember 1998.
9/12 1998
Bréf Eiríks Þorlákssonar til Þórunnar Sigurðardóttur. Segir að forstöðumenn menningarstofnanna eins og hann þurfi að fá að vita meira um fjárhagslegan stuðning frá stjórn “Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000“ og um það hvort fjáröflun til einstakra verkefna verði alfarið í höndum stofnananna sjálfra sem vilja taka þátt.
9/12 1998
Bréf frá Þórunni Sigurðardóttur til Eiríks Þorlákssonar. Segir að það vanti upplýsingar um fjárhagsáætlanir frá ýmsum menningarstofnunum borgarinnar og að þessar stofnanir séu seinni en aðrir að sækja um styrki til stjórnar “Reykjavík– menningarborg Evrópu árið 2000“, sem Þórunn er í forsvari fyrir- vegna sinna verkefna.
9/12 1998
Bréf Eiríks Þorlákssonar til Þórunnar Sigurðardóttur. Varðar samskipti menningarstofnana og stjórnar “Reykjavík– menningarborg Evrópu árið 2000“, sem Þórunn er í forsvari fyrir og fjárhagsmál er varðar þetta verkefni og styrki sem veittir verði til menningarstofnana. Eiríkur vill fá að vita heildamyndina á því samstarfi sem framundan sé milli stjórnarinnar og menningarstofnana borgarinnar og vill fund um það hvernig því samstarfi verði hagað.
10/12 1998
Bréf frá Þórunni Sigurðardóttur- til Eiríks Þorlákssonar. Segir ákvarðanir um fjárframlög verða tekin þegar framkvæmda og fjárhagsáætlanir hvers verkefnis fyrir sig liggi fyrir.
29/12 1998
Bréf frá Rax Rinnekangas í Finnlandi- til Eiríks Þorlákssonar. Er að senda Eiríki „synopsis“ af opnun sýningar sinnar sem er hluti af “Reykjavík– menningarborg Evrópu árið 2000“ . Þetta er ein af sýningunum sem fer á milli borganna- Helsinki- Reykjavík og Kraká (Póllandi).
Samantekt 2 bls. Um Rax Rinnekangas- ljósmyndara. Þetta er meðal annars feriskrá. Litprentanir af tveimur ljósmyndum eftir Rax.
Handskrifuð síða. Líklega frá Eiríki Þorlákssyni. Þetta eru minnispunktar frá fundi með Rax Rinnekangas, varðandi sýningu á myndum hans
4/11 1998
Bréf frá Rax Rinnekangas til Eiríks Þorlákssonar þar sem kemur fram hvenær hann muni koma til Keflavíkur og að hann verði 5 daga á Íslandi og að hann muni hitta Eirík á fundi.
23/7 1998
Bréf til Ólafs Kvaran frá Rax Rinnekangas. Er að senda „synopsis“ vegna EUROPE 2000 sýningu sinnar. Þessi sýning er hluti af Helsinki 2000 sýningunni og var sýnd í Helsinki City Art Museum en eins sýning var send milli menningarhöfuðborganna 2000.
13/10 1998
Bréf til Rax Rinnekangas frá Eiríki Þorlákssyni. Er að biðja um meiri upplýsingar varðandi fyrirhugaða sýningu Rex á Íslandi árið 2000.
13/10 1998
Bréf frá Rax Rinnekangas til Eiríks Þorlákssonar. Þar sem hann þakkar fyrir áhuga Eiríks á sýningu sinni „The secret of village called Europe“ . Rax muni koma til Íslands í nóvember og hitta Eirík.
26/9 1998
Bréf frá Rax Rinnekangas til Ólafs Kvaran varðandi fyrirhugaða sýningu Rax á Íslandi árið 2000 í tengslum við menningarborgir í Evrópu 2000- sem Reykjavík og Helsinki voru hluti af.
Kassi III