12/2 1993
Tilkynning frá Gunnari Kvaran um það að Reykjavíkurborg hafi tekið í notkun gesta- íbúðir fyrir listamenn þar sem einnig fylgi aðgangur að vinnustofu sem úthluta á skamman tíma í senn. Hann biður viðtaka bréfsins um að koma upplýsingum um þetta til réttra aðila í þeirra landi. Íbúðirnar eru ætlaðar, myndlistarmönnum, tónlistarmönnum og rithöfundum.
12/2 1993
Sama bréf á ensku.
22/5 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Tore G. Bareksten- Osló. Tore er rithöfundur og er að skrifa því hann er að leita að stúdíóíbúð í Reykjavík og vill fá leigða íbúðina sem Kjarvalsstaðir hafa til umráða. Hann vill koma til Íslands til þess að klára skáldsögu sem hann er að skrifa og kynnast íslenskum rithöfundum. Þetta er á norsku en hann sendir bréfið einnig á ensku.
10/8 1993
Bréf til Önnu ? frá Paul Dignan- listamanni- Skotlandi. Segist því miður ekki geta nýtt sér tímabilið sem honum hafið verið úthlutað (Artists Residency) í Reykjavík því honum hafi ekki tekist að afla fjár til fararinnar og dvalarinnar.
10/2 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Hugh Adams- Visual Arts Officer- Southern Arts- Winchester- Englandi. Segist hafa frétt frá „British Council“ af því að það væri möguleiki fyrir listamenn að koma til Reykjavíkur og vera nokkra mánuði í stúdíóíbúð. Biður Gunnar um að senda sér upplýsingar varðandi þetta. Sendir Gunnari upplýsingar um starfsemi „Southern Arts“.
2/3 1993
Bréf frá Sigurði Árna listamanni í París. Er að spyrjast fyrir um möguleikana á að fá lánaða stúdíóíbúð í Reykjavík næsta sumar. Hann er þá að vísa í íbúðina sem sem listasafnið hefur yfir að ráða. Hann er einnig að ræða undirbúning sýningar sem verði í „Palais der Congés“. Hann sendir Gunnari boðskort á opnunina sem verður 15 apríl. Hann segir að næsta sýning verði í „Galeri Aline Vidal“ í París.
15/3 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Chris Bailey- Exhibitions organizer- Scottish Sculpture Workshop- Lumsden- Skotlandi. Segist hafa fengið í hendur bréf þar sem minnst hafi verið á „Scottish- Icelandic Cultural Exchange“. Hann vill fá meiri upplýsingar um þetta verkefni og hvernig listamenn geti sótt um. Hann spyr um möguleikana á að fá leigða íbúð og hvort hægt sé að fá aðgang að stúdíói.
23/3 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Söru Spence- Information Assistant- Visual Arts- British Council- London. Segist hafa fengið upplýsingar frá Gunnari um að tvær stúdíóíbúðir Reykjavík standi erlendum listamönnum til boða og segist hafa komið þessum upplýsingum á framfæri við tvö listatímarit (Arts Review og Artists Newsletter).
26/2, 12/3, 25/3- 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Carol Baxter- Cultural Attache- Sendiráði Írlands í Kaupmannahöfn. Er að senda áfram bréf sem þeim hafi borist. Þessi bréf eru fyrirspurnir varðandi stúdíóíbúðir sem listasafnið hefur til umráða.
20/ 1 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Alexandros Rallis- First Secretary- Embassy of Greece- London. Segist hafa fengið upplýsingar um að erlendir listamenn geti sótt um „Artists Residency“ í Reykjavík og hafa komið þeim upplýsingum áfram til Grikklands til birtingar þar.
3/3 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Niki Ladaki- Philippou- Director of Cultural Services- Ministry of Education and Cultural Services Nicosia- Nicosíu- Kýpur. Segist hafa fengið upplýsingar um að erlendir listamenn geti sótt um „Artists Residency“ í Reykjavík. Vill fá meiri upplýsingar til að geta birt auglýsingu verðandi þetta.
3/2 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Franz Schmid- Ambassador- Sendiráði Austurríkis í Kaupmannahöfn. Segist hafa fengið upplýsingar um að erlendir listamenn geti sótt um „Artists Residency“ í Reykjavík. Segist hafa komið þessum upplýsingum áfram til Austurríkis og samtaka listamanna þar.
8/2 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá P.A. Hansen- Royal Netherlands Embassy- Hyde Park- London. Segist hafa fengið upplýsingar um að erlendir listamenn geti sótt um „Artists Residency“ í Reykjavík. Segist hafa komið þessum áfram til viðeigandi aðila í Hollandi.
22/1 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Hansjakob Kaufmann- Embassy of Switzerland in Norway. Segist hafa fengið upplýsingar um að erlendir listamenn geti sótt um „Artists Residency“ í Reykjavík. Segist hafa komið þessum áfram til viðeigandi aðila í Sviss.
8/3 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Amöndu C,H. Loosemore- Information Services Assistant- Art department- Welsh Arts Council- Cardiff. Segist hafa fengið upplýsingar um að erlendir listamenn geti sótt um „Artists Residency“ í Reykjavík. Biður um meiri upplýsingar þannig að hún geti auglýst þetta.
17/2 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Göte Magnusson- Ambassador- Sænska sendiráðinu í Reykjavík. Segist hafa fengið upplýsingar um að erlendir listamenn geti sótt um „Artists Residency“ í Reykjavík. Segist hafa komið upplýsingum áfram til "The Swedish Ínstitute“ í Stokkhólmi.
18/2 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Rodolfo Molina Duarte- Ambassador- Embajada de Venezuela. Segist hafa fengið upplýsingar um að erlendir listamenn geti sótt um „Artists Residency“ í Reykjavík. Segist hafa komið upplýsingunum áfram til viðeigandi menningarstofnana í Venesúela. Þetta bréf kemur líklegast frá einhverju af sendiráðum Venesúela í Evrópu.
15/2 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Ursulu Cramer- Bundesverband Bildender Künstler- Bundesvorstand- Berlín. Segist hafa fengið upplýsingar um að erlendir listamenn geti sótt um „Artists Residency“ í Reykjavík. Biður um meiri upplýsingar.
24/3 1993
Bréf frá Violeta Caprovska- Melbourne- Ástralíu. Er að spyrjast fyrir um „Graphica Atlantica“ og vill fá meiri upplýsingar um þessa sýningu og að send verði umsókn.
Bréf til Gunnars Kvaran frá L. Bright- Photo- Archive– London. Er að leita eftir samstarfi við Listasafn Reykjavíkur varðandi hljóð/mynd- innsetningu sem listamaðurinn Barry Bermange myndi gera á Íslandi.
31/3 1993
Bréf til Gunnars Kvaran frá Lornu Green- Skúlptúrlistamanni- Melbourne- Ástralíu. Er að sækja um að fá að koma í „Artists Residency“ til Reykjavíkur. Sendir póstkort með myndum af verkum sínum og ferilskrá með.
1993
Póstkort og miðar sem sendir hafa verið til Gunnars frá listamönnum víða að. Hann hefur sett auglýsingu í listatímarit (London‘s Artists Newsletter) og auglýst stúdíóíbúð /stúdío til leigu og nefnt eitthvað um styrki. Öll þessi kort/miðar eru svör frá listamönnum víða að sem vilja fá að koma til Íslands í það sem þeir kalla „Artists Residency“. Sumir eru einnig að spyrjast fyrir um hvaða styrkir eru í boði. Listamennirnir vilja fá meiri upplýsingar varðandi þetta „Residency“ sem á að vara í a.m.k. tvo mánuði. Þeir spyrja einnig hvernig þeir eigi að snúa sér í því að sækja um.
1993
Bréf frá ýmsum listamönnum þar sem þeir eru að svara auglýsingunni sem minnst er á hér að ofan. Auglýsingin virðist einnig hafa birst í „South East Art Newsletter“ því einn listamaðurinn vísar til þessarar auglýsingar. Listamennirnir sem eru að sækja um eru flestir frá Bretlandi, þ.e. frá Englandi, Wales eða Skotlandi. Þarna eru þó líka nokkrar umsóknir frá ‚Írlandi, Hollandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Póllandi, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, ein frá Túnis og ein frá Melbourne í Ástralíu.
Þetta eru c.a. 277 bréf.
Sýningarskrá:
„Salome - Rachid Koraichi
Centre Georges Pompidou
La Revue Parlée
Institut du Monde Arab“.
Þetta er sýningarskrá um sýningu þessa listamanns í Pompidou safninu í París. Sýningin ber heitið Salome sem er vísun í goðsögu (úr biblíunni held ég) og ljóð eftir Michel Butor. Listamaðurinn er að heiðra goðsöguna og sérstaklega ljóðskáldið með þessari sýningu sinni. Blaise Gautier skrifar inngang af hálfu Pompidou safnsins. Sýningin er samvinnuverkefni „Institut du Monde Arab“ og Pompidou safnsins. Þessi sýningarskrá er á frönsku.
|
Stofnun: |
Geymsla: |
||||
|
Listasafn Reykjavíkur |
1997 |
||||
|
Skjalaflokkur: |
|||||
|
Sýningardeild – Bréfaskipti Eiríks Þorlákssonar -1997. Þess bréf eru flest til Eiríks Þorlákssonar sem safnstjóra en þó er nokkur fjölda bréfa sem stíluð eru á Gunnar Kvaran. Bréfunum er raðað í stafrófsröð að mestu leyti (þó ekki alveg). Þetta eru yfirleitt bréf er varða praktísk og persónuleg samskipti. Aðeins örfá varða skipulag sýninga eða sýningahald og þetta er skráð sérstaklega. |
|||||
|
Kassanúmer |
Örk |
Tímabil |
Efni/Sendandi |
||
|
| |||||
Listasafn Reykjavíkur - Askja B-14 - Örk
Tímabil
Efni/Sendandi