Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Bréfa- og málasafn, prentað mál og ljósmyndir o.fl.,

Sendibréf:

Til Auðar Bjargar Ingvarsdóttur (Buggu) frá foreldrum hennar, Ingvari Kristjánssyni og

Margréti Gunnlaugsdóttur, ódagsett.

Til Margrétar Gunnlaugsdóttur (Möggu) frá Siggu, ódagsett.

Til Auðar Bjargar Ingvarsdóttur frá ?, dagsett 26. júní 1941.

Til Gunnlaugs frá Gunnlaugi Gunnlaugssyni, dagsett 31. október 1984.

Til Auðar Bjargar Ingvarsdóttur (Buggu) frá föður hennar Ingvari Kristjánssyni, dagsett 14.

október 1959.

Til bróður frá B. Gunnlaugssyni, dagsett 26. september 1906.

Til Auðar Bjargar Ingvarsdóttur frá föður hennar Ingvari Kristjánssyni, dagsett 12. júlí 1986.

Til Auðar Bjargar Ingvarsdóttur (Buggu) frá föður hennar Ingvari Kristjánssyni, dagsett

14. október, án árs.

Til Auðar Bjargar Ingvarsdóttur, líklega föður hennar Ingvari Kristjánssyni, dagsett

18. október 1960.

Til Auðar Bjargar Ingvarsdóttur frá föður hennar Ingvari Kristjánssyni, dagsett 17. mars,

án árs.

Smáprent:

Leikskrár Þjóðleikhússins 1952-1977, ekki allar leiksýningar.

Sýningardagskrá Íslenska ballettsins í Gautaborg, 1989.

Sýningaskrár málverkasýninga, 1953-1955.

Tónleikaskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar, 1954-1955 og 1958.

Tónleikaskrár Tónlistafélagsins, 1953-1956 og 1958-1959.

Orgelstónleikar Páls Ísólfssonar í Dómkirkjunni, 1953.

Orgelstónleikar E. Power Biggs 10.-16. júní, án árs.

Minningabók Ingibjargar Gunnlaugsdóttur frá 1908-1913, leikskrá frá MR 1950 árituð, vottorð, sendibréf, ýmis skírteini, ljósmyndir, einkunnir o.fl.

Eftirmæli Bjarna Bjarnasonar frá Vigdísarstöðum, dáinn vorið 1922, eftir Ásgeir Magnússon

kennara. Handritað.

Munar-mál. Eptir prestinn Síra Gunnlaug Gunnlaugsson. Kvæði samið af eiginkonu hans

Þórdísi Gísladóttur. Úrklippa úr blaði frá um 1889.

Einkunnir Auðar Bjargar Ingvarsdóttur 1942-1946.

Leikskrá frá Leikkvöldi Menntaskólans 1950. Sjónvitri leirkerasmiðurinn. Gamanleikur í fimm

þáttum. Á leikskránna eru eiginhandaráritanir frá þeim sem tóku þátt í leikritinu en Auður

Björg Ingvarsdóttir var ein af leikendum.

Tryggingarskírteini Ingibjargar Gunnlaugsdóttur frá Samvinnutryggingum, 1958.

Skuldabréf Gunnlaugs Gunnlaugssonar dagsett 16. október 1944.

Stofnendaskírteini Ingibjargar Gunnlaugsdóttur í félaginu, 17. júní, 1949.

Bólusetningarvottorð Auðar Bjargar Ingvarsdóttur, 1942.

Einkunnir Ingibjargar Gunnlaugsdóttur frá Flensborgarskóla, 1910.

Einkunnir Margrétar Gunnlaugsdóttur frá Kvennaskólanum á Blönduósi, 1915.

Ljósmyndir:

Ljósmynd af dreng, ómerkt. Ljósmyndari Sigríður Zoëga.

Gunnar Böðvarsson. Ljósmyndari Sigríður Zoëga.

Ljósmynd af karlmanni á hestbaki merkt J. Guðmundsson, Ljárskógar, án árs.

Portrettmynd af karlmanni, án árs.

Ljósmynd af karli og konu merkt Halldór og Margrét, Bergþórugötu 53. (Í Manntali 1941 eru skráð á Bergþórugötu 53 Halldór Oddur Sigurðsson verkstjóri, fæddur 8. september 1872

látinn 30. júlí 1950 og kona hans Margrét Jónsdóttir, fædd 27. ágúst 1872 látin 25. febrúar 1854. Á þessum árum bjó Auður Björg Ingvarsdóttir einnig á Bergþórugötu 53 ásamt foreldrum og bróður).

Lítil ljósmynd og stærra útprent úr tölvu af sömu mynd af konu í sjúkrarúmi og nunnu,

líklega tekin á Landakotsspítala. Myndin er merkt Rannveig Kolbeinsdóttir, án árs.

Ljósmynd úr Aðalbyggingu Háskóla Íslands, líklega tekin um 1954-1955. Á myndinni

eru taldir að neðan: Egill Halldórsson, Páll Ásgeirsson, Þór Halldórsson, Guðjón

Sigurkarlsson, Halla Þorbjörnsdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Jóhann Guðmundsson,

óþekktur, Örn Arnar, Jón Jóhannesson, Haukur Árnason, Þorgeir Þorgeirsson, Einar Baldvinsson, Jón Níelsson.

Skráð Sigríður H. Jörundsdóttir

og Njörður Sigurðsson

Viðbót við skjalasafn Bjargar afhent 15. júní 2009 og 30. maí 2016.

Skjölin eru frá árunum 1903-2012.