Málasafn 1952, umræður í borgarstjórn janúar til júní.
Umræða 17. janúar.
Um atvinnuleysi og úrræði við því, skýrsla atvinnumálanefndar, tillögur o.fl.
Umræða 29 janúar.
Minnisblað.
Umræða 7. febrúar.
Um slysahættu á gatnamótum, skipulag miðbæjarins, lækkun útsvars o.fl.
Umræða 26. febrúar.
Þ. B. o.fl. krafa um að fela útgerðarráði tafarlausa lausn deilu við útgerðamenn.
Umræða 29. febrúar.
Um brot á heilbrigðissamþykkt Reykjavíkur. Um dreifingu og sölu fisks í Reykjavík.
Rafmagnsveita Reykjavíkur, innheimta og fækkun starfsmanna, rafmagnshækkanir,
skrifstofukostnaður.
Borgarlæknir, eftirlitsmenn, bifreiðastyrkur. Samvinnunefnd um launamál.
Umræða 6. mars.
Sparnaðartillögur sendar fræðsluráði, sparnaðarnefnd, fækkun starfsmanna.
Umræða 3. apríl.
Heimilishjálp í viðlögum, Reykjavík þanin út um holt og hæðir skipulagslaust og samgöngur því erfiðar. S.V.R. í mesta ólagi árum saman, leigubílar því nauðsynlegri en ella.
Samvinnufélagið Hreyfill. Rætt um staðsetningu þeirra og uppsögn á svæði því sem
Hreyfill hefur haft við Kalkofnsveg. Bréf frá bifreiðastjórum Hreyfils, dags. 31. mars 1952.
Umræða 17. apríl.
Um gjaldahækkanir. Sand- og grjótnám. Vélaleiga, Áhaldahús. Samþykkt um stjórn
bæjarmálefna o.fl.
Umræða 15. maí.
Vélaleiga Áhaldahúss og taxti, verklegar framkvæmdir bæjarins, SÍS og 50 ára hátíðarhöld.
Umræða 19. júní.
Um gangstétta- og holræsagjöld, vátrygging strætisvagna. Endurskoðunardeild bæjarins falið að gera rökstuddar tillögur til bæjarstjórnar um hvernig bifreiðatryggingar verði sem hagkvæmastar.