Málasafn 1952, umræður í bæjarstjórn ágúst til desember.
Umræða 21. ágúst.
Óinnheimt útsvör, ýmis fyrirtæki Reykjavíkurbæjar, rekstrarútgjöld, ýmis fjármál.
Umræða 18. september.
Kaupin á Esjubergi (Þingholtsstræti), Vesturgötu 9, lög um brunamál í Reykjavík o.fl.
Umræða 2. október.
Áætlun um framkvæmdir bæjarins, aukin álagning verslunar og verðgæslustjóri.
Heimilishjálp í viðlögum. Lög um heimilishjálp í viðlögum, um hjálp til sængurkvenna.
Umræða 11. október.
Um bann við sauðfjárrækt, um landbúnað í Reykjavík og nágrenni,
um að bændur sæti refsingu ef sauðfé þeirra gerir usla í skrautgörðum, nýting afrétta Reykjavíkur.
Umræða 16. október.
Bifreiðastyrkir, heimilishjálp í viðlögum, strætisvagnaskýli við Laugarnes, um
Bústaðavegshúsin, lögð verði áhersla á að bæjarbúum verði séð fyrir nægu drykkjarvatni, Gvendarbrunnar, vatnsskortur í Smálandahverfi, aðgerðir í málefnum Vatnsveitu Reykjavíkur.
Umræða 6. nóvember.
Um hækkun gjaldskrár hitaveituvatns, hitaveituvatn átti að vera ódýrara en kol.
Fyrirspurnir Þ. B. um Faxaverksmiðjuna. Um dvöl varnarliðsmanna utan samningssvæðisins.
Gjaldskrá fyrir afnot af sorpílátum, um heilbrigðissamþykkt fyrir Reykjavík o.fl.
Umræða 20. nóvember.
Ályktun um að fela umferðarnefnd að athuga hvaða girðingar og skúrar valdi mestri
hættu og umferðarslysum. Um þau íbúðahverfi þar sem vatnsveitu eða götuholræsi vantar.
Ráðstafanir vegna ófriðarhættu og kostnaður við framkvæmdastjórn loftvarna.
Heimilishjálp í viðlögum, um hollustuhætti, um hafnsögugjöld o.fl.
Umræða 5. desember.
Um loftvarnarnefnd, fjárhagsáætlun, um að endastöð strætisvagna verði flutt af
Lækjartorgi og ný ferðatilhögun vagnanna tekin upp.
Um að sprengiefnageymslur Reykjavíkurbæjar uppfylli ekki kröfur um geymslur.
Grjótnám og sprengiefnageymslur í Laugarási við Elliðaár o.fl. stöðum í bænum.
Tillögur sparnaðarnefndar um störf lóðarskrárritara, um breytingar á gjaldskrá fyrir
mælingu lóða og merkingu húsgrunna, um útsvarshækkanir, tekjur, fasteignagjöld,
leyfisgjöld fyrir kvikmyndasýningar, fjölgun starfsfólks, tala starfsmanna á ýmsum
stofnunum, aukavinna, löggæslan, meðlög o.fl.
Umræður 30. desember.
Um tillögu Þ. B., ýmsar tillögur, gjalddagi fasteignaskatts o.fl.