Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Málasafn 1954, umræður í bæjarstjórn janúar til mars.

Umræða 7. janúar.

Síldarbræðsluskipið Hæringur, að það verði flutt úr Reykjavíkurhöfn.

Tillögur Þ. B., um húsnæðismál og hitaveitumál.

Gjaldahækkanir, fjármál, fjárhagsráð, ný dráttarbraut í Reykjavík.

Skipanaust, nauðsyn að hafnar verði að nýju framkvæmdir við hina fyrirhuguðu

dráttarbraut hf. Skipanausta við Elliðaárvog, eins og atvinnumálanefnd hefur

rökstutt rækilega í áliti sínu.

Láta Slippfélagið byggja brautina, innan hafnarinnar, en athuga með að taka lægsta

tilboði.

Umræður 21. janúar.

Koma í veg fyrir innflutning á vörum sem hægt er að framleiða hérlendis með

jafngóðum árangri.

Útgjöld, eignir, tap, lýsi, eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum.

Setning heilbrigðissamþykkta og eftirfylgni. Um mjólk og mjólkurvörur.

Umræður 18. febrúar.

Dæmi um fjármálastjórn íhaldsins: aukning skrifstofuhúsnæðis, skuldir tvöfaldast,

vaxtabirgði tífaldast, nýlegir sjóðir bæjarins eyddir, þar á meðal Ráðhússjóður.

Breytingatillögur bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Umræður 25. febrúar.

Tillögur: ýmislegt m.a. tryggingafélög, brunatryggingar, slysatryggingar o.fl.

Umræður 18. mars.

Veruleg útsvarsfríðindi til togarasjómanna og annarra fiskimanna nú þegar þar sem

erfiðlega gengur að fá nægilega marga menn á yfirstandandi vertíð.

Bæjarstjórn lýsir sig andvíga dvöl varnarliðsmanna utan samningssvæða sinna o.fl.

Umræður 31. mars.

Brunatryggingar í Reykjavík, ráðstöfun brunatrygginga og heimild til að ganga til

samninga.