Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Málasafn 1956, umræður í bæjarstjórn Reykjavíkur.

Umræður 5. janúar.

Hækkun fargjalda SVR, bæjarstjórn ályktar um málið, forstjóri skal starfa með

nefndinni o.fl.

Umræður 19. janúar.

Hækkun fargjalda SVR, á að láta notendur SVR bera allan kostnað af auknum rekstrarkostnaði.

Vatnsveita, skortur á vatni og brýnar úrbætur í þeim efnum.

Lausar stöður, bæjarstjórn samþykkir að auglýsa skuli opinberar stöður.

Réttindi og skyldur bæjarstarfsmanna


Umræða 2. febrúar.

Bæjarstjórn felur umferðarnefnd að athuga möguleika á og gera tillögur um

óbyggðar lóðir

og svæði í bænum þar sem börn geta iðkað sleðaferðir ... Þ. B.

Verðgæzlan, birta ekki eingöngu niðurstöður sínar um hæst og lægst vöruverð,

heldur einnig í hvaða verslunum verð þetta er.

Hraðað verði úthlutun og afhendingu lóða fyrir íbúðarhúsabyggingar.

Fyrirspurnir um lóðir og lóðaúthlutanir til borgarstjóra.

Taka upp eftirlit með fjársöfnunum meðal almennings, þeir sem safni geri grein fyrir söfnuninni.

Fela slökkviliðsstjóra að láta ítarlega rannsókn fara fram á brunahættu í timburhúsum

í bænum.

Umræður 15. mars.

Bæjarstjórn beinir því til niðurjöfnunarnefndar að hún leggi útsvar á félagssamtökin

Sameinaða verktaka.

Bæjarstjórn ályktar að fela bæjarráði og borgarstjóra í samráði við hitaveitustjóra,

að hefja undirbúning þess að reyst verði bygging ofan á hitaveitugeymana á Öskjuhlíð til þess að fólk geti notið sem best útsýnis þaðan.

Sérstaklega skal athugað hvort tiltækilegt

sé að hafa veitingastað í byggingu þessari.

Umræða 5. apríl.

Lagfæring Lækjargötu og brottflutningi spennistöðvar.

Fela bæjarverkfræðingi að láta lagfæra bakka Tjarnarinnar.

Umræða 17. maí.

Bæjarstjórn samþykki að veita húseigendum í Blesugróf og Breiðholtshverfi lóðaréttindi.

Fullgera Mýrargötu.

Svar niðurjöfnunarnefndar vegna tillögu Þ. B. um að Sameinaðir verktakar borgi útsvar, skýrsla

og málshöfðun fjármálaráðherra gegn Sameinuðum verktökum.

Blaðaúrklippur varðandi Sameinaða verktaka, útsvör o.fl.