Málasafn 1956, umræður í bæjarstjórn júlí til nóvember.
Umræður 5. júlí.
Sandnám bæjarins. o.fl.
Umræður 19 júlí.
Endurgreiðslur, fasteignakaup bæjarins, Sundhöll, Farsóttarhús, Hvítabandið, SVR
Hækkun á rekstargjöldum bæjarins. Útsvar o.fl.
Fjallað um ýmsa þætti í bæjarmálum, Milliliðirnir græða á bænum, leyndardómar
framkvæmdasjóðs, brunatryggingasvikin, Hitaveitubankinn, auður bæjarins.
Morgunblaðið. Rekstursútgjöld stóðust vel áætlun. Ræða Gunnars Thoroddsen, borgarstjóra.
Umræður 20. september.
Láta rífa eða fjarlægja í samráði við Vatns- og hitaveitustjóra, braggaskrifli þau, sem eru norðan Öskjuhlíðar.
Fela hafnarstjóra að sjá um að hreinsun hafnarbakkanna sé aukin, og vörudrasl sem hefur verið mánuðum saman í fullkomnu reiðileysi á bökkunum og nálægum götum til mikilla óþæginda fyrir umferð og uppskipun verði fjarlægt.
Munir og vörur sem láta á í skip mega ekki liggja á bryggju eða hafnarbakka og eigi
annarsstaðar en á þeim stöðum sem ætlaðir eru til geymslu, nema með sérstöku leyfi hafnarstjóra.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að húsið Ísbjörninn við Tjörnina sé rifið eða fjarlægt.
Bæta úr þeim rafmagnsskorti sem nú er í Laugarnesi, leggja áherslu á að byggð sé
spennistöð í hverfinu.
Bæjarstjórn fái hæfa menn til að framkvæma athugun á öllum þeim lagafyrirmælum og reglugerðum, sem mæla fyrir um stjórn Reykjavíkur, ásamtúrklippu úr Morgunblaðinu 21. september 1956.
Umræður 20. september til 7. nóvember 1957.
Að mælt verði fyrir um stjórn Reykjavíkurbæjar og gera tillögur um breytingar. Endurskoðun á fundarsköpum bæjarstjórnar og stjórnskipun Reykjavíkurbæjar og verkefni hans. Núgildandi reglur um yfirstjórn bæjarins séu orðnar mjög úreltar.
Umræður 4. október.
Bæjarstjórn samþykkir að láta malbika Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar á næsta ári.
Um byggingu náðhúss í Hljómskálagarðinum og fleiri stöðum í bænum m.a. við Hlemmtorg.
Umræður 18. október.
Stöðumælar, Stöðumælasjóður, ferming og afferming ökutækja, líklegar lagabreytingar.
Tíð umferðarslys, lýsing gatna í samráði við umferðarnefnd.
Flugvöllur, hagur Reykjavíkur mikill að hafa flugvöll í bæjarlandinu, tekjur bæjarins og bæjarbúa.
Lýsing Njarðargötu, hvað um afstöðu til flugsins.
Lánsfé, leigjendur í Hafnarhúsinu. Athugun á því hvort ekki væri hagkvæmara fyrir
bæjarfélagið að einhverjar af skrifstofum bæjarins og bæjarstofnana flyttu í
Hafnarhúsið í stað núverandi húsnæðis.
Umræður 1. nóvember.
Skipun fræðslufulltrúa til að hafa umsjón með störfum sem honum er falið, viðbótarstarfsfólk.
Flutningur skrifstofu úr Hótel Heklu í Vonarstræti 8.
Lögfræðingur fræðslufulltrúa ráðinn.
Hvað gerir hann? og greiði ríkið hluta kostnaðar við embættið?
Húsaleigusamningar, mánaðarleiga o.fl.