Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Málasafn 1957, umræður í bæjarstjórn nóvember til desember.

Umræður 7. nóvember.

Heildaráætlun um verklegar framkvæmdir bæjarins og stofnana hans næstu fjögur ár, og sérstaklega um framkvæmdir í sérhverju úthverfa hans.

Bæjarstjórn ályktar að fela hinum nýskipaða hagsýslustjóra bæjarins, í samvinnu við sparnaðarnefnd eftirfarandi: ath. 8 liðir.

Tillögur um sparnað og hagsýni. Ráðdeildarstjóri, ýmsar tillögur.

Safna saman öllum gildandi lögum, reglugerðum og samþykktum um bæjarmálefni Reykjavíkur.

Umræður 21. nóvember.

Endastöðvar SVR, við Lækjargötu, tímajöfnun utan Lækjatorgs og að vagnar verði ekki geymdir þar.

Gangstéttarmál.

Skúlatún 2, heildarkostnaður, hvenær húsið verði tekið í notkun og leiguskilmálar.

Hitaveitunefnd, heildaráætlun varðandi fjarhitun, einangrun hitaveitugeyma, minnka

heitavatnsnotkun og auka nýtingu þess, heildarnýting frárennslisvatns o.fl.

Hvað líður skriflegri greinargerð frá gatnanefnd og holræsa og hvað líður framkvæmdum á samþykktum bæjarstjórnar um malbikun, gangstéttir, gangbrautir, rannsókn á malbiki, holræsagerð, o.fl.

Umræða 5. desember.

Bæjarráð vísar til bæjarstjórnar tillögu Þ. B. að láta bjóða út opinberlega þau verk, sem bæjarsjóður og bæjarstofnanir láta vinna hverju sinni.