Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Málasafn 1960, umræður í bæjarstjórn janúar til júní.

Umræður 7. janúar.

Reykjavíkurflugvöllur með og á móti. Skipulag bæjarins. Hlutverk Reykjavíkur.

Umræður 18. febrúar.

Tillögur Sjálfstæðisflokksins um skipulagsmál.

Þ. B. Ekkert skipulag til af Reykjavík, jafnvel ekki af miðbænum. Aðeins ófullkomnir og óstaðfestir tillöguuppdrættir af nokkrum bæjarhlutum og götum, skipulagið ákveðið

frá degi til dags.

Staðsetning nýrra húsa veldur sleitulausum áróðri og reipdrætti.

Tilviljun og handahóf ræður niðurstöðum.

Valdaaðstaða áhrifamanna. Unnt er að hagræða skipulaginu eftir vilja og hagsmunum þeirra.

Byggja eins og þeir vilja, selja bænum hús sín og lóðir.

Það er löngu orðið brýnt hagsmunamál Reykjavíkur, að heildarskipulag bæjarins verði ákveðið og endurskipulagning gamla bæjarins verði hraðað.

Loforð bláu bókarinnar um skipulagsmál, ýmis mál talin upp.

Mistökin í skipulagsmálum. Allmargir þættir tilteknir t.d. Morgunblaðshúsið, nýjar götur of þröngar, íbúðarhús í lægð, en iðnaðarhús á hæðum. Skólavörðuhæð eyðilögð, verksmiðjuhús í íbúðarhverfum o.fl.

Tillögur Þ. B. um skipulagsmál í 10 liðum m.a. efna til samkeppni um skipulagsmál,

hraða skipulagi, fjarlægja hús við Lækjartorg og stækkun torgsins,

bæta samgönguleiðir við höfnina og í úthverfum o.fl.

Umræður 17. mars.

Hvaða áhrif ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum muni hafa á áætlaðar tekjur og gjöld bæjarins.

Umræður 5. maí.

Útdráttur samninga milli Reykjavíkurbæjar og Almennra trygginga út af Pósthússtr. 9.

Ýmsar áætlanir, hitaveitugjöld, hækkanir SVR o.fl.

Hin nýsamþykktu lög um efnahagsmál skapa bæjarsjóði og fyrirtækjum hans stóraukin útgjöld, breytt fjárhagsáætlun, hækkanir á gjöldum.

Umræður 2. júní.

Greinargerð eða ræða um fjárhagsáætlun og um samstarfið í bæjarstjórn.

Lög um niðurfærslu verðlags og launa.

Kaupgjaldsvísitala, ýmsir útreikningar, framkvæmdir o.fl.