Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Póstkort systranna Guðrúnar og Þorgerðar, frá ca 1925-1956.

·Mynd af ungri stúlku, sporöskjulagað. Aftan á því stendur m.a.: Elsku systur. Mig lángar til að gefa ikkur eitthvað en jeg hef ekkert nema þessa líti fjörlegu stulku jeg vona að þið geti hengt hana ifir rumið ikkar.

·Jólakort 1931. Aftan á því er þessi vísa: Sæt er heit og saklaus ást / sárt er hana að dylja / eins og það er sælt að sjást / sárt er líka að skilja.

·Jólakort og nýárskort, af þeim eru nokkur glanskort, sum íslensk, önnur erlend, sum árituð, önnur ekki.

·Tækifæriskort. Aftan á einu þeirra er þessi vísa: Stír minni tungu að tala gott. / Og tignar þinnar minnas. / Lát aldrei bagtal agg nje spott í orðum mín finnas.

·Nokkur kortanna eru leikaramyndir, kort eftir frægum málverkum, kort af landslagi í útlöndum, fegurðardísaramyndir, s.n. kelerískort, ljósmyndir, þ.e. landslagskort og sveitabæir í lit; eitt þeirra er ljósmynd af saumaðri mynd á teppi sem sýnir sveitabæ og fólk við vinnu sína á kvöldvöku, teppi þetta er eftir Þórdísi Egilsdóttur og var á sýningu í Reykjavík árið 1930 og prýddi síðar forsetabústaðinn[1], annað kort er af víkingaskipi á Reykjavíkurtjörn, danskt kort af En Bondegaard paa Island, Hvanneyri 1912, Hús Sigv. Thorsteinssonars, Akureyri, skip á rúmsjó, Gullfoss, Ísafjörður, Útsjón yfir höfnina í Stykkisholmi, Solarlag á Breidafjörd, kort af styttu eftir Ásmund Sveinsson áritað af listamanninum með eigin hendi, Þingvellir, Vestmannaeyjar, Heklugosið 1947, kort með ljósmyndum af Reykjavík.

·Kort gefið út af Kjartani Guðmundssyni af kirkjuturni, framan á það er skrifað: Hrafnshreiður á óvenjul.stað. (Gaulverjabæ).

·Kort með upphleyptri mynd af engli í gylltum ramma, frá París, 1922.

·Blómakort úr silki, opnast í miðju og birtast þá upphleyptar myndir af handarbandi karls og konu og blóm á milli.

·Sumarkort, eitt þeirra upphleypt með blúnduverki.

·Minningarkort, 1920.

·Sálmabók með gotnesku letri, gömul og slitin, án kápu.

·HeimilisTíminn 1 1978; 7. árg. 2. nóv., 23. nóv. 1980; 8. árg. 1. marz og 8. marz 1981.

·Íslendingaþættir Tímans, 8. árg. 3. maí 1975.

·Sunnudagsblað. Tíminn, iv. ár, 14. nóv. 1965, 21. maí 1967, , 13. júlí 1971, 13. febr. 1972, 9. apríl 1972, 12. marz 1972, 23. apríl 1972, 2. júní 1972, 23. sept. 1972, 23. jan. 1972, 27. maí 1972, 14. maí 1972, 20. marz 1972, 7. okt. 1972, 25. nóv. 1972.

·Herópið, jólin 1968.

·Æskan. Barnablað með myndum, 49. árg. maí 1948.

·Hræðileg meðferð á barni: Níu ára drengur finnst úti í haga nær dauða en lífi. Hlýtur ævilöng örkuml vegna vanhirðu og ills aðbúnaðar. Ljósrit úr Öldinni okkar, 1924 (sennilega).

·Mannskaðinn á Skúla fógeta 10. apríl 1933, ljóð eftir Ágúst Jónsson, Njálsgötu

52 B, úrklippa úr dagblaði.

Kort úr eigu Sólrúnar, ca. 1921-1966?

·Jólakort, s.n. glanskort.

·Afmæliskort, án árs.

·Minningarkort, 1920.

·Kelerískort; Ísland, kona í skautbúningi; Íslensk baðstofa; Íslenskur reiðhestur; Vestmannaeyjar; Laugarnar (í Reykjavík); Konungs-heimsóknin 1907. Konungur stígur á land á Seyðisfirði; Konungs-heimsóknin 1907. Álfaskeið; Alþingisgarðurinn í Reykjavík; Matreiðsluskólinn „Caroline Rest”, Akureyri;

Heylest; s/s Gullfoss; Gullfoss; Þingvellir; Birtingaholti.

·Ljósmynd af Sólrúnu Eiríksdóttur. (Kom í júní 2001).