Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

6

RB sótti skjölin til Þóreyjar, móður Heiðar, 22. maí 2001.

·Gjafabréf með frásögn móður Heiðar af lífshlaupi dóttur sinnar, dags.: Vor 2001.

·Skrá yfir myndir í ljósmyndaalbúmi Heiðar Baldursdóttur, gerð á vordögum 2001

af foreldrum Heiðar, sjá neðar.

·Skírteini um unglingapróf, Réttarholtsskólinn 30. maí 1973.

·Dagbók Heiðar Baldursdóttur, 3. júní – 23. sept. 1972 og 12. janúar - 18. janúar 1973.

·Minningarlóð um Heiði á esperanto, faðir hennar orti 1993.

·Samúðarkort til Þóreyjar M. Ómarsdóttur, dóttur Heiðar, frá Svíþjóð, 1993.

·Samúðarbréf vegna fráfalls Heiðar, frá Íbu [Ingibjörg Eyjólfsdóttir] Kolbeins

í Danmörku til Þóreyjar Kolbeins, móður Heiðar. Ingibjörg er núverandi sambýliskona Ómars Harðarsonar.

·Póstkort frá Istanbúl, 1978; jólakort, 1999; heimagerð jólakort 1999, 4 að tölu; útg. af Minningarsjóði Heiðar Baldursdóttur.

·Nýja testamentið. Ný þýðing úr frummálinu. London 1956, árituð af móðurafa Heiðar, sr. Halldóri Kolbeins, á skírnardag hennar 30. júní 1958.

RB sótti eftirfarandi 26. febrúar 2002:

·Mappa sem geymir ljósmyndir á hörðum pappaspjöldum:

1.: Legsteinn á leiði Heiðar Baldursdóttur, nr. breytt (jan. 2003): I 12 81;

2.: Jólakortagerð í fjölskyldu Heiðar, og sýnishorn jólakorta; 3.: Skólakórinn í Breiðagerðisskóla, stjórnandi er Hannes Flosason, Heiður er fimmta frá hægri á mynd.

Texti fylgir, ritaður af móður Heiðar, Þóreyju M. Kolbeins. Fjólubláum silkiborða er brugðið um plöggin.

·Myndband: Frá starfsvettvangi Heiðar Baldursdóttur á árunum 1988-1989.

Eftirfarandi fylgir myndbandinu og er ritað af móður Heiðar: „Myndband sem sýnir starf í Safamýrarskóla og á Dagheimilinu Lyngási, tekið á árunum 1988 og 1989, sbr. tímasetningu sem sést á myndbandinu. Sennilega er myndbandið gert í tengslum við starfsleikninám á vegum Endurmenntunardeildar Kennaraháskóla Íslands. Námi þessu var stjórnað af Keith Humphrey. Á myndbandinu sést Heiður Baldursdóttir í starfi. Heiður er auðþekkt með sitt síða hár og svo leikur hún á gítar á einu myndskeiðinu.”

Búið er um myndbandið og fylgirit í grænni öskju úr handunnum pappír með japanskri eða kínverskri áletrun. Handunninn skjólpappír er utan um öskjuna.

Böggul 6A

·Ljósmyndaalbúm, sjá ennfremur öskju 6.