Ljósmyndir:
Fjölskyldumyndir.
Ferðamyndir frá Íslandi og útlöndum.
Myndir af Jóni á ýmsum aldri.
Gamalt albúm í útskornu leðurbandi með mannamyndum (fæstar merktar).
Hópmynd í fjöru merkt: „Iðnaðarmenn Bankans í Reykjavík, gjöf til meistarans
sumarið 1899, ágúst. Til Balds og Pedersens”.
Póstkort, flest útlend.
Tvö heillaóskakort í tilefni sjötugsafmælis Jóns 1941, handgerð, skrautrituð með glimmer af Jón Theodórssyni og syni hans Eggerti Th. Jónssyni sem víðfrægir voru fyrir kort sín.
Jóla- og nýárskort, handgerð, skrautrituð með glimmer, ca 1938-40, af feðgunum Jóni Theodórssyni og Eggerti Th. Jónssyni.
Ljósrit: Valtýr Stefánsson: Myndir úr þjóðlífinu. Fimmtíu viðtöl: „Maður er alltaf að læra. Fáeinar endurminningar frá námsárum Jóns Halldórssonar trésmíðameistara.” Reykjavík 1958, s. 151-158.
Ljósrit úr Tímariti Iðnaðarmanna, 5. árg. 3. hefti, júlí-september, 1931: Jón Halldórsson húsgagnasmíðameistari 60 ára.
Ljósrit af formála Jóns Halldórssonar sem jafnframt er útgefandi ritsins: C.C. Hornung: Ævisaga iðnaðarmanns. Rituð af honum sjálfum. Ísl. hefir Sigurður Skúlason. Reykjavík 1934.
Ljósrit af ljóði eftir Freystein Gunnarsson sem birtist í Kvæðum 1987: Jón Halldórsson húsgagnasmíðameistari.
Ljósrit úr Fálkanum, Alþingishátíðarblaði [júní], 1930: Jón Halldórsson & Co.
Þar er að finna m.a. teikningu af húsum Jóns að Skólavörðustíg 6B.
Barst 10. maí 2001 frá Jóni Fr. Jónssyni, ættingja Jóns Halldórssonar, Þórustöðum, Önundarfirði:
Peningaveski úr hömruðu leðri, svart að lit með gylltu letri: Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. Einnig er það merkt: Jón Halldórsson. Á bakhlið er þrykkt merki ásamt nafni Sparisjóðsins, vart þó sjáanlegt lengur. Inni í veskinu er barmmerki Iðnsýningarinnar í Reykjavík 1966: Iðnsýning 66. Merkið er prjónn með haus úr krómuðu járni.
Þann 23. október 2003 færði Þorsteinn Bernharðsson safninu eftirfarandi:
Kvæði ort til Jóns Halldórssonar. Kvæðið yrkir Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld að Kirkjubóli í Bjarnardal, Mosv.hr., V.-Ís., og er það prentað í ljóðmælum Guðmundar Inga.
Um sumarið 2004 barst safninu frá Þorsteini Ferðasaga frá ófriðarárum, ljósrit úr lesbók Morgunblaðsins frá 1. nóvember 1925. Lagt í öskju 4. (JH)