Category
Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs
14
A. Ýmis viðurkenningarskjöl og bréf
31/3 1938: Prófskírteini GH frá „Det Tekniske Selskabs Skoler” í Kaupmannahöfn.
20/9 1946: Skírteini GH um nám hans við „Det kgl. Akademi for de skönne Kunster – Bygningsskolen”
22/1 1947: Skjal um að GH hafi lokið og staðist lokaverkefni við „Det kongelige Akademi for de skönne Kunster”
10/7 1951: GH þökkuð þátttaka í Samnorrænu sundkeppninni 20. maí – 10. júlí 1951.
20/2 1954: Skjal um að GH hafi „öðlast öll réttindi sem æfifélagi Blindravinafélags Íslands.”
28/1 1962: Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) sæmir GH „50 ára afmælisheiðursmerki sambandsins sem viðurkenningu fyrir gott starf fyrir íslenzka íþróttahreyfingu.”
19/8 1968: Þakkarbréf og ljóð frá Arnþóri Þorsteinssyni á Akureyri.
8/6 1973: Bréf borgarstjóra um að GH hafi 7/6 verið kjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs.
12/8 1974: Gjafabréf sérsambanda íþróttahreyfingarinnar í tilefni 60 ára afmælis GH.
1977: Skjal um að GH sé styrktarfélagi Norræna félagsins.
1980: Viðurkenningarskjal um þátttöku í Íþróttahátíð ÍSÍ 1980 – sýnishorn.
23/1 1981: Bréf framkvæmdastjórnar ÍSÍ til GH um að hann hafi verið kosinn formaður nefndar til að kanna stækkun íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
7/10 1981: Fundargerð fundar í framkvæmdanefnd Ólympíunefndar Íslands.
7/7 1983: Þakkarbréf frá félagsmálaráðuneytinu til GH vegna óskar Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar um að verða leyst frá störfum. Meðfylgjandi er kveðja Eyjólfs K. Sigurjónssonar frá 12. mars 1983.
1994: Viðurkenningarskjal vegna þátttöku í teiknimyndasamkeppni Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands – sýnishorn.
5/4 1995: Þakkarbréf Handknattleikssambands Íslands til GH „fyrir sýnda velvild og stuðning á liðnum árum.”
29/2 2000: Þakkarbréf Magnúsar Guðmundssonar, skjalavarðar Háskóla Íslands, til GH vegna afhendingar hans á teikningum af kvikmyndahúsi Háskólans 1941.
2/3 2000: Bréf Páls Sigurðssonar um að hann hafi afhent skjalaverði Háskóla Íslands teikningar GH.
26/9 2000: Þakkarbréf Völu Flosadóttur til GH fyrir stuðning í Sydney.
26/10 2000: Þakkarbréf Golfsambands Íslands fyrir gjöf hans „af fyrsta golfvellinum á Íslandi, sem vígður var 12. maí 1935 í Laugardal.”
2001–2002: Heiðursskjal Lions International til handa GH – „Certificate of Appreciation”.
B. Ljósrit af ýmsum viðurkenningarskjölum og bréfum
29/5 1954: GH sæmdur merki Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR) með lárviðarsveig fyrir margvísleg og vel unnin störf í þágu knattspyrnumálanna.
15/12 1955: Skjal sem staðfestir að GH „has competed a period of consultation and observation with the Housing and Home Finance Agency”.
20/5 1957: Blindrafélagið samþykkir GH sem æfifélaga sinn.
5/2 1958: Tilkynning yfirkjörstjórnar í Reykjavík um að GH hafi verið kosinn bæjarfulltrúi af D-lista Sjálfstæðisflokks 26. janúar 1958 til næstu fjögurra ára.
1/3 1962: „D.I.F.s [Dansk Idræts-Forbund] Ærestegn er tildelt Gísli Halldórsson Reykjavík som Paaskönnelse af Arbejde for dansk Idræt.”
29/3 1963: Forseti Íslands sæmir GH riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.
12/8 1964: GH sæmdur gullmerki KRR „sem æstu viðurkenningu þess fyrir margvísleg og vel unnin störf í þágu knattspyrnumálanna.”
17/8 1966: „DIPLOM N.I.F.’s [Norges Idrettsforbund] hedersmerke tildelt Gisli Haldorsson for fortjenstfullt arbeid”.
26/2 1967: „Som erkänsla för förtjänstfull verksamhet inom Finlands idrottsliv tilldelar Undervisningsministeriet eder Arkkitekt Gisli Halldorsson Finlands idrotts förtjänstmedalj i silver med förgyllt kors.”
17/1 1968: Skírteini GH sem æfifélaga Slysavarnafélags Íslands.
17/6 1969: Danakonungur heiðrar GH með orðunni „ridder af 1. grad af Dannebrogordenen”.
1/8 1973: Heiðursskjal frá „De kongelige danske Ridderordeners Kamitel” þess efnis að GH hafi verið útnefndur „til kommandör af Dannebrogordenen, fra den 4. juli 1973 at regne.”
4/6 1974: Noregskonungur heiðrar GH með „Den kongelige norske Sankt Olavs orden”.
12/8 1974: Skrautrituð afmæliskveðja ýmissa íþróttabandalaga í tilefni 60 ára afmælis GH.
28/10 1974: Forseti Íslands sæmir GH stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.
19721976: Viðurkenning Ólympíunefndar Íslands um að GH hafi tekið þátt í Ólympíuleikunum í München 1972 og í Montreal 1976.
25/7 1977: „Das Fest- und Spartakiadekomitee der Deutschen Demokratischen Republik gibt sich die Ehre, Sie als Gast zum VI. Turn- und Sportfest und der VI. Kinder- und Jugendspartakieade der DDR vom 25. – 31. Juli 1977 nach Leipzig einzuladen.”
19781979: Skjal um að GH sé getið í ritinu „Who’s Who in the World fourth Edition 19781979”.
28/6 1980. GH kjörinn heiðursforseti Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ).
???: Heiðursskjal alþjóða Ólympíunefndarinnar (IOC) til handa GH „for his... collaboration on the occation of the course for Sport Leaders in the frame of the Olympic Solidarity Itinerant School.”
1980: Skjal vegna Ólympíuleikanna í Moskvu.
10/4 1981: Bréf þess efnis að Knattspyrnufélagið Valur hafi þann 7. apríl 1981 samþykkt að veita GH gullmerki félagsins.
1984: Viðurkenningarskjal alþjóða Ólympíunefndarinnar vegna framlags GH í sambandi við Ólympíuleikana í Los Angeles 1984.
1984: Viðurkenningarskjal Ólympíunefndar Íslands þess efnis að GH hafi tekið þátt í Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984.
12/8 1984: Skrautrituð afmæliskveðja 44 einstaklinga í tilefni 70 ára afmælis GH. Teikning af félagsheimili KR er á skjalinu.
28/1 1987: Skjal um að Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) hafi kjörið GH sem heiðursfélaga.
2/10 1988: Skjal vegna þátttöku GH í Ólympíuleikunum í Seoul í Kóreu 17. september – 2. október 1988.
23/2 1992: Skjal vegna þátttöku GH í Vetrar-Ólympíuleikunum í Albertville og Savoie 8. – 23. febrúar 1992.
1992: Skjal vegna þátttöku GH í Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.
26/3 1993: Skjal frá menntamálaráðuneyti Finnlands um að GH hafi verið sæmdur „Finlands idrottskulturs förtjänstkors”.
1993: Skjal vegna þátttöku GH í Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.
1993: Þakkarskjal Knattspyrnudeildar KR þar sem GH er þakkaður mikilvægur stuðningur á árinu 1993.
26/11 1995: Viðurkenning um þátttöku GH á ráðstefnu ÍSÍ o.fl. aðila um byggingu og rekstur íþróttamannvirkja á Akureyri 24. – 26. nóvember 1995.
1998: Viðurkenningarskjal til GH sem formanns Ólympíunefndar Íslands, dagsett: Vilnius 1998.
C. Myndir af auglýsingaplakötum Ólympíuleikanna 1896–1968.
Aftan við skjölin eru eftirtalin rit:
Gísli Halldórsson – Minningar, menn og málefni. Reykjavík 2005.
Kjalnesingar. Ábúendur og sag Kjalarneshrepps frá 1890. Reykjavík 1998. Áritað og tölusett eintak GH nr. 28.