·Fæðingarvottorð Svölu Sigríðar Nielsen.
·Skólareglubók úr Landakotsskóla 1942-1946, svonefnd Svarta bókin. Í bókinni er að finna, fremst og aftast, prentaðar reglur skólans; handskrifaðar fjarvistir eru þarna skráðar sem og skýringar foreldris á því hvers vegna barnið kom of seint.
·Einkunnabók merkt Svölu úr 10. ára deild Landakotsskóla 1942-1943.
·Spjald með mynd af Maríu guðsmóður. Aftan á því stendur skrifað: Geymdu trygð og trú í hjarta / treystu drottni alla tíð. / Guðdóms ástarbirtan bjarta / brosi við þér ár og síð. Systir M. Clementia 30/3.-46.
·Skírteini um fullnaðarpróf Svölu úr Landakotsskóla vorið 1940. G. Boots skólastjóri ritar undir prófið, Aðalbjörg Sigurðardóttir er prófdómari.
·Grafskrift ekkjufrúar Sigríðar Blöndal, f. 1. desember 1835, dáin 10. september 1913. Sigríður var amma Hjartar Nielsen, langamma Svölu, dóttur hans.
·Mat- og vínseðill frá veitingahúsinu The Midnight Sun Restaurant í Montréal í Kanada. Það var snæddur kvöldverður á Scandinavian Pavilion í tengslum við Expo 67 – heimssýninguna í Montréal árið 1967. Matseðillinn er áritaður C.C. Thorup. Utan um mat- og vínseðilinn er slegið umslagi með landabréfi að innan;
kortið er ljósrit í lit af landabréfi anno 1539 af Norðurlöndunum ogsvæðinu þar um kring.Á framanverðri kápu er stimplað í bláu heiti Norðurlandanna fimm á þremur málum.
·Kynningarbæklingur: Album Souvenir Book frá Expo 67 í Montréal í Kanada. Ísland er þátttakandi í heimssýningunni.
·Kynningarbæklingur frá Sápu- og kertagerð Hreins; verksmiðjan var staðsett í Skjaldborg við Skúlagötu í Reykjavík og var stofnuð 1922 í þeim tilgangi að framleiða sápur, kerti, skóáburð og aðrar kemískar vörur. Bæklingurinn er prentaður vegna á Iðnsýningarinnar í Reykjavík árið 1924.
·Myndaalbúm með ljósmyndum af leiðmörkum úr Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu. Fært safninu 29. janúar 2002:
·Almanak um árið 1925, 1926, 1932, 1935, 1936, 1938, 1947, 1950; sum hver illa farin.
·Ljósmynd af Hirti Nielsen bryta hjá Eimskipafélagi Íslands 1920-1932.
·Ljósmyndir teknar um borð í Gullfossi?, Lagarfossi, Willemoes 1921; Blankenes 1928, Hjörtur Nielsen á þeirri mynd og sennilega fleirum. Í Fuji Film-umslagi.
·Hörpuljóð. 100 íslenzkir söngtextar. Jón frá Ljárskógum safnaði og gaf út. Ísafjörður 1942. Árituð: Svala Sigríður Nielsen Með beztu óskum um gleðileg jól og gott nýtt ár frá Valgarði. Jól 1943. Inn á kápu bókarinnar eru límdar tvær myndir, við aðra er ritað af Svölu: Valgarður, við hina er skrifað: móðir hans Fanney var hálfsystir móður minnar.
·Jakobína Johnson: Kertaljós. Úrvalsljóð. Reykjavík 1939. Á forsíðu er áritað: Frk. Svala Sigríður Nielsen Með beztu óskum um gleðileg jól og gott nýtt ár frá Ingu, Bjartmar og Valgarði.
·Stefán Júlíusson: Kári litli og Lappi. Saga fyrir lítil börn. Með myndum eftir Óskar Lárus. Reykjavík 1938. Áritun á saurblaði hljóðar svo: Til Lailu frá Eggert og Völlu Jólin 1939. Tvær ljósmyndir eru þarna af Valborgu og Eggerti með Lailu (Svölu) á milli sín. Ein glansmynd er límd innan á kápu.
·Johanne Grieg Cederbla: Æfintýri Péturs og Grétu. Barnasaga. Sigurður Skúlason íslenzkaði. Reykjavík 1940. Áritun á saurblaði hljóðar: Ungfr. Svala Sigríður Neilsen (svo) Til hamingju með afmælið, 1940. Axel. Innan á kápu er merkt ljósmynd af Axel Helgasyni F. 12 apríl 1913.D 17 júlí 1959.