Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

·Bók með eiginhandaráritunum; innan á kápu er bókin merkt: Hjörtur Níelsen. Hjörtur var bryti á Hótel Borg; bókin mun þó síðar hafa verið í eigu sonar hans, Sophusar Jörgens Nielsen. Eftirtaldir hafa ritað nöfn sín í bókina:

Áletrun á dönsku, 18.11.1946. Llíklega Wandy Tworek, fiðluleikari

Árni Pálsson (prófessor, 1878-1952 )

?

Hans He?, Vedel, K. v. Howzow

Vilhjálmur Stefánsson 26. 7. 1949 (mannfræðingur og landkönnuður,1879-1962)

M.D. Barley ???

Erling Blöndal Bengtsson; Valdimar Bengtsson, 23.5.1940 (Erling (1932) sellóleikari og prófessor).

Tyrone Power 23.11. 1947 (kvikmyndaleikari 1914-1958)

Stefán Íslandi 13.9. 19­45 (tenórsöngvari, 1907-1994)

Else Brems 28.6. 1946 (mezzósópransöngkona, 1908-?)

Adolf Busch; Hermann Busch 26. 6. 1947 (Adolf var fiðluleikari og tónskáld, 1891-1952; Hermann var sellóleikari, 1897-1975; þeir ásamt bræðrum sínum spiluðu saman í kvartett.

María Markan Östlund; Georg Östlund 27.11. 1946 (María var sópransöngkona, 1905-1995).

Jóhannes S. Kjarval (spjald límt í bókina) (listmálari, 1885-1972)

Jóhann K. Pétursson; Valur Norðdahl (Jóhann Svarfdælingur, einnig títt nefndur “risi” sökum hæðar sinnar, var fjölleikahúsmaður, 1913-1984)

Isman Fnach 22. 6. 1950.

? 29. 6. 1950.

George S. Howard (U.S. Air Force Symphony).

Jerome Kearn??

Bill Du Pree?

Bill Jones?

Isaac Stern 1955 (fiðluleikari, 1920-2001).

Róbert A. Ottósson 9. 1. 1955 (hljómsveitar- og söngstjóri, 1912-1974)

SatchmoLouis Armstrong (jazzleikari og söngvari, 1900-1971).

Daniel Barenboim og Jacquline de Pré (Barenboim er píanóleikari og hljómsveitarstjóri, 1942- ; du Pré var sellóleikari, 1943-1987). Hjónin munu hafa komið hingað 1970.

·Tveir minnispeningar úr málmi, húðaðir með gyllingu og skreyttir lárviðarsveigum og nótum; öðru megin er áletrun: Söngurinn göfgar. Söngför til Ameriku 1946; hinu megin: Karlakór Reykjavíkur tuttugu ára 1926-1946.

·Samningur milli Þjóðleikhússtjóra Guðlaugs Rosinkranz og Svölu 22. apríl 1963 til að syngja hlutverkið Inez í óperunni Il trovatore eftir Verdi.

·Samningur milli Þjóðleikhússtjóra Guðlaugs Rósinkranz og Svölu 5. maí 1965 um hlutverk Suzuki í óperunni Madam Butterfly eftir Puzzini.

·Samningur milli þjóðleikhússtjóra Guðlaugs Rósinkranz og Svölu 22. apríl 1966 um hlutverkið Antonia í óperunni Ævintýri Hoffmanns eftir J. Offenbach.

·Samningur milli Guðlaugs Rosinkranz og Svölu 30. nóv. 1966 um hlutverkið Lady Harriet í óperunni Martha eftir Flotow.

·Samningur milli Þjóðleikhússins og Félags íslenzkra leikara dags. 31. ágúst 1973 um ráðningarkjör í einstök hlutverk.

·Samningar milli Svölu Nielsen og Þjóðleikhússtjóra Sveins Einarssonar um ráðningu í einstök hlutverk í söngleikjum: Rosalinda í Leðurblökunni eftir Johann Strauss, 28. sept. 1973 og Mercedes í Carmen eftir Bizet, 13. mars 1975.

·Samningur milli Musica Nova, Sigurðar Markússonar og Svölu um hlutverk í Amahl og næturgestirnir eftir Gian-Carlo Menotti, 1962.

·Vegabréf Svölu Nielsen 1948, 1951, 1955, 1962, 1966 í plasthulstri merktu Icelandair, Flugfélag Íslands.

·Afmælisdagabók með nöfnum:The Tennyson Birthday Book. From the writings of Alfred Lord Tennyson. Þórunn Nielsen, f. 1868, virðist vera sú elsta sem ritar í hana.

·Ísafjörður aldarafmæli. Hátíðarrit. Dagskrá hátíðahaldanna 15. júlí til 17. júlí. Högni Torfason tók saman. Útg. Afmælishátíðarnefnd Ísafjarðarkaupstaðar.Ísafirði, Prentstofan Ísrún, 1966.

·What do you know about Iceland, 1941?

·Nýárskort 1948, með teikningu eftir Höskuld Björnsson.

·Söngbók yngstu deilda K.F.U.M. og K.F.U.K. Prentsmiðjan Edda h.f. 1940;

árituð Svala Nielsen (barnahönd).

·Bæklingur: Sinfóníuhljómsveitin 1950-53 með myndum af einleikurum og einsöngvurum, m.a.: Hermann Hildebrant hljómsveitarstjórnanda og Diana Eustrati óperusöngkonu; myndirnar eru báðar áritaðar með eigin hendi.

·Leikhúsmál, 1.-5. tbl., 1. árg. 1963; tvö eintök af fyrsta tölublaði.

·Leikrit: Júpíter hlær, sjónleikur í þremur þáttum, eftir A.J. Cronin; Ævar R. Kvaran þýddi. Leikritasafn Menningarsjóðs. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1955, Leikritasafn Menningarsjóðs, nr. 12.

·Tímarit: 19. júní, 18. árg. 1968.

·Rit um ameríska söng- og kvikmyndaleikkonu: Deanna Durbin. Æskuskeið hinnar ungu kvikmyndaleikkonu með myndum, eftir Gunhild Horne – Rasmussen; Sigurður Skúlason íslenzkaði, Reykjavík án árt.

·Sönglagatextar: Hljómsveit Svavars Gests og Lúdósextett og Stefán.

·Kvikmyndarprógram: Casanova den store Elsker.

·Prógröm: Tónlistarfélagið (Blanche Thebom, William Hughes, Isaac Stern, Alexander Zakin, Christian Ferras, Pierre Barbizet), Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna (tónleikar og listdans, áritað listamönnunum), Karlakórinn Fóstbræður ásamt einsöngvurum, Söng- og óperuskólinn Vincenzo Maria Demetz, Félag íslenskra organleikara og Tónlistarfélagið (áritað af E. Power Biggs; Söngskemmtun í Gamla bíói (Snæbjörg Snæbjarnardóttir, sópran), Sigurveig Hjaltested, alt), Kveðjutónleikar í Þjóðleikhúsinu (Tatjana Kravtsenko, Pavel Lísítsían (áritað af þeim)

·Breyting á leikendaskrá: Dora Lindgren (áritað af Doru 9.6. 1953)

·Söngkennslubók eftir Sigfús Einarsson, fyrra hefti, Reykjavík 1924, árituð:

Svala Nielsen 1968.

·Söngkennslubók fyrir byrjendur eftir Jónas Helgason, 6. hepti, Reykjavík 1896.

·Almenn söngfræði handa byrjendum í og utan skóla, eftir Sigfús Einarsson, 2. útg., Reykjavík 1916, merkt Svölu Nielsen á kápu og á bakhlið titilblaðs; á titilblaði merkt Vigdísi Bjarnadóttur frá Akureyjum.

Trúnaðarmál til ársins 2020: Póstkort, nítján að tölu, 1956. Fært safninu í nóvember 2001 í tilefni skjaladagsins 10. nóvember sem helgaður var ástinni.