Bréf, dags. 29. september 2000, frá Margréti Hermanns Auðardóttur stílað á Svanhildi Bogadóttur borgarskjalavörð.
Reykjavík af sjónarhóli fornleifafræðinnar. Íslensk þýðing á riti Else Nordahl: Reykjavík from an Archaeological Point of View, útg. 1988. Margrét Hermanns- Auðardóttir þýddi.
Bókin fjallar um fornleifarannsóknir við Aðalstræti og Suðurgötu á árunum 1971-1975.
Afrit af kostnaðaráætlun prentunar, dags. 23. febrúar 2000, á útgáfu þýðingar á skýrslu Else Nordahl; bréfið er undirritað af Ólafi H. Steingrímssyni hjá Prentsmiðjunni Odda.
Afrit af ódags. bréfi til Guðrúnar Jónsdóttur (dags. skv. tölvu MHA 14. febrúar 2000) formanns menningarmálanefndar Reykjavíkur um kostnaðaráætlun prentunar, þýðingu, viðbótarheimildir, útgáfu og sölu skýrslu Else Nordahl.
Bréf, dags. 2. febrúar, frá Ólafi H. Steingrímssyni um sama efni, ásamt bréfaskiptum Margrétar og Ólafs um sama efni.
Tvö bréf, dags. 7. september 1991 og 23. ágúst 1995, til Margrétar frá Else Nordahl um höfundarrétt Else á verkinu og fleiraþví tengt.
Tölvudiskur fyrir Macintosh-tölvu 3 1/2” sem geymir handrit þýðingar, merktur REK – skýrsla. Claris Works 4.