Has been reviewed?
Nei
Has inline images?
Off
Pétur Kristinsson (1904 - 1961), lögregluþjónn
Pétur Kristinsson (1904 - 1961), lögregluþjónn
Excerpt and/or content of the file

Pétur Kristinsson (1904 - 1961), lögregluþjónn

Pétur Kristinsson (1904 - 1961), lögregluþjónn - Askja 1

Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Meistarabréf í húsgagnasmíði til handa Pétri Kristinssyni, Fjölnisvegi 9, 1933.

Brunatrygging, Sjóvátryggingarfjelag Íslands H.F. 1929; tryggingaskírteini, Tryggingastofnun ríkisins 1947, ásamt kvittun.

Pétur Kristinsson settur lögregluþjónn í Reykjavík, bréf frá Borgarstjóranum í Reykjavík 1937.

Pétur Kristinsson skipaður lögregluþjónn í Reykjavík, bréf frá Borgarstjóranum í Reykjavík 1938, í umslagi.

Trúnaðarmál: Eftirlit, njósnir á Íslandi, ca. 1942-1952. Mögulega úr fórum Guðmundar Ásbjörnssonar, geymt með skjölum Guðmundar, sjá E-201.

Vegabréf 1920: Lögreglustjórinn í Reykjavík biður alla menn, sem þetta brjef sjá eða heyra, að láta hr. Kristinn Ágúst Jónsson sem nú ætlar að ferðast hjeðan úr bænum til Englands og heim aftur fara leiðar sinnar frjálsan og óhindraðan; The Yorkshire Penny Bank Limited, ávísanahefti; The Yorkshire Penny Bank Limited, bæklingur, var saman í lúnu umslagi.

Bréf til Péturs Kristinssonar.

Viðurkenning að hafa tekið á leigu geymsluhólf hjá Landsbanka Íslands, tvö skjöl.

Símskeyti, 1931.

Ráðningar-samningur og viðskiftabók: Kristinn Jónsson.

Fjármál, ýmisleg.

Reikningseyðublað: Snæbjörn og Pétur, trésmíðavinnustofa, óútfyllt.

Reikningar: Snæbjörn og Pétur, trésmíðastofa, tveir.

Skár yfir bæjarnöfn og götuheiti.

Fermingarvottorð, 1922.

Fermingarathöfn í Siglufjarðarkirkju: Ásta Kristín, 1968.

Endurbólusetningarvottorð, tvö, 1926.

Eyðublað vegna staðfestingar hjónabands, óútfyllt.

Útskrift úr gerðabók húsaleigunefndar, 1942.

Courier-Certificate, No. 8/1952, 29th January 1952, frá the Icelandic Legation til the Icelandic Government in Reykjavík.

Lög Lögreglufélags Reykjavíkur, 16. des. 1935; Breytingará lögum Lögreglufélags Reykjavíkur.

Bréf um vaktaskiptinu innan lögreglunnar.

Samvinnunefnd um launamál lögreglumanna 1951.

Varúðarreglur fyrir notkun handskotvopna.

Auglýsing frá lögreglustjóra um námskeið fyrir flokksstjóra.

Færdselsloven med Kommentarer, medfølger som gratis Tillæg til Ill. Familie Journal, nr. 14, 1939.

Skopmynd af bófa og lögreglu úr Ugebladet Hjemmet.

Stundatöflur yfir æfingar á gamla íþróttavellinum á melunum, 1933, þrjár, í umslagi.

Bréf frá Íþróttasambandi Íslands til Knattspyrnufélagsins Vals, Reykjavík um baðstað fyrir höfuðborgarbúa í Skerjafirði, Nauthólsvík, í umslagi.

Bréf frá K.F.U.M. Idrætsafdeling, Aarhus, 1933.

Bréf frá Knattspyrnuráði Reykjavíkur, 1933; Bréf frá Knattspyrnufélagi Fram, Reykjavík.

Happdrætti Íþróttafélags Reykjavíkur.

Félagsskírteini, Karlakórinn Fóstbræður; félagsskírteini Ferðafjelag Íslands, 1941; Stofnskírteini Péturs Kristinssonar í félaginu “17.júní”, 1948-1949.

Kvittun vegna kaupa á Popular Mechanics Magazine, 1934.

Leiðarvísir; Bæklingar/leiðarvísar um myndavélar, segulband, útvarp, kveikjara, skrá með lykli, o.fl.; merkimiði bögguls.

Grafskriftir: Hólmfríður Hermannsdóttir, f. 26. júní 1872, d. 22. júní 1931; Hólmfríður Ólafsdóttir frá Neðra-Hálsi, f. 3. nóv. 1872, d. 26. nóv. 1929.

Biblía, útg. 1919, í svörtu leðurbandi, árituð með gylltu letri: Guðríður Þórðardóttir, 17. marz 1940, 1919.

Biblía, útg. 1944, í svörtu leðurbandi, árituð með gylltu letri: Andrés Pétursson, 8. apríl 1945.

Böggull

Erfiljóð móður um börn sín, Andrés, f. 21. október 1886, d. 28. júlí 1888 og Vilhelmínu A. Þórðarbörn, f. 6. október 1893, d. 2. janúar 1894, á stóru pappaspjaldi, skrautritað, brotið í sundur að ofanverðu.

Skráð: Ragnhildur Bragadóttir

Haustið 2009 færði Ásta Kolbeins Borgarskjalasafni 5 myndir sem settar voru í einkaskjalasafn nr. 202 – Pétur Kristinsson.

Það er ein mynd af Guðríði Þórðardóttur (eina barninu sem lifði).

Ein mynd af Kristínu Gísladóttur, Kiðafelli, Kjósarhreppi.

Þrjár myndir af Valgerði Gísladóttur, Kiðafelli, Kjósarhreppi.

Skráð 25. mars 2010. Bergþóra Annasdóttir