Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Mappa úr pappa með heillaskeytum af ýmsu tilefni, flest vegna sextugsafmælis Nóa Kristjánssonar 14. janúar 1954.

Mappa úr plasti með heillaskeytum, einkum til Önnu Ágústdóttur á fimmtugsafmæli hennar.

Mappa úr plasti með heillaskeytum til Önnu Ágústsdóttur á áttræðisafmæli hennar.

Frú Anna Ágústsdóttir hefur verið kjörin heiðursfélagi Kvenfélags Hallgrímskirkju í virðingar og þakkarskyni, 1942 8/3 1977. Lydía Pálmarsdóttir, skrautritað heiðursskjal.

Frumrit nótna eftir Ársæl Guðjón Ágústsson við eftirfarandi kvæði:

Hve fagurt ljómar ljósa her eftir Valdimar Briem, 1932.

Ísland eftir Ágúst Jónsson,1917.

Bænavers eftir Ágúst Jónsson, 1905.

(Ársæll Guðjón Ágústsson (1891-1955) var frá Höskuldarkoti í Njarðvíkum og bróðir Önnu Ágústsdóttur. Hann flutti til Vesturheims árið 1912 ásamt eiginkonu sinni Arndísi Árnadóttur frá Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Gefanda, Theodóri Nóasyni, er ekki kunnugt að þau hjón hafi komið til Íslands nema árið 1937. Hann veit heldur ekki til að lög Ársæls hafi verið spiluð á Íslandi utan æskuheimilis hans. Heimild: Theodór Nóason í bréfi til Borgarskjalasafns 11. febrúar 2004.)

Jólakveðjur 1958,1959,1960, 1965 og 1967: Barnabæn um áramót, Minning um söng Eybjargar og Gunnars, Handleiðsla Guðs, Betlehemsstjarnan, Reykjavík nótur og söngtexti. Þessar kveðjur eru allar frá Steindóri Bjarnasyni.

Skráð: Ragnhildur Bragadóttir, Njörður Sigurðsson, Elín Þórðardóttir