Endurminningar Pjeturs A. Ólafssonar:
1. Æskuárin á Skagaströnd 1870-1883;
2. Gelgjuskeiðið á Eskifirði 1883-1893;
3. Þroskaárin í Flatey 1893-1897:
4. Athafnaárin á Patreksfirði og víðar 1898-1940. Eintak: Bolli A. Ólafsson.
Innan á kápu eru nokkur minnisblöð, þ.m.t. nákvæm skráning innskriftar í bókina. Bókin er eiginhandarrit með m.a. æviatriðum og álímdum ljósmyndum (mannamyndir, staðarmyndir), margar teknar af Pjetri sjálfum. Frímerki með mynd af Pjetri er að finna í bókinni. Bókin er klædd brúnum umbúðapappír.
Afrit, tölvuprent af sama, ásamt formála eftir Pétur Aðalstein Ingvarsson.
Starfslið P.A. Olafssonar; húskennarar og heimastúlkur; þjónustustúlkur hjá PAO á Patreksfirði og í Reykjavík, í tímaröð.
Sýningarbæklingur: Pétur A. Ólafsson, Guðjón Friðriksson rekur lífshlaup Pjeturs. Ljósmyndasafnið gaf út, án árs. Rangt er þar farið með fæðingarár Guðrúnar Valgerðar, en hún er fædd 18. júní 1901. Einnig var brúðkaup Pjeturs og Maríu haldið að Kolfreyjustað, en ekki í Flatey, eins og missagt er í bæklingi þessum.
Karlmenn á mynd á bakhlið bæklingsins eru þessir þekktir: Kristján Skagfjörð, samstarfsmaður Pjeturs, Sigurður Magnússon, læknir á Patreksfirði og Jón Ólafsson, bróðir Péturs.
Fjöldi ljósmynda Pjeturs A. Ólafssonar voru afhentar Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Ljósrit af Endurminningum Pjeturs A. Ólafssonar.
Skráð: Ragnhildur Bragadóttir