1
Leyfisbréf til handa Guðjóni Júlíussyni, bílstjóra, til heimilis á Njarðargötu 37 og Mörtu Elínborgar Guðbrandsdóttur til heimilis að Ljósvallagötu 32, Reykjavík, 15. nóvember 1933, gefin saman 18. nóvember 1933.
Minningargrein um Guðjón Júlíusson, bifreiðastjóra, Morgunblaðið, þriðjudagur 2. júlí 1968, rituð af Einari H. Hjartarsyni.
Bréf frá Önnu til Mörtu, 1962; bréf frá Þóreyju til Mörtu, 1962.
Ýmis skjöl viðvíkjandi fjármálum, s.s. afsali, veðleyfi, víxlum, verksamningum, vátryggingum, ca. 1938-1970; Landsbanki Íslands: Sparisjóðsbók.
Skattreikningar 1948, 1949, 1950.
Skeyti vegna bifreiðarkaupa, 1962.
Heimilisbókhald Skeggjagötu 10, 1939-1959, 1963 og 1960-1980;
hiti, Skeggjagötu 10.
Tryggingastofnun ríkisins: Tryggingarskírteini stílað á Guðjón Júlíusson fyrir árið 1947.
Tryggingastofnun ríkisins, örorkulífeyrir Guðjóns Júlíussonar, án árs.
Löggildingarvottorð fyrir gjaldmæla í leigubifreiðum til mannflutninga, 1959-1961.
Skoðunarvottorð, Z-61, 1942, útg. 1945.
Kvittanahefti Samvinnufélagsins Hreyfils, bifreiðastöðvar, 1955.
Guðjón Júlíusson, Grafarholti: Úr U.M.F. Afturelding í Mosfellssveit. Kennslubók/ráðgjöf íþróttamanns: Kúluvarp, kappleikar, langstökk, spretthlaup, o.fl.
Bólusetningarvottorð, 1942.
Skömmtunarseðlar á benzín, 5 lítra, 2. tímabil 1945, 10 miðar.
Happdrætti ríkissjóðs 1948.
Hreyfilsblaðið, 6. árg. 3. tbl. desember 1968.
Ellen G. White: Kristur frelsari vor, 2. útg., Reykjavík, 1913. Þurrkað blóm inn í bókinni.
Söngbók fyrir yngri deildir K.F.U.M. og K.F.U.K. og sunnudagaskóla, Reykjavík 1944. Inni bókinni er glansmynd og frímerki.
Ljósmyndir, mannamyndir, þar af ein í ramma af skólabörnum, önnur af skólabörnum fyrir framan Austurbæjarskóla, barnamyndir, barn í barnavagni, ljósmyndir úr ferðalögum, Reykholtshátíð, filma af hjónum.
Ljósmyndir á póstkortum, konur, maður í lögreglubúningi, menn á hrossum fyrir framan skrifstofu M.Th. Blöndahls, þrír karlmenn í Kaupmannahöfn.
Ljósmyndir á póstkortum af glímukappa, sundgörpum, reiðmönnum, fótboltahetju, sennilega er Guðjón Júlíusson einn þessara manna.
Ljósmynd af tveimur konum, fjórum karlmönnum, tvær biblíumyndir, leikkonumynd: Pola Negri, lítið fegurðardísarkort, ofangreint í smáu umslagi.
Þjóðbúningakort; kort af skipinu Gylli; kelerískort svonefnt.