Umslag nr. 1
Ljósmyndir: Líklega úr Noregsför Bjarna Benediktssonar o.fl. með m/s Heklu 1961, 95 myndir.
Hópur Íslendinga fór í Noregsferð, sem kennd var við fótspor Egils Skallagrímssonar árið 1957. Þeir komu til Rivedal og síðan var ákveðið að Íslendingar skyldu gefa þangað styttu af Ingólfi Arnarsyni.„Faðir minn fór, sem starfandi forsætisráðherra, fyrir stórum hópi Íslendinga með strandferðaskipinu Heklu til Rivedal í september 1961. Var ég með í þeirri ferð og er hún mér minnisstæðust fyrir aftakaveður á ferð Heklunnar yfir hafið. Varð að fresta afhjúpun styttunnar um einn dag vegna þess að siglingin tók lengri tímaen ætlað var – en hún var afhjúpuð mánudaginn 18. september, 1961.- Björn Bjarnason 25. janúar 2008“.
Einnig myndir frá heimili Bjørnstene Bjørnsons í Aulestad, 10 myndir.
Þrír kassar af skyggnum- slidesmyndum: Líklega úr Noregsför Bjarna Benediktssonar o.fl. 1961-62, 88 myndir.