Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Á framhlið peningsins er mynd af mítri, en í kross fyrir aftan það bagli og tvískeggja lykill.

Á bakhlið peningsins er letrað SKÁLHOLT 1963.

Peningurinn var gerður í tilefni af vígslu Skálholtskirkju og afhendingu Skálholtsstaðar

til þjóðkirkjunnar 21. júlí 1963. Dr. Bjarni Benediktsson kirkjumálaráðherra afhenti

þjóðkirkjunni Skálholt til varðveislu og eflingar kristninni í landinu þann dag.

Forseti Íslands sæmdi dóms- og kirkjumálaráðherra Bjarna Benediktsson þessum

heiðurspeningi 21. júlí 1963.