1
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
Tilgangur með stofnun félagsins var að sjá til þess að félagskonur fengju sem bestar útlendar matvörur á sem lægstu verði. Félagafjöldi mátti ekki fara yfir 60. Samkvæmt félagslögumvar félagið pöntunarfélag og áttu félagskonur kost á því að fá vörur fjórum sinnum á ári.
·Fundargerðarbók Húsmæðrafélags Reykjavíkur 4. febrúar 1915 - 3. maí 1919.
·Lög Húsmæðrafélags Reykjavíkur.
·Félagalisti 1915.
·Vélritaðar ársskýrslur Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1925, 1927 og 1932.
Söngfélag verslunarmanna í Reykjavík, Iðunn
Söngfélag verslunarmanna í Reykjavíkvar stofnað 3. nóv. 1879. Á fyrsta fundi var búið að útvega söngkennara, húsnæði og hljóðfæri. Söngæfingarfundir áttu að vera tvisvar sinnum í viku á mánudögum og föstudögum frá 9.00-10.30. Félagsmenn þurftu m.a. að borga 25 aura sektir ef þeir komu meira en 10 mínútum of seint á fundi og ef þeir gengu af fundi áður en honum lauk.
·Fundarbók Söngfélags verslunarmanna í Reykjavík sem nú heitir Iðunn, 3. nóvember 1879-17.desember 1880.
Söngfélagið Harpa
Kaupfélag verkamanna í Reykjavík
Kaupfélag verkamanna var stofnað 29. ágúst 1915. Tilgangur félagsins var að alþýða manna yrði sjálfstæð í verslunarefnum. Þessu átti m.a. að ná með því að sporna við skuldaverslun, versla sameiginlega fyrir félagsmenn, bæta innlenda vöru og fá innflutta gagnlega og vandaða vöru og stuðla að samvinnu allra kaupfélaga í landinu.
Lög Kaupfjelags Verkamanna í Reykjavík.
Alþýðulestrarfélag Reykjavíkur
Alþýðulestarfélag Reykjavíkur var líklega stofnað 1886.
Í einkaskjalasafni 30 er að finna reiknisbók Alþýðulestrarfélagsins 1902-1923, yfirlit yfir þá
félaga sem greiddu félagsgjöld 1907-1910, bankabók 1901-1902 og skilagrein fyrir árið 1910.
·Gjörðabók Alþýðulestrarfélags Reykjavíkur 1909-1923.
·Skrá ársfélaga 1919
·Reglugjörð fyrir Alþýðulestrarfélag. Reykjavíkur.
·Skrá yfir félaga 1902.
·Skýrsla um starfsemi og hag félagsins 1921.
·Skýrsla um starfsemi og hag félagsins 1922 – 30. apríl 1923.
·Fundarboð og listi yfir ársfélaga.
·Bókalisti.
Lestrarfélag Reykjavíkur
Lestrarfélag Reykjavíkur var stofnað 24. apríl 1869 og lagt niður 28. apríl 1933. Félagið var stofnað til þess að útvega bækur. Það sá félagsmönnum sínum fyrir bókum sem síðar voru seldar á uppboði meðal félagsmanna eftir að þær höfðu gengið manna á milli. Fjöldi félagsmanna var takmarkaður; í fyrstu gátu einir 36 manns verið félagsmenn en síðar var því breytt í 52 félaga.
·Gjörðabók Lestrarfélags Reykjavíkur 2. apríl 1901-28. apríl 1933.
Ótölusett, aðeins ca. 35. bls. skrifaðar.Bókinni fylgja “Lög lestrarfélags Reykjavíkur, endurskoðuð og
samþykkt áaðalfundi félagsins 19. febrúar 1916, og 4 kvittanaeyðublöð fyrir árstillagi til Lestrarfélagsins.
Sigríður Jónsdóttir, námsmeyja
Guðmundur Sigurðsson, til heimilis að Laugavegi 10, var klæðskeri í Reykjavík. Hann hélt námskeið í fatasaumi fyrir ungar stúlkur.Hópurinn sem er á myndinni útskrifaðist vorið 1917.
Jón Aðalstein Jónsson sonur Sigríðar Jónsdóttur, ein nemendanna, gaf safninu í ágúst 1998.
Ljósmynd af útskrifuðum námsmeyjum vorið 1917.
Jón K. Sigfússon og
Sigríður K. Kolbeinsdóttir
Jón Kristinn Sigfússon var bakari. Hann bjó ásamt konu sinni Sigríði K. Kolbeinsdóttur
á Laugavegi 46B í Reykjavík.
Halldóra Sigríður, dóttir hjónanna, gaf eftirfarandi safninu 18. mars 1998.
Hjónavígslubréf 15. desember 1922.
Fermingarvottorð Jóns K. Sigfússonar.
Kaupfélag Reykjavíkur
Pöntunarskrá Kaupfélags Reykjavíkur árið 1902.
Mánaðarmenn Kaupfélagsins.