5
Kristín Samúelsdóttir
Kristín Samúelsdóttir er fædd 11. mars 1955.
Kjartan Viðarson, eiginmaður hennar, fæddur 15. október 1955, afhenti safninu
þann 24. febrúar 2000 vinnubækur Kristínar úr barnaskóla.
Vinnubækur, Álftamýrarskóla, 5.-6. R.
Matthías Þórðarson
Matthías Þórðarson var aðalumboðsmaður á Íslandi þessarar tegundar mótóra;
hann var einnig útgefandi tímaritsins Ægis.
Mótorverðlistar og auglýsingar 1903-1906.
Reikningar; nóta.
Víxill 1910.
Faktura 1906.
Bréf frá Island Færö Kompagniet dags. 7. ágúst 1908.
Kveldúlfshúsin
áður við Skúlagötu
Thor Jensen og synir hans stofnuðu togaraútgerðarfélagið Kveldúlf hf. árið 1912.
Það var stærsta útgerðarfyrirtæki á Íslandi fram i seinni heimsstyrjöld og gerði út sjö togara, þ.á. m. Skallgrím. Útgerðarstöðin stóð á Kveldúlfshöfða við Skúlagötu í Reykjavík, á svokallaðri Móakotslóð í Skuggahverfinu. Sumarið 1913 var hafin vinna á Móakotslóðinni. Smíði Kveldúlfshöfða en svo nefndust þessar samfelldu byggingar lauk 1914. Húsin skiptustí skrifstofur, fiskgeymslur, þurrkhús og annað sem laut að útgerð.Eftir styrjöldina dró úr umsvifum Kveldúlfs.
Elín Pálmadóttir færði safninu þessi skjöl í janúar 2000.
Einar Vilhjálmsson: Sjóminjasafn.
·Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík: Fyrstu steyptu húsin í Reykjavík.
Ljósrit úr Minningum Thors Jensen, skrásettar af Valtý Stefánssyni, 1955.
Elín Pálmadóttir: Heimildir um Kveldúlfshúsin við Skúlagötu: Úrklippur o.fl. 1984-1985.
·Teikningar af Kveldúlfshúsunum.
Orator
Félag laganema
Hátíðisdagur Orators 6. febrúar 1957. Kveldfagnaður í Silfurtúnglinu. Borðhald. Ræður: Gunnar Thoroddsen, Barði Friðriksson. Danz.
Angela Baldvins
Angela Baldvins er fædd 7. maí 1931. Hún var nemandi í Miðbæjarskólanum
í Reykjavík. Maður hennar er Stefán Valur Pálsson, fæddur 1. júlí 1929.
Skjölin voru gefin 13. mars 2002, höfðu áður verið lánuð á sýninguna Mundu mig, ég man þig.
Prófeinkunnir Angelu G. Baldvinsdóttur 1939 úr Miðbæjarskóla.
Vinnubók í dýrafræði: Fuglarnir.
Reykjavíkur Apótek
Umslag með teikningu af Reykavíkur Apóteki.
Umslag merkt Gerpúlver í 1/2 kíló af mjöli.
Merkimiði.
Læknaresept stimplað af Reykjavíkur Apóteki.
+
Ágústa Pétursdóttir Snæland
Ágústa Pétursdóttir Snæland er fædd9. febrúar 1915. Hún er dóttir Péturs Halldórssonar, bóksala, alþingismanns og borgarstjóra sem fæddur var 26. apríl 1887 og lést 26. nóvember 1940, og konu hans Ólafar Björnsdóttur húsfreyju. Ágústa átti fyrst Henrik Pay Larsen blaðamann í Kaupmannahöfn, síðar Pétur Valdimar Pétursson
Snæland forstjóra i Reykjavík.
Ágústa er sú fyrsta hér á landi sem lýkur námi í auglýsingateiknun, en hún fór til Kaupmannahafnar til að nema hana. Ágústa hefur m.a. teiknað mörg jólamerkja Thorvaldsensfélagsins.
Ljóðin bárust safninu í tilefni ástardagsins 10. nóvember 2001. Ágústa afhenti fleira 7. maí 2002.
Ljóð:Móðir mín, Þinn vinur P.H.; Andvaka; Fossinn minn; Minning; Sagan gamla; Steinhjartað; Til Péturs.
·Ljósrit úr stílabók með ljóðum, þulu, hugleiðingum, draumum og útleggingu þeirra, ásamt myndum teiknuðum af Ágústu. Ljóðið Pétur og Ólöf er um móður Ágústu og tengdason hennar Pétur, eiginmann Ágústu.
·Ljóð: Ólöf Björnsdóttir 1887-1963 og Þinn vinur PH, ort 1998 og 1999. Ágústa er höfundur ljóðanna. Ljósritaðar myndir af foreldrum Ágústu, Ólöfu Björnsdóttur og Pétri Halldórssyni fylgja ljóðunum.