Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

9

Jóhanna Jóhannesdóttir

Jóhanna Jóhannesdóttir er fædd 28. nóvember 1937.

Skjölin voru sýnd á sýningunni „Mundu mig, ég man þig” á vordögum 2000.

Jóhanna færði Borgarskjalasafni skjölin að gjöf9. febrúar 2000.

Einkunnaspjöld úr Austurbæjarskóla 1945-1953

Skírteini um barnapróf úr Austurbæjarskóla 1950.

Skírteini um unglingaskólapróf 1952.

Skírteini um miðskólapróf 1953.

·Sundskírteini, s.a.

·Einkunn úr miðsvetrarprófi 1949.

Bréfspjald frá Tónlistarskólanum, s.a.

·Vorpróf úr Tónlistarskólanum 1949.

·Prófskírteini úr Tónlistarskólanum í Reykjavík 1948.

·Vorboðinn, 1. tbl., 1. árg., útg. 10 ára bekkur D, Austurbæjarskólanum, sennilega 1947.

Þingholtsstræti 28

Guðrún Guðmundsdóttir færði Borgarskjalasafni ljósmyndir þessar til eignar sennilega 1999. Hún fann ljósmyndirnar uppi á háalofti og veit ekki nein deili á þeim. Bróðir hennar telur myndina af húsinu vera af Þingholtsstræti 26 í Reykjavík (ljósm. M. (Magnús Ólafsson)) en það hús hafði síðar brunnið.

Myndin reynist vera af húseigninni nr. 28 við Þingholtsstræti og var húsið reist 1902. Lagaskólinn var þar til húsa frá 1908 til 1911 en þá keypti Hólmfríður Gísladóttir ( f.10.7. 1857) húsið og flutti þangað hússtjórnarskólann sem hún ásamt Elínu Briem hafði stofnsett 1897 og rekið í Iðnó. Húsið var í daglegu tali kallað „Hússtjórn”. “Var matstofa hennar rómuð og fara enn þann dag í dag sögur af viðurgjörningi þar og sérstökum og virðulegum blæ á öllum hlutum. Matsalir voru tveir misstórir og daglegir matseðlar voru

einnig tvennskonar, dýrari og íborinn í minni salnum en ódýrari í þeim stærri.” Þegar Húsmæðraskóli Reykjavíkur tók til starfa 1942 að Sólvallagötu 12 ánafnaði Hólmfríður honum þessa húseign ásamt tilheyrandi lóð, einnig fylgdi borðbúnaður og ýmsir góðir og gagnlegir munir. Hólmfríður lést 1945.

Húsið brann 24. des. 1957. Sjá meðfylgjandi ljósrit úr B-skjölum Þingholtsstrætis 28 og riti Bjargar Einarsdóttur: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna III b., erindi flutt í Ríkisútvarpið 1985, Reykjavík 1986 (Tilvitn. eru þaðan).

Ekki er vitað af hverjum mannamyndirnar eru; má vera að þeir séu af íbúum hússins á einhverjum tíma.

Þrjár stúlkumyndir; sennilega sama stúlkan. Á einni ljósmyndanna stendur: Mamma.

Fjölskylduljósmynd af hjónum ásamt tveimur piltum (synir?). Konan trúlega sú sama og á a.m.k. einni smámyndanna.

Stór ljósmynd af húsi. Aftan á mynd stendur: Þingholtsstræti 26. Brann.

Húsið er hins vegar Þingholtsstræti 28 í Reykjavík, sbr. að ofan. Ljósrit: B-skjalÞingholtsstrætis 24. Ljósrit: Björg Einarsdóttir: „Kvennafræðari. Elín Briem (1856-1937)”. Í: Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, III b. Erindi flutt í Ríkisútvarpið 1985. Reykjavík 1986, s. 222.Ljósrit af ljósmynd úr ofannefndri grein. af Elínu Briem (böggull).

Skráð RB


Siguroddur Magnússon


Siguroddur Magnússon er fæddur 27. ágúst 1918. Hann býr í Brekkugerði 10, RVK.

Þórir Ragnarsson í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni sendi safninu skjölin þ. 6.

mars 2001; þau fylgdu gögnum úr búi Sigurodds sem færð voru Landsbókasafni að gjöf.

Fermingarkort, kápa úr sellolíd, upphleypt með rósum og blúnduverki, 1932.

·Fermingarkort, með ljósmynd af ungum pilti í gylltum skrautdregnum ramma með glimmer og blómaskrúði, tvö kort, 1932.

·Fermingarkort, fjögur, íslensk, 1932.

·Fermingarkort, handgert, skrautritað og teiknað af Katrínu, 1932.

·Fermingarskeyti, ellefu að tölu, 1932.

·Fermingarskeyti, með litfögrum syngjandi þresti á grein og dönskum bóndabæ

í bakgrunni.

·Minningarkort um Pálínu Þorfinnsdóttur, 1977.

Aðalsteinn Sigmundsson

1897-1943

Aðalsteinn Sigmundsson var fæddur 10. júlí 1897 í Árbót í Aðaldælahreppi,

S.-Þingeyjarsýslu. Hann féll útbyrðis og drukknaði af m/s Sæbjörgu 16. apríl 1943.

Aðalsteinn stundaði iðnskólanám á Akureyri 1911-13 og lauk prentnámi 1914. Kennaraprófi lauk hann í Reykjavík 1919. Aðalsteinn fór í námsferðir til Norðurlanda og Englands 1923, 1929 og 1935. Hann var skólastjóri barnaskólans á Eyrarbakka 1919-29. Hann varð kennari í Austurbæjarskólanum í Reykjavík frá 1931. Hann var í stjórn ungmennafjelaga 1913-1929, sambandsstjóri U.M.F.Í. 1930-38, varaformaður Sambands íslenskra barnakennara frá 1937, í milliþinganefnd í íþróttamálum 1938. Brautryðjandi var Aðalsteinn um notkun vinnubóka í skólum og hélt námsskeið fyrir kennara í því efni, m.a. í Færeyjum 1938. Hann var höfundur m.a. að Skátabókinni,

Rv. 1930, Leiðbeiningum um vinnubókargerð (aðalhöfundur), Rv. 1936, Lýsingu Íslands o.fl. Hann var einnig þýðandi. Hann var ritstjóri Sunnu með Gunnari M. Magnúss 1932-1933.

Ókvæntur og barnlaus.

Heimild: Hver er maðurinn I. Brynleifur Tobiasson hefir skrásett. Reykjavík 1944.

Elín Þórðardóttir afhenti skjölin Borgarskjalasafni í apríl 2001.

Aðalsteinn Sigmundsson: Borgarbörn. Reykjavík, 1939. Sérprent úr Tímanum.

Aðalsteinn Sigmundsson: Á að fræða börn og unglinga um kynferðisleg efni?

Fyrirlestur með teikningum úr vinnubók skóladrengs. Reykjavík, 1934.

Til Færeyja. Ferðasaga íslenzkra skóladrengja vorið 1933. Eftir drengina sjálfa. Reykjavík 1934; Aðalsteinn Sigmundsson er einn höfunda.

Skráð RB

Hans Madsen Kragh

1859-?

Sjóferðaskjöl Hans Madsen Kragh sem fæddur var 24. ágúst 1859 í Fridericia

á N.-Jótlandi (áður Þýskalandi).Skjölin koma úr búi Baldurs Erlendssonar sem lést

1. janúar 2001. Baldur er afkomandi Hans Madsen Kragh.

Birgir Óskarsson afhenti skjölin Borgarskjalasafni 11. júní 2001.

Vottorð skipstjóra 22. september 1881 þess efnis að H.M. Kragh hafi verið háseti

og siglt með skipinu Olive frá Hamburg 7. september 1881 til 20 september 1884.

Meðmæli skipstjóra gufuskipsins Lauru, rituð í Kaupmannahöfn 3. júní 1890,

til handa Hans Madsen Kragh.

·Taufschein. Skjal þess efnis að Hans Kragh hafi siglt um miðbaug með skipinu

Olivie 24. október, án árs.

Útprent úr tölvu: Einstaklingar sem bera ættarnafnið Kragh hér á landi og kennitölur þeirra.