14
Viggó Þorsteinsson
Ekki er vitað hvernig þessi skjöl bárust safninu.
Skjöl og bókhaldsgögn varðandi störf Viggós Þorsteinssonar bókhaldara; einnig skjöl af fjármálalegum toga fyrirtækisins Højgaard og Schultz a/s og skjöl er snerta framkvæmdir við Ljósafossvirkjun við Sog, 1937.
Mjólkurfélag Reykjavíkur
Skjöl þessi bárust Borgarskjalasafni frá Hafnarstræti 5 þar sem skrifstofur MR voru.
Merkimiðar (hengimiðar) með auglýsingu Mjólkufjelags Reykjavíkur:
Hagkvæm innkaup auka hagsæld í búi með því að versla við okkur sparið þjer margar
krónur yfir árið, og það er einmitt það sem sveita búskapurinn þarfnast nú á dögum.
Reikningseyðublöð Mjólkurfjelags Reykjavíkur.
Umbúðapappír (smjörpappír) merktur Mjólkurfjelagi Reykjavíkur.
Skömmtunarmiðar Mjólkurfélags Reykjavíkur: Kjósarbíll.
Mjólkurfélag Reykjavíkur: Efnagerðin: Frumbók, nr. I. janúar-15. janúar 1934.
Efnagerðin Stjarnan (Mjólkurfélag Reykjavíkur):
Frumbók, nr. 2 20. janúar-31. janúar1937.
Bragi Ásbjörnsson
Bragi er fæddur 2. maí 1929. Hann er múrari að iðn.
Árbæjarsafn færði safninu þessi skjöl 2001:
Pappírsblað með nöfnum nemenda í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur í Vonarstræti veturinn 1944-45; Bragi Ásbjörnsson er einn nemenda.
Peningur úr kopar með áletruninni Almennar tryggingar h/f á annarri hlið og mynd af Ingólfi Arnarsyni og Íslandi, á hinni hlið peningsins stendur: Finnandi vinsamlegast skili til Almennar tryggingar h/f Austurstræti 10 nr. 36.
Átta blöð af Félagsriti Róðrarfélags Reykjavíkur: 1951-1952.
Danskir leskaflar handa menntaskólum. Kristinn Ármannsson og Einar Magnússon.
Mynd á baksíðu eftir Árna Elfar.
Mynd eftir “ÓJó”, Ólaf, sem var starfsmaður Rafveitunnar.
Ljósmyndasafn færir safninu 16. apríl 2002 eftirfarandi (Bragi hafði áður gefið Ljósmyndasafni dagbókina ásamt ljósmyndum):
Jólabókin 1937, merkt: Bragi.
Guðbrandur Þórðarson
Árbæjarsafn færði Borgarskjalasafni þetta sjóferðaskjal 2001.
Skírnarvottorð um miðbaugsskírn, ca. 1956,1957. Stílað á Guðbrand Þórðarson.
Karl Árnason
Karl Árnason er fæddur 2. maí 1932.
·Teikningar Karls Árnasonar úr bifvélavirkjanámi í Iðnskólanum í Reykjavík árin 1948-52.
Teikningarnar eru í möppu sem merkt er: Karl Árnason. 3. bekk A.(Böggull)