Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

15

Hilmar Daníelsson
1931-1959
flugmaður

Hilmar Daníelsson var fæddur 6. desember 1931. Hann fórst í flugslysi við Snæfellsnes 24. maí 1959. Foreldrar hans voru Daníel Markússon, slökkviliðsmaður í Reykjavík, fæddur 29. ágúst 1950, dáinn 1. janúar 1971, og Hrefna Ásgeirsdóttir, húsfreyja, fædd 5. október 1906, dáin 5. júlí 1997. Hilmar lauk prófi úr Samvinnuskólanum 1951. Hann hóf flugnám 1956 og öðlaðist atvinnuflugmannsskírteini 1958.Hilmar starfaði í fyrstu sem verslunarmaður, síðar varð hann kaupmaður; hann var þó jafnframt flugmaður hjá Birni Pálssyni. Árið 1957 kvæntist Hilmar Láru Vigfúsdóttur innanhússarkitekt, hún er fædd 25. ágúst 1929. Sonur Hilmars og Jóhönnu Pálsdóttur er Páll Björgvin, fæddur 13. apríl 1951.

Lára Vigfúsdóttir afhenti Ljósmyndasafni Íslands skjöl þessi 22. október 1998.

Starfsmaður Ljósmyndasafns Íslands afhenti Borgarskjalasafni skjölin 5. febrúar 2002.

Bréf, handskrifað af Láru Vigfúsdóttur til Kötlu Ólafsdóttur, dagsett 24. september 1986, vegna stéttatals flugmanna, ásamt tölvuútprenti með ættfræðiupplýsingum.

·Nafnskírteini Hilmars Daníelssonar, 11. desember 1947.

·Vegabréf Hilmars, 1956.

Skírteini Hilmars sem heimilar að stýra leigubifreið til mannflutninga, 22. desember 1951.

Einkunnabækur Hilmars úr Gagnfræðaskólanum í Reykjavík skólaárin 1947-1948, 1949-1950; einkunnaskírteini úr Gagnfræðaskólanum í Reykjavík 1950.

Minningabók Hilmars.

Félagsskírteini Hilmars í Alþýðusambandi Íslands, Dagsbrún, 28. júní 1949; í hulstri.

·Vegavinnumenn 31. júlí 1948, prentað kvæði áritað Hilmari eftir Friðrik Hansen.

Fermingarskeyti Hilmars 27. maí 1945,33 að tölu; tvö þeirra skrautrituð.

Fermingarkort, níu að tölu, sjö þeirra tvöföld með ljósmynd, eitt þeirra handgert (skrautritað).

Ljósmynd, sporöskjulaga,í heimagerðum ramma með gleri; myndin er af Hilmari, föður hans Daníel Markússyni og afa Markúsi Pétri Daníelssyni. Merkt á bakhlið.

Ljósmyndir, tíu að tölu, flestar af Hilmari á ýmsum aldri, allar merktar að aftanverðu. Ein mynd er af Hilmari ungum uppi á stuðara pallbíls, myndin er tekin á Hvammstanga; önnur er af Hilmari u.þ.b. 12-13 ára gömlum ásamt systur sinni Svanborgu, myndiner tekin á



Hvammstanga; tvær myndir sýna Hilmar og konu hans Láru, önnur er brúðkaupsmynd 5. júlí 1957; ein mynd sýnir hús á Hvammstanga, hugsanlega heimili Hilmars.

Blekpenni, silfurskreyttur, með ígreyptu nafni: Hilmar Daníelsson.

Skráð RB

MortenJensen Rødgaard
1771-1829
Hafnarstræti 16

Morten Jensen Rødgaardvar danskur skipherra fæddur árið 1771. Hann lést 1829. Rødgaard var skipstjóri á eigin skipi við Ísland. Hannvar borgari á Íslandi frá 1791. Jens Mortensen Rødgaard var sonur hans, fæddur 1745, látinn 1792. Rødgaard eldri lét, með félag nokkurra Faneyjarmanna að baki, reisa hús við Hafnarstræti og hóf þar rekstur verslunar. Nefnist hús þetta framan af „Józka húsið”, en seinna um fjölda ára „Möllershús”, nú er það hús nr. 16 við Hafnarstæti.

Skjöl þessi bárust hingað 4. mars 2002 frá skjalasafni Ráðhúss Reykavikur.

·Kort til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra,frá Sif Ingólfsdóttur, dags.

19.nóvember 2001.

Bréf frá J. Rødgaard-Hansen til Kaj Rødgaard-Jessen, dags. 23. júní 2000.

Minnismiði úr skjalasafni ráðhússins.

·Ættfræðiþjónustan: Morten Jensen Rødgaard, athugun um dvöl hans og umsvif

á Íslandi eftir Jón Val Jensson, 31. maí 2000.

·Ljósrit af ýmsum gömlum pappírum; ættartölur.

·Ljósmynd af Jens Hansen Jessen, fæddur í Fanø í Danmörku 1882, dáinn 1910. Hann setti niður fyrstu bátavélina í sexæringinn Stanley, en sá atburður átti eftir að marka tímamót í sögu útgerðar og atvinnulífs hér á landi. Jessen gerðist einnig brautryðjandi á sviði kennslu í vélfræði hér á landi og setti á stofn fyrsta

·vélaverkstæði landsins í samvinnu við útgerðar- og skipstjórnarmenn á Ísafirði.

·Ljósmyndir, tvær; önnur myndin af Sif Ingólfsdóttur og Otto Rødgaard Jessen,

hin af Sif, Else, konu Otto Rødgaard Jessens og Ullu, dóttur Ottos.

Úrklippa úr Morgunblaðinu um Miðstöð myndlistar í aldagömlu húsi,

26. október 2001.

Skráð RB

Ættartala

·Ættartala Halldórs Einarssonar, fæddur 6. júní 1789. Oddur Snorrason hefur fyrst sett saman, en Steinn Dofri hefur síðan endurritað, aukið lítið og leiðrétt þar sem missagst hafði í frumriti Odds. Reykjavík árið 1940.Tvö eintök.

Grímur Ólafsson
1862-1946
bakari

Grímur var fæddur 31. október 1862 í Reykjavík. Hann lést 23 ágúst 1946.

Kona hans var Stefanía Ól. Stefánsdóttir. Grímur var bakari að iðn.

·Sveinsbréf Gríms Ólafssonar í brauðgerð, innsiglað 16. júlí 1884.

·Heiðursfélagaskírteini Gríms Ólafssonar útgefið í tilefni af afmæli Bakarasveinafélags Íslands, 5. febrúar 1918.

·Heillaóskaplagg til handa Grími Ólafssyni áttræðum frá bakarasveinafélagi Íslands, 31. október 1942.

·Ljósmyndir, tvær, önnur sennilega af bakarasveinum, 1917, hin af bökurum, óársett.

(Böggull)

Ísland í myndum

Barst safninu 7. ágúst, nafnlaust.

Ísland í myndum. Through Iceland with a Camera. Prentað og gefið út af Ísafoldarprentsmiðju. Reykjavík 1943.

Perlur, mánaðarrit með myndum, I.1. janúar 1930.

Félagsbréf, 19. hefti, 6. ár. Október 1960.

Sálmablað: Kaupmaður Jóhannes G.V. Þorsteinsson, fæddur 11. maí 1878, dáinn 24. janúar 1920.

·Útfararskrár: Benedikt Ármannsson, fæddur 12. júní 1856, dáinn 26. ágúst 1924;

Sigurður Júlíus Sverrisson, fæddur 14. ágúst 1934, dáinn 16. febrúar 1953.

Fimleikasamband Íslands

·Stofnþing Fimleikasamband Íslands 17. maí 1968: Frumvarp að lögum fyrir Fimleikasamband Íslands; Dagskrá stofnþings fimleikasambands Íslands föstudaginn 17. maí 1968.

Guðjón Á. Sigurðsson,
yfirpóstafgreiðslumaður

Guðjón er fæddur 17. apríl 1921 og býr á Njálsgötu 78. Hann var yfirpóst-afgreiðslumaður lengst af.

Guðjón afhenti eftirfarandi skjöl 8. október 2002.

Auglýsing til Íslands viðvíkjandi því, að tilskipun 4. maí 1803 um það

hvernig verzlunarmenn og farmenn eigi að haga sér þegar ófriður er milli útlendra sjóvelda, skuli á ný hafa lagagildi, Kaupmannahöfn, 19. ágúst 1870.

Opið bréf um að alþingi, sem nú er, skuli leyst upp, Kaupmannahöfn 26. dag

febrúarmánaðar 1869.

Sérprent úr Regjeringstidende for 1887A.

Guðjón færir safninu eftirfarandi 8. september 2003.

Uppskriftabók í matreiðslu.

Benzinviðskiptabók fyrir bifreiðina R. 692 1949-1950

Afsláttarkort KRONnr. 1650, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis.GI

Anna Guðmundsdóttir
1890-?

Anna Guðmundsdóttir var fædd 6. júní ca. 1890. Hún var gift og búsett í Danmörku.

Ekki er vitað um dánardægur hennar.

Anna Guðjónsdóttir færði Ljósmyndasafni Reykjavíkur ljósmyndaalbúm Önnu

ásamt neðangreindum kortum, en Ljósmyndasafnið afhenti kortin Borgarskjalasafni

2. desember 2002. Inger Hoffman, leikkona í Kaupmannahöfn er fyrri eigandi kortanna, en Anna var amma hennar.

·Ljóð til Önnu Guðmundsdóttur. Á brúðkaupskvöldi, frá Jóni Þórðarsyni úr Fljótshlíð.

·Afmæliskveðjukort til Önnu Petreu Bendtsen 6. júní 1927 frá foreldrum, Önnu mágkonu hennar, og bræðrum.

·Ljóð eftir Jón Þórðarson til fröken Önnu Guðmundsdóttur við heimkomu hennar

frá Kaupmannahöfn í maí 1909.

·Þýðing á sama, Þýðandi F. M. Bendtsen, 1911.

Blöndahls-atið 1924

Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns Íslands-

Háskólabókasafns, afhenti safninu eftirfarandi.

Starfsmaður sótti myndina í handritadeild 19. desember 2002.

·Ljósmynd af Blöndahls - atinu 1924. Magnús Th. S. Blöndahl og Sigfús Blöndahl

gerðu út skipin Gylla og Gulltopp frá Hellisandi. Aðsúgur var gerður að verkfallsbrjótum skipa þessara í Reykjavík, margmenni þusti upp í skipin og reyndi að koma í veg fyrir að skipverjar gætu dælt vatni upp í skipin.

Gerður Torfadóttir

Gerður Torfadóttir er fædd25. ágúst 1949. Hún var nemandi í Eskihlíðarskólanum

í Reykjavík um 1-2 mánaðaskeið, árið1956. Gerður færði safninu eftirfarandi 2. janúar 2003.

Sparimerkjabók. Gerður Torfadóttir. Eskihlíðarskólinn í Reykjavík, 1956,

7-B. Innlánsstofnun: Landsbankinn.

Handskrift Ármanns K. Einarssonar, kennara. Aldrei hefur verið tekið út

af bókinni.

Guðrún S. Kristjánsdóttir

Guðrún S. Kristjánsdóttir er fædd 7. desember 1917. Hún býr í Austurbrún 2 í Reykjavík.

RB sótti skjölin til Guðrúnar 22. maí 2002.

·Hannyrðabækur; spil; tónlistarprógröm, sýningarskrár; skemmtiskrár, ferðabæklingar, innlendir og erlendir, auglýsingarbæklingur, matseðill.

Eftirfarandi var skráð undir prentað mál: Þjóðleikhúsið: Leikskrár ca. 1950-1970.

Þjóðleikhúsið: Leikskrár ca. 1970-1990; Leikfélag Reykjavíkur: Leikskrár ca. 1950-1980.