19
Brynjúlfur Erlendsson
1914-1991
Brynjúlfur Erlendsson er fæddur 8. janúar 1914 og lést 1. nóvember 1991.
Brynjúlfur var nokkurs konar húsvörður í forsætisráðuneytinu.
Stefanía Þórðardóttir, systurdóttir Brynjúlfs, færði safninu þessi jólakort, ásamt boðskortum, kveðjukortum og ljósmynd, 1998. Kortin eru frá forseta, forsætisráðherrahjónum, ráðuneytisstjóra og ríkisstjórn.
Boðskort, 1986-1990.
Kveðjukort, 1989, 1991. Jólakort, 1980-1991.
Bekkjarljósmynd, ca. 1926.
Skjalasafn Hjörleifur Hjörleifsson fært og verður E-320
Elínborg Gísladóttir
Elínborg Gísladóttir er fædd 15. ágúst 1914.
Hún hefur sungið með kórum um langt skeið.
Elínborg gaf safninu neðangreint í september 2003 í samhengi við sýningu um sögu Grafarvogs 2003.
·Landssamband blandaðra kóra: Samkór Reykjavíkur. Koncert-program. Dirigent: Róbert A. Ottóson, pianist: Gísli Magnússon, fardledare: Gísli Guðmundsson, Reykjavík 1954.
Þorleifur Guðmundsson Repp
Þorleifur Guðmundsson Repp var fæddur í Reykjadal í Hrunamannahreppi 6. júlí
1974 og látinn í Kaupamannahöfn 4. desember 1857. Þorleifur lærði í Kaupmannahafnarháskóla heimspeki og fagurfræði ásamt málfræði. 1826 samdi hann ritið „De sermone tentamen“ sem hann varði svo við heimspekideild Kaupmannahafnarháskóla til magistersnafnbótar. En vegna meintrar óvildar og árása
annars andmælandans prófessors Jens Möllers, var honum synjað um nafnbótina. Hann réðist þá til Edinborgar í Advocate’s Library en vegna misklíðar við yfirbókavörðinn þar missti Þorleifur stöðu sína og fluttist aftur til Kaupmannahafnar árið 1837 þar sem hann dvaldist til dauðadags. Þorleifur reit margar greinar og bækur um málfræði og tungumál, á ensku og dönsku, svo og margar greinar á íslensku. Þá sat Þorleifur sem fulltrúi Árnesþings á þjóðfundinum 1851.
Bréf þetta barst frá Tove Vestbrik frá Lincolnshire í Englandi með bréfi dags. 1. ágúst 2003. Bréfið hafði hún fengið á fornmunasölu í Lincolnshire en fornmunasalinn hafði látið hana fá bréfið því hann vissi að hún væri dönsk en bréfið er ritað á dönsku.
Bréfið er að öllum líkindum skrifað á 19. öld og líklega af Þorleifi Repp sjálfum. Bréfritari þekkir vel til ævi Þorleifs og ritar þar að auki íslensku mjög vel sem sést af vísukorni sem er í bréfinu. Hins vegar er bréfið skrifað í þriðju persónu. Aftan á bréfinu stendur ritað „My Fathers Account of his Early Youth and College Days (written in Danish). Kann þetta að hafa skrifað dóttir Þorleifs, Hill Repp, sem giftist til Englands enskum liðsforingja af aðalsættum.
Skjalaskrá
Lýsing á ævi Þorleifs Guðmundssonar Repp, málfræðings, án dags.
Skráð NS
Ljósmynd af Hafnarfirði 1932
Ljósmynd af Hafnarfirði tekið úr Graf Zeppelin loftfari árið 1932. Ljósmyndin var send af Christian Roellier frá Sviss í febrúar 2004. Myndin var tekin af vini föður hans sem var um borð í loftfarinu þegar það kom til Íslands.
Skráð NS
Kristinn Valdimarsson og
Valgerður Guðmundsdóttir
Í þessu skjalasafni eru tvö bréf til hjónanna Kristins Valdimarssonar og Valgerðar Guðmundsdóttur frá Guðrúnu Lilju Ingólfs Schneider og Antoni Schneider.
Kristinn Valdimarsson fæddist 7. október 1899 í Reykjavík og lést 18. júlí 1967. Kona hans Valgerður Guðmundsdóttir fæddist 7. september 1906 og lést 21. apríl 1991. Þau áttu einn son Valdimar, fæddan 3. febrúar 1929.
Guðrún Lilja Ingólfs Schneider fæddist 7. nóvember 1907 og lést 9. janúar 1991.
Eiginmaður hennar var þýskur og hét Anton Schneider fæddur 23. október 1898 en hann lést 7. nóvember 1985. Nokkru fyrir síðari heimsstyrjöld fluttu Guðrún og Anton í lítinn bæ við landamæri Þýskalands og Póllands. Móður Antons fannst þau hins vegar ekki nægilega örugg þar og fluttu þau því til borgarinnar Breslau sem þá tilheyrði Þýskalandi en tilheyrir Póllandi í dag og heitir Wroclaw. Eftir styrjöldina fluttu Guðrún og Anton til Íslands þar sem þau eyddu ævinni. Anton vann við sápugerð hjá Frigg alla sína tíð á Íslandi.
Bréfin voru afhent af Valdimari Kristinssyni, syni viðtakenda bréfanna, 22. mars 2004.
Skjalaskrá
Bréf til Valgerðar Guðmundsdóttur (Völu) frá Guðrúnu Lilju Ingólfs Schneider dagssett 21. nóvember 1939 í Breslau í Þýskalandi.
Bréf til Kristins Valdimarssonar frá Anton Schneider dagssett 5. október 1939 í Breslau í Þýskalandi.
Skráð NS
Hrefna Gunnarsdóttir
Einarsnesi 44 , 101 Reykjavík
Skjalaskrá
Lausamennskubréf handa Önundi Kr. Bjarnasyni, vinnumanni
á Stafholtsveggjum í Stafholtstungnahreppi, þá 22 ára að aldri
Skráð GI í júní 2006.
Hr. Direktör Magnus Gíslason,
Hafnarstræti 20, Reykjavík Island
Bréf frá Per Harkjær, Myrtevag 31, Virum, Danmark, varðandi frímerkjasöfnun.
GI, 2006.
Sigurður Jónsson, bókbindari,
Lindargötu 1, Reykjavík
Gefandi Einar Sigurðsson, Hvassaleiti 22, Reykjavík.
Skjalaskrá
Leyfisbréf fyrir Sigurð Jónsson og Gróu Jónsdóttur 24.11.1902.
Fæðingar- og skírnarvottorð Gróu Jónsdóttur frá 7.5.1902.
Félagsbréf (skírteini) Hins Íslenska bókmenntafélagsfyrir
Sigurð Jónsson, bókbindara útg. 10. apríl 1905.
St. Nr. 1, INGÓLFUR, I.O.OF. Stofnendur, félagsmenn og ljósmyndir af þeim.
Skráð GI í júlí 2006.
Haraldur Matthíasson
Njörvasundi 40, 104 Reykjavík (f. 13.12.1956)
Launaseðlar, frá ýmsum vinnustöðum árin 1973-1988, fyrstu seðlarnir eru fráþví
hann var 16 ára gamall. Að hluta frá Reykjavíkurborg.
GIí sept. 2006.
Firmað Einarsson, Zoega & Co.
Vesturgötu 10,Reykjavík
Fylgiskjöl 1954.
Raftækjaeinkasala ríkisins, Reykjavík
Jóhann Gunnarsson, Neskaupstað
Bréfaskipti vegna viðskipta 1936-1937.
Einar Helgason
garðfræðingur og statskonsulent
Reikningar o.fl. 1914-1991
BræðurnirEspholin / Espolin, Reykjavík
Fylgiskjöl 1926
Ólafur Sveinsson, Reykjavík og Sauðárkróki
Ýmis fylgiskjöl 1940-1944 m.a. Þinggjöld á manntalsþingi 1944.
Mótórbáturinn “Vöggur” m/b Vöggur
Fylgiskjöl 1916.
Skráð í okt. 2006 GI.
Birgir Ólafsson
Keldulandi 19, Reykjavík
Skjöl afhent Borgarskjalasafni í september 2006
Starfsmenn hf. Fundargerðir stjórnar 6.6.1966 - 24.5.1972. (Hlutafélagið Starfsmenn hf.)
Ferð íslenskra organista til Leipzig og Vínarborgar 7.-21. júní 1979. Bréf,þátttökulisti,ferðaáætlun, nokkris sögupunktar um Leipzig og Vín, yfirlit um þýska tónlist, nótur o.fl.
Kaffisjóður starfsmanna Flugfélags Íslands skrifstofunni Lækjargötu 2 1.101960 - apríl 1975.
Skráð GI, 02.2007