Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

1
Handskrifuð bók sem byrjar á orðunum: Ég undirritaður (Björn Ólafsson Olsen) er fæddur að Vindhæli á Skagaströnd í Húnavatnssýslu árið 1767 þann 4. ágúst, af foreldrum bónda Ólafi Guðmundssyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur sem giftu sig 1766 og byrjuðu búskap að Vindhæli.
Björn Ólafsson Olsen skrifar á síðustu blaðsíðu í bók sína árið 1850. Sumarið 1843 seint í júlí mánuði kallaði góður Guð til sín mína sælu konu ( Guðrún Runólfsdóttir Olsen fædd 1771 dáin 14. júlí 1843), eftir að höfum saman verið í hjónabandi í 38 ár og lifa af okkur þrjú börn. Börnin sem eru: Student Runólfur Magnús umboðsmaður Þingeyrarklausturs og alþingismaður fæddur 30. desember 1810 dáinn 13. maí 1860. Guðrún fædd 1806 ekkja eftir prest, séra Jón Jónsson á Barði. Anna Margrét fædd 1814 er kona læknisins Jósep Skaptasen og búa þau að Hnausum
Runólfur Magnús sonur minn fluttist hingað að Þingeyrum vorið 1841 og er hér búandi. Sama vor lagði ég frá mér administration klaustursins og þá tók sonur minn hana.

Handskrifuð bók líkræða Björn Ólafsson Olsen fæddur 4. ágúst 1767.
Handskrifuð bók frá 1814 og 1815

Bréf skrifuð í Saurbæ stíluð á hjartkæra besta bróðir undirrituð af Hjaltested á árunum 1844 og 1845.

Bréf stíluð á R. M. Olsen skrifað í Saurbæ 1844,1847 og 1848 undirritað af Hjaltested.
Vísur dagsettar 26. júní 1838 til Halldórs Melsted.
Bréf með dagsetningu 22. júlí 1849.

Skilabréf. Fyrir fjárhaldi Guðrúnar Jónsdóttur þar er umboðsmaður Student R.M. Olsen á Þingeyrum… undirritað 28. nóvember 1859, Björn Jónsson frá Brekkukoti. Bréf með innsigli.

Bréf skrifað á Espihóli 5. júní 1869. Elskulegi frændi. Undirritað M.J.
Bréf skrifað á Breiðabólsstað 14. apríl 1882 til B.M. Olsen. Undirritað af G. Einarssyni.
Bréf skrifað á Oddeyri 1. febrúar 1888 til elskulega frænda. Undirritað af Magnúsi Bergmann.
Bréf skrifað í Flatey 10. desember 1908, Góði vin. Undirritað af Sigurði Jenssyni.
Bréf til frú Margrétar Magnúsdóttur Olsen dagsett á Akureyri 23. febrúar 1919. Undirritað af Brynleifi Tobíassyni. ( Kveðja til Kristínar, Línu og Tómasar).
Bréf skrifað á Njarðargötu 3, Reykjavík, 15. nóvember 1929.
Ljóð Ingunn Jónsdóttir undirritað B.Ó.

Afskrift. Árið 1884 mánudaginn 13. október var á Bíldudal skiptafundur haldinn í dánarbúi Guðmundar prófasts Einarssonar.
Bréfhaus með P.J. Thorsteinsson & CO dagsett Bíldudal í júní 1903. Eignir Breiðabólsstaðarhúsin sem komu til skipta 13. október 1884. Skiptast á milli Katrínar Ólafsdóttur, Theódóru Thoroddsen, Ásthildar Guðmundsdóttur og Ólafs Guðmundssonar læknis.
Bréfhaus með P.J. Thorsteinsson & CO dagsett Bíldudal 19. september 1904. Uppgjör vegna eigna á Breiðarfirði þ.e. Hvalláturs, Skáleyjar og Flateyjar.

Skuldaviðurkenning Ólafs Guðmundssonar læknis á Stórólfshvoli dagsett 15. júní 1905 til Jóns Árnasonar. Að fullu greidd 28. júní 1906.
Eptirrit. Ólafur Guðmundsson læknir á Stórólfshvoli í Rangárvallasýslu gjörir kunnugt: að hafa fengið að láni hjá Landsbankanum í Reykjavík 1.400 kr. undirritað eftir umboði 10. nóvember 1902 af Birni M. Olsen.
Kvæði flutt í samsæti Árnes- og Rangæinga 28. febrúar 1914.
Ljóð til Margrétar Magnúsdóttur í Litla-Hvoli frá Guðmundi Friðjónssyni.
Ljóð syng frjálsa land, eftir Huldu.
Grafskrift um Ólaf Einarsson fæddur 28. febrúar 1853, dáinn 16. Júlí 1919. Kveðja frá konu og börnum.
Vísur handskrifaðar á blað.
Blaðaúrklippa með minningarorðum um Árna J. Auðuns skattstjóra á Ísafirði fæddur 19. júní 1906.
Útsaumsmunstur.
Jóla- og afmæliskveðjur.