Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Afhending: Kristín Norðfjörð í júní 2014

Innihald: Kort, bréf, ljósmyndir, umgengnisreglur, dagskrár, samkomur, söngur o.fl.

Tími: 1920-1963

Þuríður var skólahjúkrunarkona a.m.k. í Miðbæjar- og Melaskólunum og e.t.v. í Skildingarnesskólanum. Kristín Norðfjörð er gift bróðursyni frk. Þuríðar. Hún var ógift og barnlaus

Skjalaskrá

Ljósmyndamappa frá Melaskóla: Húsnæðið, frá starfseminni, bekkjamyndir, kennaramyndir, ferðalög, myndir af nemendum o.fl.

Ljósmyndir frá ferðalögum innanlands og utan, Vesturbæjarskólanum, Reykjavík og víðar.

Skjöl: Þakkarkort, jólakort, árshátíð, kvöldskemmtanir 1946 og 1947.

Umgengnisreglur skólastjórnar og Foreldraráðs, Drengjakór Reykjavíkur, samsöngur í Gamla bíói 1936, vísur, matseðill árshátíðar 1945.

Skildinganesskólinn. Ei-lítið aprílhlaup, 1. apríl 1944, dagskrá, samkoma, söngur o.fl.

Sex skrár: myndlistar- tónleika- og kvikmyndarskrá: Saga Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson, kirkjutónleikar í Dómkirkjunni 1963, Jóhannes Kjarval í Listamannaskálanum, 1954 og yfirlitssýning í Listasafni ríkisins 1955, Leðurblakan eftir Jóhann Strauss, Jón Stefánsson, yfirlitssýning í Listasafni ríkisins, 1952. Leikfélag Reykjavíkur: Fjalla Eyindur 1920-1921.

Spjaldskrá yfir ljósaböð frá Melaskóla 1950-1959 (var sameinað skjalasafni Melaskóla D-23).

Skráð í apríl 2014. GI