Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Daníel Kristján Oddsson var fæddur 21. júlí 1890 í Hlíðarhúsum í Reykjavík.

Foreldrar hans voru þau Kristín Daníelsdóttir hjúsfreyja (1848-1924) og Oddur Helgason útvegsbóndi í Hlíðarhúsum (1856-1944).

Eiginkona Daníels var Jóhanna Júlíana Friðriksdóttir fædd 4. júlí 1985 í Reykjavík, dáin 20. júní 1979. Foreldrar hennar voru þau Anna (Ane) Petrea Thomsen (1871-1937) húsfreyja og Friðrik Gísli Gíslason (1870-1906) ljósmyndari og sjómaður.

Börn Daníels og Jóhönnu voru: Friðrik Gísli (1916-1995), Kristín (1919-2006), Ágústa Rooney (1922-), Daníel (1924-), Jóhanna (1925-2005), Oddur (1927-1996), Anna Ásdís (1929-) og Guðbjörg Stefanía (1931-).

Daníel lauk símritaraprófi 1915 og loftskeytaprófi 1920. Hann var símritari hjá Landsíma Íslands í Reykjavík 1915-1920, stöðvarstjóri í Vestmannaeyjum 1920-1921. Loftskeytamaður á ýmsum skipum 1921-1941, m. a. á Belgaum 1921, á Júpiter 1929 og á Venusi 1930-1935, en síðast á b/v Reykjaborg og fórst með henni í kafbátaáras 10. mars 1941.

(Heimild: Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1987, bls. 58. Morgunblaðið, 16. janúar 2006, bls. 27).

Afhending: Árni Friðriksson afhenti Víkin- Sjóminjasafn 26. júní 2008.

Afhent í Borgarskjalasafni Reykjavíkur 2. júní 2014.

Tími: Líklega um 1935.

Innihald: Kóðabók fyrir skipið Mjölni.

Skjalaskrá

Dulmálslykill við h/f Mjölnir. Nr. 300-589 er aðeins í notkun við botn, hefur ekki verið staðfest.

Bókin kemur frá afa gefanda og er það eina sem eftir af gögnum frá afa hans.

Skráð í nóvember 2014

Gréta Björg Sörensdóttir