Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Guðrún Guðmundsdóttir færði Borgarskjalasafni ljósmyndir þessar til eignar sennilega 1999. Hún fann ljósmyndirnar uppi á háalofti og veit ekki nein deili á þeim. Bróðir hennar telur myndina af húsinu vera af Þingholtsstræti 26 í Reykjavík (ljósm. M. (Magnús Ólafsson)) en það hús hafði síðar brunnið.

Myndin reynist vera af húseigninni nr. 28 við Þingholtsstræti og var húsið reist 1902. Lagaskólinn var þar til húsa frá 1908 til 1911 en þá keypti Hólmfríður Gísladóttir ( f.10.7. 1857) húsið og flutti þangað hússtjórnarskólann sem hún ásamt Elínu Briem hafði stofnsett 1897 og rekið í Iðnó. Húsið var í daglegu tali kallað „Hússtjórn”. “Var matstofa hennar rómuð og fara enn þann dag í dag sögur af viðurgjörningi þar og sérstökum og virðulegum blæ á öllum hlutum. Matsalir voru tveir misstórir og daglegir matseðlar voru einnig tvennskonar, dýrari og í borinn í minni salnum en ódýrari í þeim stærri.” Þegar Húsmæðraskóli Reykjavíkur tók til starfa 1942 að Sólvallagötu 12 ánafnaði Hólmfríður honum þessa húseign ásamt tilheyrandi lóð, einnig fylgdi borðbúnaður og ýmsir góðir og gagnlegir munir. Hólmfríður lést 1945.

Húsið brann 24. des. 1957. Sjá meðfylgjandi ljósrit úr B- skjölum Þingholtsstrætis 28 og riti Bjargar Einarsdóttur: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna III b., erindi flutt í Ríkisútvarpið 1985, Reykjavík 1986 (Tilvitn. eru þaðan).

Ekki er vitað af hverjum mannamyndirnar eru; má vera að þeir séu af íbúum hússins á einhverjum tíma.

Þrjár stúlkumyndir; sennilega sama stúlkan. Á einni ljósmyndanna stendur: Mamma.

Fjölskylduljósmynd af hjónum ásamt tveimur piltum (synir?). Konan trúlega sú sama og á a.m.k. einni smámyndanna.

Stór ljósmynd af húsi. Aftan á mynd stendur: Þingholtsstræti 26. Brann.

Húsið er hins vegar Þingholtsstræti 28 í Reykjavík, sbr. að ofan. Ljósrit: B-skjal Þingholtsstrætis 24. Ljósrit: Björg Einarsdóttir: „Kvennafræðari. Elín Briem (1856-1937)”. Í: Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, III b. Erindi flutt í Ríkisútvarpið 1985. Reykjavík 1986, s. 222. Ljósrit af ljósmynd úr ofannefndri grein. af Elínu Briem (böggull).

Skráð RB