Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Ísafold Jónsdóttir var fædd 5. nóvember 1903/2 á Miðfelli í Þingvallasveit.

Foreldrar hennar voru þau Jóhanna Hannesdóttir og Jón Þorsteinsson. Ísafold flutti með móður sinni til Reykjavíkur 1907. Ísafold giftist, 5. júlí 1945, Ágústi Jóhannessyni en hann lést 1980.

Ísafold gekk í Miðbæjarskólann, fór í hússtjórnarnám í Kvennaskólanum í Reykjavík og vann á Hótel Skjaldbreið við matreiðslu og kökugerð (konditori).Til Danmerkur fór Ísafold 1929 til að læra hatta- og skermasaum, sem þá var þriggja ára nám og kom heim á sumrin til að vinna fyrir námi. Hún fékk sveinsbréf 21. nóvember 1934 og meistarabréf 12. október 1937 og vann við kvenhattagerð á eigin vinnustofu í Reykjavík. Þegar heim kom stofnaði hún hattaverslun í félagi við frú Smith og síðar sína eigin: Hattabúð Ísafoldar- Austurstræti 14; sem hún seldi 1951.

Ísafold Jónsdóttir andaðist 20. september 1995.

(Heimild: Morgunblaðið, 30. september 1995).

Líney Sigurjónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 7. maí 1928.

Foreldrar hennar voru þau Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins og séra Sigurjón Þorvaldur Árnason. Systkini Líneyjar eru þau Þórey Jóhanna, Páll, Þórunn Ásthildur og Snjólaug Anna. Látnir eru bræðurnir Eyjólfur Kolbeins og Árni. Líney ólst upp í Vestmannaeyjum þar sem faðir hennar var prestur. 17 ára flutti hún með foreldrum sínum til Reykjavíkur.

Líney giftist Matthíasi Matthíassyni, rafvirkjameistara og yfirverkstjóra, 7. janúar 1950. Foreldrar hans voru þau Guðrún Kortsdóttir og Matthías Stefánsson. Líney og Matthías bjuggu lengst af í Litlagerði 9, en síðustu árin á Sléttuvegi 23. Þau eignuðust þrjár dætur: Þórunni Kolbeins maki Magnús Valur Magnússon, Guðrúnu maki Arnór Sigurjónsson og Þórey Önnu sem gift var Gunnari Guðmundssyni. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin níu.

Líney var mikil listakona allt lék í höndum hennar. Hún málaði málverk, spilaði vel á píanó og spilaði mjög ung undir skírnir og aðrar athafnir heima hjá foreldrum sínum. Hún fór í hönnunarnám og var með meistararéttindi í þremur greinum þar á meðal kvenklæðskurður og kvenhattaiðn. Hún saumaði alltaf mjög falleg föt og kjóla á dætur sínar og dúkkuföt í stíl úr afgöngum. Þessum verkum sinnti hún oftast síðla kvölds og inn í nóttina eftir að aðrir voru

sofnaðar. Myndlistin átti samt mest í henni. Eitt af málverkum hennar hangir sem áheitamálverk af Jesú í Strandakirkju og er uppi á orgelloftinu.

Líney Sigurjónsdóttir lést 2. janúar 2017.

(Heimild: Morgunblaðið, 12. janúar 2017).

Skjalaskrá

Umslag

Ísafold Jónsdóttir.

Lögreglustjórinn í Reykjavík. Meistarabréf Ísafoldar Jónsdóttur í kvenhattagerð, 12. október 1937

Verkið Anno domini, 1883.

Sjá einnig E-93, Friðrik Ágúst Jóhannesson og Ísafold Jónsdóttir.

Líney Sigurjónsdóttir.

Iðnskólinn í Reykjavík, Kvöldskólinn. Burtfararvottorð, Líney Sigurjónsdóttir, 29. apríl 1948, ljósrit.

Lögreglustjórinn í Reykjavík. Sveinspróf Líneyjar Svigurjónsdóttur í kvenfatasaumi, 21. september 1950, ljósrit.

Vottorð. Ísafold Jónsdóttir vottar að Líney Sigurjónsdóttir hafi stundað iðn sína frá sveinsprófi 1950. Verið í USA tæpt ár, kynnt sér hattaiðnað og verið á tískuteikninga- námskeiði. Hafi frá 1952 stundað iðnina ásamt kvenklæðaskurði og síðustu tvö ár stundað hattaiðnina hjá Ísafold, 4. apríl 1966.

Líney Sigurjónsdóttir sækir um meistararéttindi í kvenhattaiðn til lögreglustjórans í Reykjavík, 6. apríl 1966.