Sigurður Einar Hannesson var fæddur í Reykjavík 7. september 1909 og bjó mestan aldur sinn þar. Hann starfaði lengst af sem bakari, en þá iðn hóf hann að læra í Keflavík ungur að aldri.
Hinn 17. júní 1933 kvæntist Sigurður Laufeyju Ósk Benediktsdóttur. Laufey var fædd í Reykjavík 26. ágúst 1910 og foreldrar hennar voru þau Guðlaug Jónsdóttir og Benedikt Halldór Benediktsson. Börn þeirra urðu fimm: Júlíus Atli sem dó á fyrsta ári, Benedikt, Grétar, Erla og Haukur.
Sigurður var mikill félagsmálamaður og átti meðal annars sæti í stjórn Bakarasveinafélagsins og í stjórn Knattspyrnufélagsins Fram.
Sigurður Einar Hannesson andaðist 21. september 1969 og Laufey Ósk Benediktsdóttir andaðist 10. nóvember 1983.
(Heimild: Morgunblaðið 10. október 1969, bls. 7 og 17. nóvember 1983, bls. 43).
Skjalaskrá
Lögreglustjórinn í Reykjavík: Meistarabréf, Sigurður Einar Hannesson, í bakaraiðn og hefur einnig rétt til að taka til kennslu nemendur í iðn sinni, 6. september 1957.
Sigurður Einar Hannesson fékk sveinsbréf 26. október 1949.
Skráð í nóvember 2014,
Gréta Björg Sörensdóttir