Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Sólveig Morávek sem var í kvintettnum Öskubuskur átti þessa veggmynd/plakat.

Upphaf Öskubuskna var að halda átti skemmtun í gagnfræðadeild Ingimarsskóla í Reykjavík og það vantaði skemmtiatriði. Fimm stúlkur ákváðu þá að syngja saman, þær Inga Einarsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Svava Vilbergs og Sólveig Morávek og völdu nafnið Öskubuskur á kvintettinn. Til að byrja með léku tvær þeirra á gítar en seinna var það Sigrún Jónsdóttir sem lék ein. Þær sungu á ýmsum skemmtunum í Reykjavík og úti á landi um árabil.

(Heimild: Viðtal við Sigrúnu Jónsdóttur í Lesbók Morgunblaðsins 24. maí 1986, bls. 4-5 og auglýsinar í Jassblaðinu, 1. apríl 1946, bls. 11).

Afhending: Eyrún Ingadóttir afhenti Borgarskjalasafni veggmynd/plakat frá Sólveigu Morávek 23. júní 2016.

Innihald: Auglýsingaveggmynd/plakat frá Öskubuskum.

Tími: án árs.

Magn: Ein veggmynd/plakat.

Skjalaskrá

Veggspjald/plakat: Auglýsing um að Öskubuskur syngi í Samkomuhúsinu í kvöld kl. 9, án árs. Ljósmynd: Mynd neðst til vinstri: Öskubuskur í upphafi: Frá vinstri Inga Einarsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Svava Vilbergs og Sólveig Morávek, 1947.

Ljósmynd: Mynd neðst til hægri: Öskubuskur að skemmta á Sjómannadaginn, 1948.

Heimild fylgir með veggspjald í möppu.

Mappa sett í teikningaskáp T-4 skúffu nr. 3.

Skráð í september 2016

Gréta Björg Sörensdóttir