Kristjón var m.a. virkur um áratuga skeið í starfi samtaka íslensk Iðnaðar og gegndi þar trúnaðarstörfum. Hann var einnig formaður svonefnds Iðnfræðsluráðs, en það sá um hina formlegu hlið námssamninga milli meistara og iðnnema. Kristjón var í forsvari fyrir Iðju- og iðnaðarmannanefnd, sem stofnuð var 1932 í Reykjavík. Þar störfuðu einnig Helgi Hermannsson f.v. skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík og Ársæll Árnason, bókbandsmeistari. Kristjón sat í byggingarnefnd Iðnskólans í Reykjavík 1944 til 1947.Kristjón Kristjónsson var fæddur 9. október 1908 og lést 6. janúar 1984.
Afhending: Bragi Kristjónsson, sonur Kristjóns Kristjónssonar færði Borgarskjalasafni skjölin í apríl 2015. Bragi er þjóðþekktur bóksali og hefur rekið fornbókaverslanirnar Bókavarðan og Bókina, þá síðarnefndu í félagi við son sinn Ara Gísla.
Innihald: Fundargerðir milliþinganefndar og bygginganefndar nýs iðnskóla
Tímabil: 1932-1947
Skjalaskrá
Fundargerðir milliþinganefndar til þess að íhuga og gera tillögur um mál iðju og iðnaðar, samkvæmt bréfi Stjórnarráðsins dags. 11. október 1932.
Fyrsti fundur 18. október 1932 til níunda fundar 4. apríl 1933.
Fundargerðir byggingarnefndar nýs iðnskóla í Reykjavík.
Fyrsti fundur 4. júlí 1944 til 28. fundur 4. janúar 1947.
Skráð júní 2015, GI