Sigrún (Stefanía) Pálsdóttir var fædd 12. febrúar 1917 í Sauðanesi á Ásum í Húnaþingi.
Foreldrar hennar voru þau Sesselja Þórðardóttir (1888-1942) húsfreyja og Páll Jónsson (1875-1932) bóndi. Systkini hennar voru þau Jón (1914), Páll Sigþór (1916), Þórður (1918), Gísli (1920), Hermann (1921), Helga (1922), Þórunn (1924), Ólafur Hólmgeir (1926), Anna (1928), Haukur (1929) og Ríkharður (1932).
Þann 4. apríl 1941 giftist Sigrún Jóhanni Pétri Einarssyni, fæddur 14. nóvember 1908, frá Litlu- Gröf í Borgarhreppi. Jóhann lést 11. nóvember 1990. Börn þeirra : Páll (1941), Magnús Einar (1942-1943), Magnús Einar (1944), Gunnar (1946), Skúli (1948), Erlendur (1950) og Gunnhildur (1952).
Sigrún var í föðurhúsum til 1934. Stundaði ýmis lausastörf ásamt námi í Reykholti 1934-1936 og í eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík árin 1938-1939.
Hún hóf nám í Kennaraháskóla Íslands og tók kennarapróf vorið 1963. Var þingritari Alþingis 1939-1943 og starfandi húsmóðir í Reykjavík þar til hún hóf kennarastörf við Vogaskóla 1963. Þar kenndi hún til ársins 1976. Síðan starfaði hún við Fellaskóla til ársins 1986. Sigrún andaðist 26. september 1998. Heimild: Morgunblaðið 7. október 1998.
Afhending: Gunnhildur Jóhannsdóttir færði Borgarskjalasafni Reykjavíkur bréfasafn Sigrúnar Pálsdóttur, 13. ágúst 2015.
Tími: 1936-1998.
Innihald: Sendibréf.
Skjalaskrá
Bréfa- og málasafn 1936-1998.
Örk 1
Sendibréf frá Sigrúnu Pálsdóttur til Sesselju Þórðardóttur móður hennar, 9. nóvember 1936 til 6. maí 1938 (eru í rauðu bókinni).
Sendibréf til Sigrúnar Pálsdóttur frá Sesselju Þórðardóttur móður hennar, 25. febrúar 1939 og 14. mars 193? (eru í rauðu bókinni). Sendibréf til Sigrúnar Pálsdóttur frá móður hennar Sesselju Þórðardóttur, 15. desember 1937 og 18. apríl 1939 (ljósrit, komu seinna og eru ekki í rauðu bókinni).
Sendibréf til Sigrúnar Pálsdóttur frá Sigþóri Halldórssyni, 17. júlí 1937 og 29. maí 1939 (eru í rauðu bókinni).
Sendibréf til Sesselju Þórðardóttur frá Eyrúnu Guðmundsdóttur, 14. september 1936 og 17. febrúar 1938 (eru í rauðu bókinni). Ljósmynd af Eyrúnu Guðmundsdóttur tekin 8. október 1980.
Rauð bók. Sendibréf Sigrúnar Pálsdóttur til móður hennar Sesselju Þórðardóttur og fleiri bréf, 1936-1939.
Erla, frásögn, án árs.
Handskrifað blað-, bréf eða frásögn, án árs.
Minningargrein um Sigrúnu Pálsdóttur, útprent úr Morgunblaðinu, 7. október 1998.
Ágrip af sögu Sesselju Þórðardóttur frá 1906, skrifað af Guðmundi Jósafatssyni í Húnavöku 1975,
15: bls. 93-102 (ljósritað blað).
Skráð í ágúst 2015,
Gréta Björg Sörensdóttir
Einkaskjalasafn nr. 1b - Ýmis minni söfn - frá öskju nr. 28 - - Askja 31 - Örk 1
Sendibréf frá Sigrúnu Pálsdóttur til Sesselju Þórðardóttur móður hennar, 9. nóvember 1936 til 6. maí 1938 (eru í rauðu bókinni).
Sendibréf til Sigrúnar Pálsdóttur frá Sesselju Þórðardóttur móður hennar, 25. febrúar 1939 og 14. mars 193? (eru í rauðu bókinni). Sendibréf til Sigrúnar Pálsdóttur frá móður hennar Sesselju Þórðardóttur, 15. desember 1937 og 18. apríl 1939 (ljósrit, komu seinna og eru ekki í rauðu bókinni).
Sendibréf til Sigrúnar Pálsdóttur frá Sigþóri Halldórssyni, 17. júlí 1937 og 29. maí 1939 (eru í rauðu bókinni).
Sendibréf til Sesselju Þórðardóttur frá Eyrúnu Guðmundsdóttur, 14. september 1936 og 17. febrúar 1938 (eru í rauðu bókinni). Ljósmynd af Eyrúnu Guðmundsdóttur tekin 8. október 1980.
Rauð bók. Sendibréf Sigrúnar Pálsdóttur til móður hennar Sesselju Þórðardóttur og fleiri bréf, 1936-1939.
Erla, frásögn, án árs.
Handskrifað blað-, bréf eða frásögn, án árs.
Minningargrein um Sigrúnu Pálsdóttur, útprent úr Morgunblaðinu, 7. október 1998.
Ágrip af sögu Sesselju Þórðardóttur frá 1906, skrifað af Guðmundi Jósafatssyni í Húnavöku 1975,
15: bls. 93-102 (ljósritað blað).
Skráð í ágúst 2015,
Gréta Björg Sörensdóttir