Sighvatur Einarsson var fæddur 30. ágúst 1899 að Nýjabæ undir Eyjafjöllum.
Foreldrar hans voru hjónin Kristín Pálsdóttir húsfreyja og Einar Sveinsson bóndi þar.
Sighvatur ólst upp í stórum systkinahópi, en þau hjón áttu ellefu börn. Einnig ólu þau upp stúlku, Sigríði Gísladóttur. Sighvatur mun hafa vanist mikilli vinnu í æsku, enda eflaust þörf á að taka til höndum, sér og öðrum til lífsbjargar. Hann fór ungur til Vestmannaeyja, vann þar við sjávarstörf fyrst, en hóf síðan störf við pípulagningar sem hann hafði að aðalstarfi lengst af síðan, þó hann, hin síðari ár, hafi rekið verslun með efnisvörur til pípulagna.
Hinn 4. nóvember 1926 kvæntist Sighvatur Sigríði Vigfúsdóttur ættari frá Eyrarbakka, hinni mestu ágætis og myndarkonu. Sigahvatur og Sigríður fluttust til Reykjavíkur 1927. Þau áttu gott heimili, þar ríkti gestrisni og viðmótshlýja. Þau urðu fljótt efnalega sjálfstæð, enda voru þau hjónin mjög samhent um ráðdeild og reglusemi. Þau eignuðust eina dóttur Sigurbjörgu, sem gift er Óskari Þorkelssyni og hafa þau hjónin unnið við fyrirtæki Sighvats.
Frá árinu 1927 til 1928, vann Sighvatur að pípulögnum fyrir fyrirtækið Á. Einarsson og Funk.
Hann var með þeim fyrstu, er luku prófi í pípulögnum, er hún var gerð að sér iðngrein hérlendis. Fyrir röskum 25 árum hóf hann að versla með byggingarefni, þó sérstaklega til vatns og hitalagna. Fyrir um það bil 20 árum var fyrirtækinu síðan gefið nafnið Sighvatur Einarsson og Co. og enn var það rekið af sama dugnaði og festu sem önnur störf hans. Sighvatur reysti iðnaðar- og verslunarhús við Skipholt 15 yfir starfsemi sína.
Sighvatur sá um framkvæmdir á hita og vatnslögnum fyrir ótal einstaklinga, stofnanir, bæjarfélög og ríkisfyrirtæki bæði hér í borg og á ýmsum stöðum úti á landsbyggðinni.
Því verki er honum var trúað fyrir, þótti vel skipað. Komu þar til skjót ráð hans, dugnaður og áreiðanleiki í viðskiptum. Sem verkmaður var Sighvatur landskunnur sakir framúrskarandi afkasta og heiðarleika í viðskiptum. Hann fylgdist vel með öllum nýjungum í iðninni og aflaði sér allrar fræðslu um þau efni sem hann gat. Af framansögðu er ljóst að hann var eftirsóttur til vinnu og féll sjaldan verk úr hendi, jafnvel á verstu atvinnuleysistímum. Sighvatur gekk í samtök iðnaðar sinnar er hann hafði rétt til. Honum voru falin ýmis trúnaðarstörf innan félaganna og leysti hann þau hverju sinni af hendi með árvekni og trúmennsku.
Árið 1939, er Byggingafélag verkamanna hóf byggingastarfsemi sína, tók Sighvatur að sér
framkvæmd á hitalögnum í hús þau er þá voru byggð. Síðari heimstyrjöldin skall á um líkt
leyti og byggingaframkvæmdir hófust. Sighvatur var hollur og góður ráðgjafi í þeim málum er að hans fagi lutu í hinni erfiðu aðstöðu félagsins þá. Hinn 5. júlí 1964 varð Byggingafélag verkamanna 26 ára og öll þessi ár hefur Sighvatur annast framkvæmdir á hita og vatnslögnum í byggingar félagsins og einnig í flestum tilfellum útvegað efni til framkvæmdanna. Samvinnan við forráðamenn Byggingafélags verkamanna hefur verið með þeim ágætum, að aldrei hefur fallið skuggi þar á.
Sighvatur Einarsson lést 18. september 1964.
(Heimild: Morgunblaðið, 25. september 1964, bls. 17).
Afhending: Björn Jónsson sendi Borgarskjalasafni Reykjavíkur þessi skjöl með pósti og sagðist hafa fundið þetta í gömlum plöggum, 16. september 2015.
Tími: 1921-1971.
Innihald: Kaupsamningar, lán, tryggingar, veðleyfi, bifreiðakaup o.fl.
Skjalaskrá
Sighvatur Einarsson.
Kaupsamningur. Jón Jónsson selur Sighvati Einarssyni hálfa húseignina nr. 24 við Bræðraborgarstíg,
12. maí 1928.
Afsal. Páll Magnússon afsalar hér húseigninni nr. 45 við Garðastræti til Sighvatar Einarssonar,
21. janúar 1932.
Kaupsamningur. Sighvatur Einarsson selur Halldóri Júlíussyni hálfa húseignina nr. 24A við Bræðraborgarstíg, 4. apríl 1932.
Afsalsbréf. Sighvati Einarssyni seld og afsöluð lóðarspilda við Garðastræti til viðbótar lóðinni nr. 45 við þá götu, 17. október 1933.
Borgarstjórinn í Reykjavík. Samþykkt að leyfa Sighvati Einarssyni að stækka húseign sína nr. 45 við Garðastræti, 8. desember 1933.
Borgarstjórinn í Reykjavík. Samþykkt að leyfa Sighvati Einarssyni að hækka húsið nr. 45 við Garðastræti, 21. febrúar 1941.
Garðastræti nr. 45, listi yfir byggingarefni, án árs.
Sjóvátryggingarfjelag Íslands h/f. Brunatrygging fyrir húseignina nr. 45 við Garðastræti, 27. nóvember 1941.
Búnaðarbanki Íslands. Tryggingarbréf, Sighvatur Einarsson tekur víxil, 25. júlí 1941.
Skuldabréf. Sighvatur Einarsson tekur lán, 5. janúar 1942.
Listi yfir skjöl sem þarf til lántöku úr Veðdeild Langsbankans.
Útvegsbanki Íslands h/f. Veðleyfi í húseigninni nr. 45 við Garðastræti, 3. janúar 1942 og skjal þar sem Páll Magnússon veitir samþykki sitt fyrir veðleyfinu, 27. desember 1941.
Borgarstjórinn í Reykjavík. Sighvati Einarssyni veitt leyfi til að byggja bílskúr á lóðinni nr. 45 við Garðastræti, 18. júlí 1942.
Bréf til Sighvats Einarssonar um að honum sé send matsgerð yfirhúsaleigunefndar, 7. september 1942 og matið 2. september 1942.
Afsal. Haraldur Kristjánsson og Gísli Gíslason selja Sighvati Einarssyni lóðina nr. 18 við Brávallagötu, 12. maí 1944.
Lóðaskráningin í Reykjavík. Teikning af lóðum við Brávallagötu- Ljósvallagötu og Ásvallagötu, án árs.
Afsalsbréf. Óskar Hraundal selur Sighvati Einarssyni bifreiðina L. 53, 22. ágúst 1944.
Vátryggingafélagið Baltica. Trygging fyrir vörubifreiðina L. 53 sem nú er K. 607, 9. október 1944.
Kvittun fyrir fasteignagjaldi af Brávallagötu 18, 14. febrúar 1945.
Sölunefnd varnarliðsins selur Sighvati Einarssyni Nissen- skála nr. A í Camp Baldur,18. maí 1946.
Listi yfir varning sem Sighvatur Einarsson keypti við uppboð, 30. maí 1946.
Skrifstofa sakadóms, sakavottorð fyrir Sighvat Einarsson, 4. júlí 1946.
Kristinn Björnsson.
Listi yfir varning sem Kristinn Björnsson keypti við uppboð, 30. maí 1946.
Jóhann Kr. Ólafsson.
Landsbanki Íslands. Jóhann Kr. Ólafsson tekur lán hjá veðdeildinni (4. flokkur), 21. nóvember 1921.
Jóhann Ólafsson.
Köbstædernes Almindelige Brandforsikring. Brunatrygging Jóhann Ólafssonar, 3. júlí 1921.
Veðbókarvottorð. Vottorð um að Jóhanns Ólafsson eigi hús við Garðastræti (óvíst um númerið), 19. maí 1921.
Egill Sigurðsson.
Sjóvátryggingarfjelag Íslands h/f. Egill Sigurðsson tryggir bifreiðina R. 1587, 23. ágúst 1941.
Félagið Hitavirkjun h.f.
Samþykkti fyrir Hitavirkjun h.f., 21. október 1957. Í stjórn Hitavirkjunar eru: Helgi Jasonarson, Jóhann Valdimarsson, Gunnar Gestsson, Sighvatur Einarsson og Runólfur Jónsson, 2 eintök
Félag Vatnsvirkja h.f.
Samþykktir (lög og reglugerð) fyrir Félag vatnsvirkja h.f., 18. desember 1971, afrit.
Stofnsamningur um hlutafélag: Félag Vatnsvirkja h.f. Tuttugu og fjórir einstaklingar leggja fram fé í hlutabréf svo og Vatnsvirkjadeildin h.f. Ytri- Njarðvík og Hitavirkjun h.f. Hafnarfirði, 18. desember 1971,
afrit.
Félag Vatnsvirkja og Hitavirkjun h.f.
Undirritaðir þátttakendur í Félagi vatnsvirkja óska þess að sá hlutur Félags vatnsvirkja í Sameinuðum verktökum h.f. sem svarar til aðildar þeirra í Félagi vatnsvirkja sé skráður pr. 1. janúar 1958 á nafn og verði á nafnverði eign Hitavirkjans h.f.
Jafnframt samþykkja þeir ósk annarra þátttakenda í Félagi vatnsvirkja um að sjá hlutur Félags vatnsvirkja í Sameinuðum verktökum h.f. sem svarar til aðildar þeirra í Félagi vatnsvirkja sé skráður pr. 1. janúar 1958 á nafn og verði eign Vatnsvirkjadeildarinnar h.f. Tólf einstaklingar skrifa undir þetta og er Sighvatur Einarsson einn þeirra, 1958.
Skráð í september 2015
Gréta Björg Sörensdótti