Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Að Víðimel 57 var neyðarskýli Loftvarnarnefndar Reykjavíkur og var kallað í 6. hverfi. Bækistöð slökkviliðs 6. hverfis var að Reynimel 36. Tómas var brunavörður í hverfaslökkviliðinu, hlutverk þess var að eyðileggja íkveikjusprengjur og slökkva elda, sem kviknað hafa í loftárásum, meðan þeir eru á byrjunarstigi.

Hvert hús í bænum átti að vera undir eftirliti, þannig að strax sé hægt að grípa til hjálpar, ef sprengja fellur eða eldar kviknar. Formenn hverfaslökkviliðanna var falið að deila húsum hverfisins á brunaverðina, þannig að hver þeirra gæti ákveðinna húsa.

Afhending: Karen Tómasdóttir í nóvember 2015

Innihald: Skjöl varðandi Loftvarnarnefnd Reykjavíkur og brunavarðarstarf

Tími: 1941-1942

Skjalaskrá

Loftvarnarnefnd Reykjavíkur: Tilkynning um að bækistöð slökkviliðsins í 6. hverfi er að Reynimel 37. Tilkynning um aðsetur hverfisstjórnar að Reynimel 43 og hverfisstjóra.

Listi yfir einstaklinga í hverfaslökkviliðinu í hverfi nr. 6.

Kvaðning til starfs brunavarðar við almennar loftvarnir í Reykjavík, Loftvarnarnefndin 1941.

Starfsfyrirmæli Loftvarnarnefndar Reykjavíkur til meðlima hverfaslökkviliðanna 1942.

Uppdráttur af Reykjavík, inn á er merkt hvar loftvarnarbyrgið var að Víðimel.

Skráð í nóvember 2015, GI