Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Anna var fædd að Botni í Grýtubakkahreppi 29. apríl 1899, látin 18. febrúar 1987. Hún flutti suður ásamt eiginmanni, Zophoníasi Jónssyni, og bjó í nokkur ár á Eyrarbakka, svo í Reykjavík og síðast í Kópavogi. Anna og Zophonías eignuðust 4 börn; Jón Sigtrygg, Sigurlaugu Svanhildi, Sesselju og Kristinn Björgvin.

Ég man eftir ömmu minni sem lágvaxinni konu með hlýtt viðmót. Í minningunni er hún alltaf með svuntu og alltaf að stússast í eldhúsinu þegar við komum til hennar og ég man sérstaklega eftir rifsberjasaftinni sem hún gerði sjálf úr berjum úr garðinum. Hún fór í peysuföt á tyllidögum og átti dós með lakkrískonfekti inní skáp til að gauka að barnabörnunum og litabækur til að hafa ofanaf fyrir okkur á meðan fullorðna fólkið talaði saman!

Anna Björg Kristjánsdóttir

Afhent: Anna Björg Kristinsdóttir í apríl 2016

Innihald: Matreiðslubækur og bæklingar, uppskriftir

Tími: 1927-ca. 2003

Skjalaskrá

Jónína Sigurðardóttir: Matreiðslubók með heilsufræðilegum inngangi eftir Steingrím Matthíasson, hjéraðslækni, 3 útg. 1927, endurbætt. Inní bókinni eru handskrifaðar uppskriptir og blaðaúrklippur með uppskriptum.

Bag med glæde, en samling opskrifter fra Øtker. Øtkers Bagebok, án árs. Í bókinni eru handskrifaðar og prentaðar uppskriftir.

Syv slags kager, varierer på 500 måder ved Herlöv-Müller 1950. Í bókinni eru handskrifaðar og prentaðar uppskriftir, einnig blaðaúrklippur.

Royal, Úrval af kökuuppskriftum (Royal lyftiduft).

Royal lyftiduft. Ný útgáfa af völdum kökuuppskriftum.

Royal. Úrval af kökuuppskriftum, ný útgáfa 3. hefti,

Royal mótkökur (vantar forsíðu).

Lillu uppskriftir á kökum, tertum og brauðum til þæginda og gagns fyrir húsmæður í önnum dagsins, Efna, Efnagerð Reykjavíkur 1. og 2. útgáfa

Ýmsar uppskriftir; handskrifaðar, prentaðar og blaðaúrklippur frá ýmsum tímum.

Fjölskylduleyndarmálið, bók með uppskriftum ýmissa einstaklinga ásamt uppskriftum frá Kötlu og myndum, útg. Katla, ódags.

Kökubókin 2, formkökur og fínni kökur, Smjörlíki hf.

Sérréttir: nr. 7, fínar kökur, Steinunn Sveinsdóttir.

nr. 9 ib Weissaman, fyrir þá sem eru að fara í sumarleyfi, ýmislegt.

nr. 17, brauð, tertur – kökur, o.fl. útg. Óskar Lárusson, ódags. bæklingar.

Ostpinnar, Ráðleggingar og uppskriftir 1, (hvernig laga má pinna) Osta- og smjörsalan.

Galdrabók Pottgaldra, Sigfrið Þórisdóttir 15. tbl. 2003

Súkkulaðisæt jól, ýmislegt, með kveðju frá Uppskriftir.is.

Saltfiskur á borðum, saltfiskdagar í eldhúsinu, SÍS.

Ýmsir bæklingar frá Osta- og smjörsölunni, MS-Mjólkursamsölunni o.fl.

Skráð í apríl 2016, GI

Kvennaskólinn í Reykjavík 1953-1954. Ljósmyndir, nöfn og sumstaðar textar við nemendur og kennara (bók í skinnbandi), óvíst hver gefandi er.