Hans Stefán Gústafsson var fæddur 16. desember 1930.
Móðir hans dó þegar hann var fjögurra ára og heimið var leyst upp. Hans Stefán fór í Hvamm í Holtum og ólst þar upp, en eftir fermingu fór hann í Flensborgarskólann í Hafnafirði og vann ýmsa vinnu á sumrin, meðal annars í síld.
Hans Stefán komst í snertingu við ræktunarstörf hjá mági sínum og fór í Garyrkjuskólann á Reykjum í Hveragerði. Í skólanum kynntist hann eiginkonu sinni Ásdísi Magnúsdóttur frá Reykjavík. Þau sigldu til Svíþjóðar eftir námið þar sem Hans Stefán vann við garðyrkju og var við framhaldsám. Hans Stefán og Ásdís komu aftur til Íslands árið 1953 og ári síðar fluttu þau í Hveragerði þar sem Hans Stefán byggði fljótlega sitt fyrsta gróðurhús og gerðist garðyrkjubóndi. Þau tóku Skúla Einarsson, tveggja ára, í fóstur árið 1958, en eignuðust síðan þrjú börn þau Klöru, Björgu Elvu og Friðrik Hallvarð. Áður hafði Hans eignast dótturina Jónu sem var fædd 1950. Ásdís dó snögglega 1973 og Hans Stefán bjó áfram með börnunum fram til ársins 1975 er hann kvæntist Elínu Þórarinsdóttur, fædd 6. febrúar 1932. Hans er enn búsettur í Hveragerði.
(Heimild: Allt önnur Ella: þroskasaga Elínar Þórarinsdóttur, bls. 218-219 og 241,1986 og http://www.utm.is/thjodskra/).
Afhending: Sigurbjörg Hlöðversdóttir afhenti Borgarskjalasafni Reykjavíkur dagbók Hans Stefáns Gústafssonar og ljósmyndir, 7 október 2014.
Tími: Líklega 1950-1951.
Innihald: Dagbók og tvær ljósmyndir.
Skjalaskrá
Dagbók framan á hana er ritað: Hans S. Gústafsson.
Dagbókin er líklega frá þeim tíma sem Hans Stefán var í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði og tekur yfir tímabilið 11. apríl 1950 til 14. apríl 1951.
Dagbókin er færð daglega og er byrjað að skrifa um veðrið, síðan dagskipun ef hún er til staðar og hvernig unnið er. Einnig er sagt frá eigin vinnu þar og veikindum eða fríum. Bókinni virðist vera skilað inn annað slagið og gerir þá Ó. H. athugasemdir um færslur o.fl. Aftast í bókinni er fréttapistill eða frásögn frá lífinu í garðyrkjuskólanum.
Umslag 1
Ljósmynd af konu, án árs.
Umslag 2
Ljósmynd af dreng og konu, án árs.
Skráð í september 2015,
Gréta Björg Sörensdóttir