Has been reviewed?
Nei
Content paragraphs

Sigurjón Fjeldsted fæddist 10. maí 1898 að Mávahlíð í Lundarreykjadal í Borgarfjarðarsýslu.

Foreldrar hans voru hjónin Vigdís Pétursdóttir og Vernharður Daníelsson Fjeldsted. Systkini hans voru þau Þorsteinn, Daníel og Petrína sem lést ung. Þegar Sigurjón var aðeins eins árs fluttust foreldrar hans til Reykjavikur með syni sina Daníel og Sigurjón. En Þorsteinn og Petrína urðu eftir í Borgarfirði hjá skyldfólki, Þorsteinn í Hvítárósi en Petrína á Grund. Hinn 5. apríl 1908 drukknaði Vernharður faðir Sigurjóns og var þetta þungt áfall fyrir konu hans og börn, sem þurftu að leggja hart að sér í lífsbaráttu komandi ára. Fram um tvítugsaldur var Sigurjón við ýmis störf, meðal annars við heyskap og önnur landbúnaðarstörf hjá frændfólkinu í Borgarfirði að sumrinu, en að vetrinum hafði hann snemma byrjað að læra pípulagningar og skyld störf hjá Olafi Hjaltested og fékk út á það nám starfsreynsluréttindi í iðngrein sinni þegar skóla- og prófréttindi voru tekin upp. Voru meginstörf Sigurjóns síðan í þeirri iðngrein i meira en 50 ár. Vinnan við pípulagnir var oft mjög erfið og hlífði hann sér lítt i því sambandi.

Sigurjón kvæntist, 30. júlí 1939, Sigrúnu Guðnadóttur. Foreldrar hennar voru þau Margrét Arndís Guðbrandsdóttir og Guðni Stígsson. Sigurjón og Sigrún eignuðust fjórar dætur, Vigdísi, Margréti, Sigrúnu og Önnu.

Árið1928 var iðnlöggjöf sett á Íslandi. Um það leyti var Félag pípulagningameistara stofnað og var Sigurjón einn af stofnendum þess og síðar heiðursfélagi. Sigurjón var einn þeirra sem settu svip á íþróttastarfsemi Ungmennafélags Íslands þar sem hann keppti í glímu, sundi og skák. Einnig stundaði hann laxveiðar.

Sigurjón Fjeldsted andaðist 2. ágúst 1977.

(Heimild: Morgunblaðið, 11. ágúst 1977, bls. 27).

Afhending: Sigrún Fjeldsted afhenti Borgarskjalsafni Reykjavíkur skjalasafn Sigurjóns Fjeldsted, 1. júní 2016.

Tími: 1900-1961.

Innihald: Bréf, byggingaskjöl, bókhald o.fl.

Skjalaskrá

Örk 1

Sigurjón Fjeldsted.

Fæðingarvotttorð. Sigurjón Fjeldsted, útgefið 18. október 1926.

Hestamannafélagið Fákur. Sigurjón Fjeldsted hefur greitt hagabeit og sókningu, 9. júlí 1925.

Landssíminn. Sigurjón Fjeldsted hefur greitt afnotagjald af bæjarsíma Reykjavíkur, 1. júlí 1926.

Rafmagnsveita Reykjavíkur. Sigurjón Fjeldsted hefur greitt heimtaugagjald fyrir húsið nr. 1 við Veghúsastíg, 23. febrúar 1927.

Brødrene Dahl. Bréf til Sigurjóns Fjeldsted og eintak af „Sanitetskatalog“ og verðlista yfir rör og fittings, 5. júlí 1929.

Lögreglustjórinn í Reykjavík. Leyfisbréf til Sigurjóns Fjeldsted Veghúsastíg 1 um að hann megi reka smásöluverslun í Reykjavíkurkaupstað, 15. maí 1929.

Borgarstjórinn í Reykjavík. Sigurjón Fjeldsted fær leyfi til að byggja geymsluskúr á lóðinni nr. 1 við Veghúsastíg, 10. mars 1930.

Hjónavígslubréf til handa Sigurjóni Fjeldsted og Sigrúnu Guðnadóttur, 29. júlí 1939.

Hjalti Björnsson & Co. Sigurjón Fjeldsted greiðir upp í einn Station Wagon (úthlutað af Nýbyggingarráði), 4. desember 1946.

Umslag: Umslög og frímerki.

Bókhald. Reikningar Sigurjóns Fjeldsted, 1915-1926, 1959 og 1961, happdrættismiðar o.fl.

Vernharður Daníelsson Fjeldsted (fæddur 22. september 1895, látinn 5. apríl 1908).

Landsbanki Íslands. Vernharður Fjeldsted fær veðdeildarlán og veðsetur húseign sína að Veghúsalóð í Reykjavík, 19. desember 1900.

Kjöbstædernes Almindelige Brandforsikring Police. Brunatrygging fyrir Veghúsalóð í Reykjavík,

8. nóvember 1901.

Landsbanki Íslands. Vernharður Fjeldsted fær veðdeildarlán og veðsetur húseign sína á Veghúsalóð í Reykjavík, 9. nóvember 1901.

Landsbanki Íslands. Vernharður Fjeldsted fær veðdeildarlán og veðsetur húseign sína Veghús við Steinstaðastíg í Reykjavík, 5. nóvember 1904, 2 eintök.

Vigdís Pétursdóttir Fjeldsted (fædd 5. október 1870, látin 8. febrúar 1937).

Skuldaviðurkenning. Vigdís hefur fengið lán hjá Bjarna og Vigfúsi Péturssonum með veðsetningu húss hennar við Klapparstíg í Reykjavík, 20. október 1908.

Bréfspjald til Vigdísar Pétursdóttur frá Guðrúnu, án árs.

Accurance Compagniet Baltica hf. og Nye Danske Brand forsikringsselskab hf. Brunabótagjald fyrir húseignina nr. 1 við Veghúsastíg, 11. apríl 1927.

Afmæliskort til Vigdísar Pétursdóttur frá Sigurlaugu, án árs.

Bréfspjald til Vigdísar P. Fjeldsted, Veghúsastíg 1, án árs.

Bréf til Vigdísar líklega Pétursdóttur frá Guðrúnu Magnúsdóttur, 18. júlí 1928.

Ýmis bréf

Kaupfélag Þingeyinga. Reikningur til Daníels Fjeldsted læknis Reykjavík, 15. október 1925.

Minningarkvæði um Árna Vigfússson, látinn 20. ágúst 1890, frá Jónatan Þorsteinssyni.

Bréf til Sigurlaugar frá Margréti Sigurðardóttur í Reykjavík, 20. apríl 1913.

Umslag og bréf til Þorsteins Fjeldsted, Hvítárósi frá Vernharði föður hans, 15. desember 1907.

Bréf til kæra frænda frá Guðmundi Stefánssyni á Litlustöðum í Reykjavík, 4. mars 1983.

Bréf til heiðraðs kunningja frá Ólafi Þórðarsyni, 28. september 1923.

Bréf til elsku góður systur frá Ólínu Ólafsdóttur á Laugarnesspítala, 2. júlí 1901.

Blað, líklega ritað af Sigrúnu Fjeldsted til skýringar á ofangreindum bréfum. Þar stendur: „Til Sigurlaugar Ólafsdóttur Hvítárósi, fædd 14. september 1839, dáin 18. júlí 1921, bréf dagsett 20. apríl 1913. Til Þorsteins Fjeldsted, Vatnshömrum, dagsett 28. september 1923.

4. mars 1893, Litlusteinsstaðir (Smiðjustígur 10). Ólína Ólafsdóttir 1849-1911, systir Sigurlaugar í Hvítárósi“.

Lokasíða úr bréfi til Rúnu frá Droplaugu, án árs.

Skráð í júní 2016

Gréta Björg Sörensdóttir

Einkaskjalasafn nr. 1b - Ýmis minni söfn - frá öskju nr. 28 - - Askja 33 - Örk 1

Content paragraphs

Sigurjón Fjeldsted.

Fæðingarvotttorð. Sigurjón Fjeldsted, útgefið 18. október 1926.

Hestamannafélagið Fákur. Sigurjón Fjeldsted hefur greitt hagabeit og sókningu, 9. júlí 1925.

Landssíminn. Sigurjón Fjeldsted hefur greitt afnotagjald af bæjarsíma Reykjavíkur, 1. júlí 1926.

Rafmagnsveita Reykjavíkur. Sigurjón Fjeldsted hefur greitt heimtaugagjald fyrir húsið nr. 1 við Veghúsastíg, 23. febrúar 1927.

Brødrene Dahl. Bréf til Sigurjóns Fjeldsted og eintak af „Sanitetskatalog“ og verðlista yfir rör og fittings, 5. júlí 1929.

Lögreglustjórinn í Reykjavík. Leyfisbréf til Sigurjóns Fjeldsted Veghúsastíg 1 um að hann megi reka smásöluverslun í Reykjavíkurkaupstað, 15. maí 1929.

Borgarstjórinn í Reykjavík. Sigurjón Fjeldsted fær leyfi til að byggja geymsluskúr á lóðinni nr. 1 við Veghúsastíg, 10. mars 1930.

Hjónavígslubréf til handa Sigurjóni Fjeldsted og Sigrúnu Guðnadóttur, 29. júlí 1939.

Hjalti Björnsson & Co. Sigurjón Fjeldsted greiðir upp í einn Station Wagon (úthlutað af Nýbyggingarráði), 4. desember 1946.

Umslag: Umslög og frímerki.

Bókhald. Reikningar Sigurjóns Fjeldsted, 1915-1926, 1959 og 1961, happdrættismiðar o.fl.

Vernharður Daníelsson Fjeldsted (fæddur 22. september 1895, látinn 5. apríl 1908).

Landsbanki Íslands. Vernharður Fjeldsted fær veðdeildarlán og veðsetur húseign sína að Veghúsalóð í Reykjavík, 19. desember 1900.

Kjöbstædernes Almindelige Brandforsikring Police. Brunatrygging fyrir Veghúsalóð í Reykjavík,

8. nóvember 1901.

Landsbanki Íslands. Vernharður Fjeldsted fær veðdeildarlán og veðsetur húseign sína á Veghúsalóð í Reykjavík, 9. nóvember 1901.

Landsbanki Íslands. Vernharður Fjeldsted fær veðdeildarlán og veðsetur húseign sína Veghús við Steinstaðastíg í Reykjavík, 5. nóvember 1904, 2 eintök.

Vigdís Pétursdóttir Fjeldsted (fædd 5. október 1870, látin 8. febrúar 1937).

Skuldaviðurkenning. Vigdís hefur fengið lán hjá Bjarna og Vigfúsi Péturssonum með veðsetningu húss hennar við Klapparstíg í Reykjavík, 20. október 1908.

Bréfspjald til Vigdísar Pétursdóttur frá Guðrúnu, án árs.

Accurance Compagniet Baltica hf. og Nye Danske Brand forsikringsselskab hf. Brunabótagjald fyrir húseignina nr. 1 við Veghúsastíg, 11. apríl 1927.

Afmæliskort til Vigdísar Pétursdóttur frá Sigurlaugu, án árs.

Bréfspjald til Vigdísar P. Fjeldsted, Veghúsastíg 1, án árs.

Bréf til Vigdísar líklega Pétursdóttur frá Guðrúnu Magnúsdóttur, 18. júlí 1928.

Ýmis bréf

Kaupfélag Þingeyinga. Reikningur til Daníels Fjeldsted læknis Reykjavík, 15. október 1925.

Minningarkvæði um Árna Vigfússson, látinn 20. ágúst 1890, frá Jónatan Þorsteinssyni.

Bréf til Sigurlaugar frá Margréti Sigurðardóttur í Reykjavík, 20. apríl 1913.

Umslag og bréf til Þorsteins Fjeldsted, Hvítárósi frá Vernharði föður hans, 15. desember 1907.

Bréf til kæra frænda frá Guðmundi Stefánssyni á Litlustöðum í Reykjavík, 4. mars 1983.

Bréf til heiðraðs kunningja frá Ólafi Þórðarsyni, 28. september 1923.

Bréf til elsku góður systur frá Ólínu Ólafsdóttur á Laugarnesspítala, 2. júlí 1901.

Blað, líklega ritað af Sigrúnu Fjeldsted til skýringar á ofangreindum bréfum. Þar stendur: „Til Sigurlaugar Ólafsdóttur Hvítárósi, fædd 14. september 1839, dáin 18. júlí 1921, bréf dagsett 20. apríl 1913. Til Þorsteins Fjeldsted, Vatnshömrum, dagsett 28. september 1923.

4. mars 1893, Litlusteinsstaðir (Smiðjustígur 10). Ólína Ólafsdóttir 1849-1911, systir Sigurlaugar í Hvítárósi“.

Lokasíða úr bréfi til Rúnu frá Droplaugu, án árs.

Skráð í júní 2016

Gréta Björg Sörensdóttir