G. Snorri Jónsson fæddist 23. október 1913 í Reykjavík. Hann lést 28. mars 2009. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson sjómaður og Gróa Jóhannesdóttir. Hann kvæntist 5. febrúar 1944 Agnesi J. Magnúsdóttur gjaldkera sem lést 25. júlí 2003. Þau eignuðust tvö börn Þórunni fædd 5. febrúar 1953og Jón Magnús fæddan 28. júlí 1955?. Þórunn á tvö börn Snorra Jónsson og Unni Agnesi Jónsdóttur. Jón Magnús sem lést 4. júní 2002 eignaðist eina dóttur Svanhildi Þóru. Snorri ólst upp í Reykjavík. Hann missti föður sinn 11 ára gamall en hann fórst á Halamiðum 1925. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Sveinsprófi í vélvirkjun lauk hann í Vélsmiðjunni Héðni 1933 og meistararéttindi hlaut hann 1946. Hann lauk vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík og prófi úr rafmagnsdeild skólans 1936. Hann vann sem vélstjóri m.a. í rafstöðinni við Elliðaár, í síldarverksmiðjunni á Dagverðareyri viðEyjafjörð og í frystihúsinu á Bakka á Siglufirði. Við járnsmíðastörf vann hann á árunum 1940-1954 en varð þástarfsmaður Alþýðusambands Íslands. Hann var framkvæmdastjóri þess frá árinu 1960. Forseti Alþýðusambandsins var hann á árunum 1973-1974 og 1978-1981 er hann lét af störfum að eigin ósk. Hann sat í stjórn Félags járniðnaðarmanna í Reykjavík og var formaður félagsins 1954-1964. Hann var formaður undirbúninganefndar að stofnun Málm- og skipasmiðasambands Íslands og formaður sambandsins frá stofnun 1964-1976. Hann sat í miðstjórn Sósíalistaflokksins um margra ára skeið. Var varaþingmaður Reykjavíkur 1947. Hann var formaður Félags eldri borgara í Reykjavík fyrstu tvö starfsár þess, 1986-1988. Snorri var kjörinn heiðursfélagi Félags járniðnaðarmanna 1970 og sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 17. júní1981.
Formáli Þórunn Snorradóttir
Afhent: Þórunn Snorradóttir 10. júní 2016.
Innihald: Félagsblöð, greinar o.fl.
Tími: 1936-1945.
MARX. Félagsblað Æskulýðshreyfingarinnar í Reykjavík, janúar 1945 2. árg. 1. tbl
MARX. Félagsblað FUK (Félag ungra kommúnista) í Reykjavík, 19. nóvember 1936, 1. tbl. (handskrifað): Greinar, kaffikvöld, smásögur, hugleiðingar, úr bréfum o.fl.
MARX. Félagsblað FUK í Reykjavík, 27. október 1937 (handskrifað), greinar, hugleiðingar o.fl.
MARX? Skeyti til Marx, Ferðabrot sumarið 1937, sögur o.fl.
Skráð í júní 2016, GI