Ávarp: Vér undirritaðir ákveðum hér með að beita oss fyrir því, að nú þegar verði gert merki er sé tákn réttindakröfu íslenzku þjóðarinnar um fiskveiðilögsögu, er tryggi fjárhags- og menningarlega velferð þjóðarinnar í famtíðinni. Einkunnarorð merkis þessa séu:
Friðun miða – framtíð lands.
Hreinar tekjur af sölu merkisins gangi til að búa sem best úr garði hið nýja varskip, sem þjóðin nú á í smíðum. Væntum vér þess, að sem flestir Íslendingar beri merki þetta í barmi sér þá daga, er framkvæmdanefnd máls þessa ákveður að sala merkisins fari fram, og votti með því hug sinn í brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar og augsýni vilja sinn til þessa að í engu verði vikið fyrir ofbeldi því, er eitt af mestu herveldum heims nú beitir þjóð vora.
Reykjavík 24. september 1959
Ávarpið undirrita 22 einstaklingar.
Fundargerðir framkvæmdanefndar einstaklinga (hóps) varðandi útfærslu landhelgi Íslands. 28. september til 2. október 1959.
Skráð í ágúst 2016, GI.